Tíminn - 26.08.1973, Qupperneq 11

Tíminn - 26.08.1973, Qupperneq 11
Sunnudagur 26. ágúst 1973. TÍMINN 11 kom til borgarinnar. Gestirnir voru valdir úr hópi beztu borgara landsins og allflestir alþekktir i heimalandi sinu. Þarna var varn- armálaráðherrann og heilbrigð- isráðherrann, fólk sem starfaði á vegum Sameinuðu þjóðanna, bandariskir sérfræðingar i þróun- armálum, bandariski konsúllinn og fjöldi manna, sem starfaði i ut- anrikisþjónustu ýmissa landa, sérstaklega menn frá Evrópu- þjóðunum. betta var mjög notalegt sam- kvæmi, gnægð var matar og drykkja. Er. allt i einu eyðilagði presturinn stemninguna, hann byrjaði að tala. Fyrst i stað talaði hann i þægilegum tón, en brátt hækkaði hann röddina og innan tiðar talaði hann af miklum inn- blæstri. Hann benti á þanda diplómata- magana, borðin sem voru þakin kræsingum. Hann gerði grin aö tónlistinni sem hljómaði þægilega um allan salinn og hæddist að loftkælingunni. Siðan tók hann að verða dónalegri. Hann benti gest- unum á, að á þessari stundu væri fjöldi barna sveltandi hinum megin götunnar, fatlaðir gengju snikjandi um göturnar og blindir þreifuðu sig áfram i von um að- stoð. — Tökum yður, sem dæmi, sagöi hann og benti á hinn þétt- vaxna varnarmálaráðherra. — Þér gerið ekkert til að hjálpa löndum yðar, þrátt fyrir að þér hafið e.t.v. hvað mesta möguleik- ana til þess. Þér hafið allan her- inn til ráðstöfunar og þér hafið ekkert gert. Hláturinn og hið þægilega andrúmsloft, sem fyrir skömmu höfðu einkennt samkvæmið, voru nú með öllu horfin. Gestirnir stóðu niðurlútir og mændu á gólfið. Sumir virtust hrærðir, aðrir ekki og það sást votta fyrir tárum hjá einstaka manni. Ræða prestsins var fólk- inu umhugsunarefni. Fólkið spurði hvað það gæti gert til hjálpar. Presturinn úr norörinu brosti og siðan hóf hann að skýra það út. Hjálparstarfið hefst t tvo daga hélt hann áfram að safna fé með heimsóknum og ræðuhöldum. A þessum stutta tima tókst honum að safna fé sem jafngildir 4 milljónum islenzkra króna. Þá hóf hann starfsemi sina i þágu hinna fátæku. t tvær vikur ferðaðist hann um landið og heimsótti fátæklinga. Hann lét peninga af hendi til alls kyns framkvæmda, einn fékk peninga til að bæta þakið á húsinu sinu, annar til þess að kaupa út- sæði, sá þriðji til fatakaupa, sá fjóröi menntunarstyrk o.s.frv. Brátt komst eins konar dýrlingsorðá Denis meðal fátæka fólksins i landinu. Hann fór allra sinna feröa i síðri flaksandi prestsskikkju og brátt tóku að myndast sagnir um að hann væri gæddur yfirnáttúrulegum hæfi- leikum, sæi sýnirog fleira. Maður einn fullyrðir að hann hafi séð ljós lýsa yfir höfði prestsins þegar hann var á meðal hinna fátæku. Sumt fullorðið fólk hóf að tilbiðja hann sem guð. Ekki leið á löngu unz faðir Den- is hafði fengið sér aðstoðarmann. Sá var 37 ára gamall sóknar- prestur að nafni José Alas. Auk þess að gegna embætti sínu sem sóknarprestur i bænum Suchitoto rak hann landbúnaðarskóla I ná- grenni bæjarins. Margir voru hræddir við föður Alas. Hann átti volduga óvini. Hann hafði verið tekinn til fanga af rikisstjórninni grunaður um samstarf við kommúnista. Astæðan var sú að hann veitti fátækum kennslu, án þess að taka gjald fyrir. Kanadamaðurinn settist nú að hjá föður Alas. Frá þeirri stundu mátti sjá þá félaga vinna saman öllum stundum frá morgni til kvölds. — Hann keypti smásjár, sjúkrarúm, sem mikil þörf hafði verið fyrir, skurðarborð og ýmis önnur tæki, hefur faðir Alas látið hafa eftir sér. — Auk þess réði hann menn i byggingavinnu og hóf að reisa nýtt sjúkrahús á staönum. Teikningarnar af þvi gerði hann sjálfur. Loksins leit út fyrir að dagsljósið ætlaði að, fara að skina á þessum stað. Með snjöllum talanda sinum tókst Denis að fá lyfjafyrirtæki að leggja til lyf að verðmæti um tvær milljónir króna. Borgun átti að koma eftir einn mánuð. Faðir - Denis var sannfærður um að sér tækist að safna nægu fé á þeim tima. Allt gekk eins og i sögu. Hinir riku höfðu bætt samvizkuna með þvi að, leggja fram fé, hinir sjúku fengu nú nauðsynlega umönnun og hinir fátæku sáu bjartari tima framundan. En þá tók að halla undan fæti.... Eftirlýstur . — ósköpin hófust sunnudags- kvöld þegar faðir Denis var á sinni venjubundnu heimsóknar- ferð til sjúklinganna á sjúkrahús- inu. A þessum heimsoknum sin- um talaði Denis i hressilegum tón viö sjúklingana og hafði mjög hvetjandi áhrif á umhverfi sitt, sagði faðir Alas. A meðan á ferð- inni stóð sá Denis menn úr þjóð- varðliðinu, þar sem þeir voru að yfirheyra mann nokkurn. Þeir stungu manninn með hnif og Den- is heyrði ópin i vesalings mannin- um, um leið og hann ók fram hjá. Denis stöðvaði bilinn og hljóp út til þess að hjálpa manninum og ætlaði að taka hann með til sjúkrahússins. Þá var það að liðs- foringi i þjóðvarðliðinu dró upp skammbyssu og hótaði að drepa föður Denis ef hann hypjaði sig ekki á stundinni. Faðir Dneis kom heim ákaflega miður sin, hélt Alas áfram. Hann sá að þjóðvarðliðarnir ætluðu að drepa manninn. Hann bað mig að fara og reyna að hjálpa mannin- um, en slikt var eðlilega vonlaust. Þess i stað kölluðum við á lög- regluna og særði maðurinn var fluttur i fangelsi. Það var á þess- ari stundu, sem Denis gerði sin stóru mistök, —hann hótaði þjóð- varðliðunum þvi að hann skyldi láta varnarmálaráðherrann, vin sinn, vita af þvi hvernig þeir hefðu farið með manninn. Næsta dag hrundi heimur föður Denis og hinna fátæku i Suchitoto. Þjóðvarðliðarnir tóku prestinn til fanga. Meðan hann sat i varö- haldi tóku upplýsingar um hann að streyma frá Kanada og Nic- aracua. 1 fyrsta lagi var Denis enginn prestur, — hann var að visu eins konar Hrói höttur, en prestur var hann ekki. Hann var eftirlýstur af Inter- pol. Hann var gunaður um að hafa stolið bil frá bilaleigu i Montreal. Hann hafði tekið bilinn á leigu, en hann skilaði honum aldrei aftur. Sakaskrá hans I Kanada var heldur ekkert sér- staklega glæsileg. Þar var meðal annars getið um alls kyns svik. Hann hafði þótzt vera prestur ár- um saman. Allir sem höfðu aðstoðað hann með fjárframlögum, sneru nú við honum bakinu.Lyfjafyrirtækið sendi flutningabil til þess að ná i lyfin, sem sjúkrahúsið hafði feng- ið að láni. Yfirmaður sjúkra- hússins varð óður af bræði og sakaði Denis um svik og pretti. Sögur voru i gangi um aö varnar- málaráðherran hefði haldið hlifi- skildi yfir svikaranum og átti ráöherrann i miklum erfiðleikum vegna þessa. Þjóðvarðliðarnir tóku bilinn af Denis, enda var það billinn, sem bilaleigan i Kanada saknaði hvað mest. Myndir voru teknar af Denis þegar hann var handtekinn og myndunum var dreift um allan heim. Þannig náði Denis meiri frægð á einum degi,- en flestir landar hans ná um ævina. Myndatextinn sem fylgdi var á þá leið, að myndin sýndi falskan prest og heföi hann verið tekinn fyrir fjársvik i Miö-Ameriku rikinu E1 Salvador. Siðan var þvi bætt við að hann heföi gefið saman nokkur hjón, en slikt væri að sjálfsögöu ólöglegt. Ekki var minnzt einu orði á þau góðverk sem Denis gerði i Suchitoto og fleiri stöðum. Hættuleg spenna myndaðist nú meðal bændanna. Mótmælin voru hávær. Mörg hundruð trúaðra manna féllu á kné og báðu til Guðs um að hann yrði látinn laus. Meðan á bænastundinni stóð voru nokkrir á verði til þess að gæta að þvi ef þjóðvarðliðarnir ætluðu að koma á vettvang og bæla „uppreisnina” niður. Sögurnar um föður Denis urðu nú ævintýrum likastar. Fólk, sem hann hafði aldrei augum litið, talaði um „heilaga manninn i fangelsinu” sem hefði gert svo mikið fyrir það meö bændum sinum og góðum verkum. Framhald á bls. 39. Armstrong KORK-O' GOLF LOFTPLÖTUR & Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Suðurlandsbraut 6 Varahlutir Cortina, Volvo, Willys, Austin Gipsý, Land/Rover, Opel, Austin Mini, Rambler, Chevrolet, Benz, Skoda, Trabant, Moskvitch. Höfum notaða varahluti i þessar og flest allar eldri geröir bila, meðal annars: Vélar, hásingar, og girkassa Bllapartasalan Höfðatúni 10 simi 11397. Auglýs endur Auglýsingastofa Tímanser í Aðalstræti 7 Símar 1-95-23 & 26-500 ,@®©®©©©®<§)<§)®(§)<§)<§)<§)<|)<f>)<§)<§)(§)<§j)<§)<§)(§)@(§) Electrolux | Kælirinn er fyrir daglega þörf f jölsky Id unnar sjalfvirk a fþýðing, þrjár færaniegar hillur. Grænmetis- skúffa. Osta- og sm jörhólf. Tvær hillur i hurö, önnur með flösku- ha Idara. Frystir inn geymir græn meti og kjöt til lengri tíma. Þrjár körfur, sem draga má út. Hraðfrysti- hólf. Hillur úr sléttu áli. Tvær hillur i hurð. hús þar sem gólf- rými er takmarkað Gólírýmiö, som hann þarf, aðeins 60x60 cm, er ekki meira en venjulegur kæliskápur. Éngu að síður rúmar hann 380 litra. Skipting i 210 litra kælirúm og 170 litra frystirúm er þraut- hugsuð meö þarfir f jölskyld- unnar í huga. LITIR: Hvítt, Ijósgrænt og koparbrúnt (lakkbrennt) ATHUGIÐ: Tvö óhóð frystikerfl Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1A - RKYKJAVlK - SlMI M112

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.