Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. ágúst 1973. TÍMINN 3 Eyðilegging ógnar nú hinni stórfenglegu hertoga- höll eins og öðrum byggingum i Feneyjum. Ef takast á að bjarga þessu meistaraverki byggingar- listarinnar og öðrum slikum þar, þá er skjótra að- gerða þörf. En þær munu kosta milljarða og nú er þjarkað um, hvernig leysa eigi málið og hver eigi að borga reikninginn. Sfkift Rio di Palazzo. Brúin uppi yfir er Andvarpabrúin, en hún tengir höllina vift ríkisfangelsift. leit út fyrir aö allur heimurinn ætti stefnumót þama i skuggsæl- um bogagöngum hertogahallar- innar. Indverskar konur I litrik- um Sari-um, týrólastúlkur, ljós- hæröir Noröurlandabúar, svart- hæröir Mexikanar, franska, enska, þýzka, hollenzka, norska blandaöist grisku, króatisku, tyrknesku og itölsku. Feröa- mennirnir, sem koma til Feneyja á hverju sumri, eru um tvær milljónir talsins og allir vilja sjá sem mest af listaverkum þeim, sem þar er alls staöar að finna. Hertogatogahöllin er stórfeng- leg sjón og andrúmsloftiö i kring um hana minnir ósjálfrátt á sögur 1001 nætur. Þaö er eins og höllin hvili á kransi súlna og bogagangna. Opinberun Hertogahöllin er bústaöur svo mikill og fullur af alls kyns iburöi, aö margir krýndir þjóðhöföingjar i Evrópu hafa staöið þar hljóöir og i lotning og óskaö sér að þeir ættu eitthvaö slikt heima hjá sér. Það fyrsta, sem maður sér inni i hinum stóra, ferkantaöa húsa- garði, er Scala dei Giganti, sem þýðir Stigi risanna, eöa þar um bil. Þetta er snilldarverk úr marmara og viö þaö standa tvær risastórar styttur af Mars og Neptúnusi. Þaö var á þessum tröppum, sem hertogar Feneyja voru krýndir og um þær hafa gengið menn eins og Tizian, Tintoretto, Veronese, Marco Polo, Casanova og fleiri lista- menn, feröamenn og frægir gestir, sem heimsóttu Feneyjar á gullöld hennar. Aö ganga gegnum sali hertoga- hallarinnar er nánast eins og aö vera inni i lifandi mannkynssögu- bók, þvi að þarna sér maður fræg atvik sögunnar fara fr.am á lista- verkum. Borgin var stofnuö á fimmtu öld, þegar Vandalar, Vest- og Austgotar yfirgáfu lönd sin i skelfingu og flýöu suður til Italiu meö villta Húna Atla konungs á hælunum. Þeirrændu og brenndu allt, sem þeir komu nálægt. Feneyjabúarnir, sem bjuggu á auöugum slettunum sunnan Dóló- mitafjalla, voru bókstaflega reknir á haf út. Þeir flýöu þorp sin út i ósa Pófljótsins. Þar heyröu þeir guölega rödd segja leiötoga þeirra að stiga upp i turn einn, sem var á staönum. Hann gerði svo og þaðan sá hann nokkuö, sem var eins og opinberun. Oti i lóninu voru margar fagrar eyjar, flatar og grænar, sem lágu svo lágt, að þær sáust ekki frá ströndinni. Feneyingarnir sigldu þarna út og byggðu hverja einustu eyju: Þar fengu þeir aö vera i friði fyrir barbörunum inni á landinu. Þarna uröu til borgirnar Feneyjar, Murano, Torcello, Chioggia og fleiri. Feneyjaborg er ekki ein eyja, heldur einar 120 og liggja ótal brýr á milli þeirra allra. Undir- staöan er ekki traust, en reknir voru niöur staurar og svo milljón- um skipti, bæöi til aö koma i veg fyrir aö sjávarstraumar skoluöu eyjunum I burtu og til aö mynda undirstööur húsanna. Þegar skömmu eftir stofnun borgarinnar var fariö að velja hertoga, sem sjá skyldi um aö stjórna þessu litla samfélagi. Fyrsta boöoröið var frelsi. ÞaÖ var aðalverkefni hertogans aö varöveita þaö frelsi, sem Feneyingar höföu öölazt meö þvl aö flýja út i hafiö. Hertoginn haföi mikil völd til aö stjórna öllu, svo aö til góös mætti veröa fyrir ibúana, en aö þvi kom, aö staöa hans steig honum til höfuös og valdafiknin varö of mikil. Þjóökjörin leiðtogi Eftir þvi sem Feneyjar stækkuöu og uxu aö auöi og völd- um varð staöa hertogans meiri. Feneyjar urðu stórveldi viö Miöjarðarhaf og höll hertogans stækkaöi aö sama skapi og varö veglegri en nokkur konungshöll. Hann varö brátt eins konar guð og kringum hann sköpuðust margs konar serimoniur. Peningar með mynd hans voru slegnir, hann gekk iklæddur gullsaumuöum skikkjum og hiröin var meiri en hjá nokkrum einvaldi. En Feneyingar elskuöu alla þessa dýrö, hún sýndi veldi þeirra auð- æfi og áhrif. En jafnframt þvi að þeir klæddu hertoga sina pelli og purpura, létu þeir þá ekki gleyma þvi aö þeir sátu einungis þarna af þvi aö fólkiö haföi valiö þá til þess. Meðan enski skólakennarinn fylgdi nemendum sinum um sali hallarinnar, sagöi hann þeim alla þessa sögu. Salirnir eru svo stórfenglegir, aö þaö er erfitt að lýsa þeim meö orðum. Höllin var ekki aöeins bústaður hertoganna, heldur einnig stjórnarsetur. Þama sat þingiö og dómstóllinn og þarna áttu allir æöstu em- bættismennirnir skrifstofur sinar. Ekki dugöi minna en allir fremstu listamenn, sem völ var á, til aö skreyta þessi hibýli. Iburöarmesti salurinn er Sala del Maggior Consiglio, þar sem mikilvægustu fundirnir voru haldnir, Hann er um 60 metra langur, 25 metrar á breidd og loft- hæöin er einir 15 metrar. Allt er skreytt með miklum útskurði, logagylltum og geysilegum mál- verkum eftir Veronese og Tintoretto. Allur vesturveggurinn er helgaður málverki Tintorettos: Paradis, sem lista- maðurinn gerði nálægt áttræöis- aldri. Þaö er eins og verkið sé lifandi. Andstæöa þessara glæsi- legu salarkynna er uppi undir þaki hallarinnar, þar sem eru hin alræmdu blýherbergi, litlir fangaklefar, þar sem pólitiskir óvinir lýöræöisins voru iokaöir inni. Fæstir sluppu þaöan lifandi, en einn þeirra fáu var hinn frægi ævintýramaöur Casanova. Sagan um dvöl hans þarna og flótta ber vott um frábæra þrautseigju, hugvit og snilli. Forhertari glæpamenn, svo sem ræningjar og nauðgarar voru, eftir að hafa fengiö dóm sinn i sölum hallarinnar, leiddir Framhald á bls. 39. Útsalan hefst á mánudag KVEN- OG BARNAFATADEILD: SKODEILD: Kjólar Peysur Pils Buxur Blússur Undirfatnaður Herraskór Kvenskór Barnaskór Stígvél Strigaskór Kuldaskór HERRA- OG DRENGJASKYRTUR Komið og gerið góð kaup AUSTU RSTRÆ n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.