Tíminn - 26.08.1973, Page 29

Tíminn - 26.08.1973, Page 29
Sunnudagur 26. ágúst 1973. TÍMINN 29 II Eina vonin Umsjón Halldór Kristjónsson Blaðafréttum af meiriháttar útisamkomum ber ekki alltaf fyllilega saman. Stundum er reynt að gera æsifrétt úr sam- komuhaldi. bá er reynt að gera sem mest úr öllu, sem frásagnar- vert er talið. Þar er ölvun og ólæti framarlega. Aðrar fréttir eru svo e.t.v. tilorðnar af meðhaldi sögu- manns með drykkjuskap og svalli. Þrátt fyrir þetta eru vissar staðreyndir augljósar. t þvi sam- bandi skiptir ekki miklu máli um nánari atvik á einstökum sam- komum. Það er staðreynd, að þeim stöðum fækkar ár frá ári, þar sem forstöðumenn áræða að efna til mannfagnaðar, þegar mest er um að vera, svo sem um verzlunarmannahelgina. Það er líka staðreynd, að þær einu fjöldasamkomur, sem þó þykja takast sæmilega, eru vandlega undirbúnar með fjölbreyttri dag- skrá og mikilli löggæzlu. Fjöl- breytt dagskrá ræður miklu um það hvaða fólk sækir sam- komurnar. Þær verða þá gjarnan fjölskyldusamkomur, þar sem kemur fólk á öllum aldri. Þó virð- ist engin dagskrá einhlit til að menningarbragur verði á sam- komu. Lika þarf mikla og dýra löggæzlu. Meira að segja er með ærnum fyrirvara reynt að fela áfengi i jörðu á mótsstað, svo að menn geti til hátiðabrigða drukkið frá sér vitið, þegar hin stóra stund er runnin upp. Það er bein afleiðing af sam- komubrag siðustu tima, að veru- legur hluti þjóðarinnar er hrædd- ur við þá tilhugsun, að halda þriggja daga útihátið i minningu ellefu alda byggðar i landinu. 1 þvi sambandi þarf ekki að þrefa um likur þess hversu óskaplega eba áfallalitil slik hátið gæti orðið, ef svo eða svo væri að henni staðið. Óttinn er staðreynd og hann á sinar orsakir. Auðvitað er það enginn sigur að gefast upp við samkomuhald. Það bætir ekki ástand áfengis- mála i Sviþjóð eða Danmörku, þó að skólaskemmtanir séu aflagðar vegna drykkjuskapar ungling- anna, svo sem viða á sér nú stað. Það eru hinar almennu skemmti- venjur, sem komnar eru á það stig, að voði hlýzt af. Annars þarf engan að undra, þó að eitthvað gangi úrskeiðis þar sem fólk er saman komið i hundraðatali, svo oft sem vand- ræði verða á fámennum einka- samkomum. Margár sögur frá sliku birtast i blöðum, yfirleitt byggðar á skýrslum lögreglunn- ar. Þó eru tilvikin miklu fleiri, sem aldrei komast i blöð. En fyrst voði og vandræði hljótast af þar sem 2 eða 3, 4 eða 5, kunningjar hittast i þeim saklausa tilgangi að gleðjast saman, er engin von til að allt sé áfallalaust þar sem menn eru hundruðum saman með sömu gleðigjafa. Hvort sem menn hafa um þetta fleiri orð eða færri, er engin von til þess, að hér verði lag- færing á meðan það eru ekki nema um það bil 10% þjóðarinnar sem vilja ákveðið og fortakslaust skemmta sér án áfengis. Það er ekki vitað til þess, að nokkur þjóð hafi nokkurn tima tamið sér áfengisnautn án þess að hafa ýmis konar tjón og leiðindi af. Hörð lifskjör veittu að visu strangara aðhald, en góður efna- hagur og 5 daga vinnuvika, en dugði þó aldrei til. Sjálfsafnneit- un og almenn hófsemi er meira metin einn ti'ma en annan, en aldrei svo að dugað hafi til að gera drykkjutizku meinlausa. Það er fjöldamargt i sambandi við skemmtanalif og félagslif al- mennt, sem haft getur áhrif á stærð áfengisvandamálsins. En það eina, sem unnt er að binda við nokkrar verulegar vonir um alhliða lagfæringu er meiri bindindissemi almennt. Og þá fyrst verður sigrazt á þessu böli, þegar bindindissemin er orðin almenn. Hitt er svo annað mál, hvort áhugi á slysavörnum og almennu vélsæmi og almennri hamingju og sóma er svo mikill, að mönn- um þyki bindindissemin eftir- sóknarverð þeirra vegna. SUMARMOT PRESTA OG PRESTSKVENNA MIÐVIKUDAGINN 29. ágúst nk. verður haldið sumarmót presta og prestskvenna í sumarbúðun- um við Vestmannsvatn i Aðaldai. Er þctta annað sumarmótið, sem Prestafélag Hólastiftis efnir til, en fyrra ntótið var haldið um sama leyti að loknum námskeið- um barnanna i búðunum. Þar hafa nokkuð á þriðja hundrað börn dvalið i sumar. Tilgangur þessara sumarmóta er að gefa prestum og prestskon- um tækifæri til að dvelja á þess- um fagra stað við Vestmanns- vatn, sem Æskulýðsfélag kirkjunnar i Hólastifti hefur byggt upp. Mótið mun standa til föstudagsins 31. ágúst. Mótsdagarnir eru skipulagðir þannig að dvölin geti bæði orðið til hressingar og andlegrar SMITHS TRAOf MARK RÚÐU hitarinn Smiths afturrúðu-hitarinn hreinsar af raka oghélu á ótrúlega skömmum tíma. Engin plast-motta og því engin skerðing útsýnis. Auðveld ísetning á flestum gerðum bifreiða og vinnuvéla. Eftir 2 min. 45 sek. 1 Eftir 4 mín. 30 sek uppbyggingar. Mótsnefndina skipa þessir prestar: Formaður er sr. Sigurður Guðmundsson, prófastur á Grenjaðastað, sr. Bolli Gústafsson i Laufási og sr. Úlfar Guðmundsson i Ólafsfirði. Prestar og prestskonur, sem ætla að sækja mótið, þurfa að tilkynna formanni nefndarinnar um komu sina. Sumarbúðirnar að Vestmanns- vatni voru vigðar árið 1964 og verða þvi 10 ára á næsta ári. Auk sumarnámskeiða fyrir börn hafa farið þar fram æskulýðsmót og fundir. (Frá Prestafélagi Hóla- stiftis). Stéttarsambands- fundur að Núpi AÐALFUNDUK Stéttar- sambands bænda veröur aö þessu sinni. " haldinn aö Núpi I Dýrafirói. Hann veröur dagana 31. ágúst og 1. september. Leiðrétting 1 GREIN um hestamannamótið á Murneyrum var farið rangt meö heimilisfang Bjarna Eiriks Sig- urðssonar. Bjarni býr á Hvoli i Olfusi og leiðréttist þetta hér með. Skipholt 8-13-50 verzlun —8- iIIÍiSKf \ pholti 35 — Simar: 13-51 verkstæði — 8-13-52verkstæði/ BARNALEIKTÆKl * ÍÞRÓTTATÆKI Vél«v*rktt*81 BERNHARDS HANNESS.. Su8url«nd«braut 12. Skni 35810. Frá skólum Hafnarf jarðar Innritun nýrra nemenda i öllum aldurs- flokkum barnaskólanna og unglingadeild- um, fer fram mánudaginn 3. september • kl. 10—12. Skólarnir hefjast að öðru leiti sem hér segir: Barnaskólar: Kennarafundir verða i barnaskólunum mánudaginn 3. september kl. 15. Þriðjudaginn 4. september eiga 7, 8, 9 og 10 ára nemendur að koma i skólana sem hér segir. 9 ára kl. 10, 8 ára kl. 11, 10 ára kl. 14, 7 ára kl. 16. Mánudaginn 10. september eiga 11 og 12 ára nemendur að koma i skólana sem hér segir. 12 ára kl. 10, 11 ára kl. 11. Forskóladeildir: Foreldrar þeirra 6 ára barna sem ætla að senda börn sin i 6 ára deildir skólanna hafi samband við viðkomandi skóla hinn 6. september n.k., en 6 ára börn eiga að koma i skólana föstudaginn 22. september kl. 14. Skólahverfaskipting verður sem hér segir i 6 ára deildum, Viðistaðaskóli: Svæði norðan og vestan við Reykjavikurveg og Sléttahraun að þeim götum meðtöldum. Lækjarskóli: Svæðið sunnan og austan við Reykjavikurveg og Sléttahraun að Læk, ásamt Hvaleyrarholti eins og áður. öldutúnsskóli: Sama skólasvæði og verið hefur. Unglindadeildir: Unglingadeildir hefjast mánudaginn 17. september. Þá eiga 13 og 14 ára nemendur að koma i skólana sem hér segir: 13 ára kl. 10, 14 ára kl. 11. Flensborgarskóli: Flensborgarskóli verður settur laugar- daginn 15. september kl. 14. Menntadeildir: Menntadeildirnar eiga að koma i skólann mánudaginn 10. september kl. 9. Fræðslustjórinn i Ilafnarfirði. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Skipað verður i deildir skólans mánu- daginn 3. september n.k. sem hér segir: Iðnskóladeildir: 1. og 2. bekkur kl. 10.00 f.h. Verknámsskólinn: Málmiðnadeild, tréiðnadeild og framhaldsdeildir: kl. 14.00 e.h. Teiknaraskólinn: kl. 16.00 e.h. Ath. Þeir sem hafa innritazt i verknáms- deildir og uppfyllt sett skilyrði, en af ein- hverjum ástæðum hafa hætt við sækja skólann, eru beðnir að láta vita ; í allra fyrst i skrifstofu skólans, svo ha sé að veita öðrum skólavist i þeirra :.að. Skólastjóri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.