Tíminn - 26.08.1973, Blaðsíða 18
18
TÍMINISr
Sunnudagur 26. águst 1973.
Menn og málofni
Kaupmátturinn og
þjóðartekjurnar
Frá loAnuvertl&inni. lilutur lo&nunnar I þjó&artekjunum er stör. Samt er spíft, a& vöxtur þjó&artekna
muni hægjast veruiega i þessu ári.
Út er komið á vegum Hag-
rannsóknadeildar Framkvæmda-
stofnunarinnar „Þjóðarbúskap-
urinn”, 3. hefti, yfirlit um afkomu
ársins 1972 og horfurnar á árinu
1973.
1 inngangi aö þessari skýrslu
Hagrannsóknadeildar segir:
„Þjóðarframleiðslan jókst um
6% á árinu 1972, en þjóðartekjur
nokkru minna, vegna óhagstæðr-
ar breytingar viöskiptakjara, eða
um rúmlega 5%. Þótt aukning
þjóöarframleiðslu og tekna hafi
þannig verið vel I meðallagi mið-
aö við reynslu siöustu tveggja
áratuga hér á landi og reyndar
meiri en i flestum nálægum lönd-
um, dró verulega úr hagvexti á
árinu 1972miðað við árin tvö næst
á undan.
Hægari vöxtur þjóöarfram-
leiöslu og þjóöartekna á árinu
1972 en árin 1970 og 1971 á sér
einkum tvær skýringar. Hin fyrri
er, að á árunum 1969-1971 var ver-
ið að vinna upp slaka i nýtingu
framleiðslugetu þjóðarbúsins, en
þegar leiö á áriö 1971, var fram-
leiðslukerfið að mestu fullnýtt og
þvi minna svigrúm til fram-
leiösluaukningar en áður, ekki
sizt eftir aö almenn stytting dag-
vinnutlmans var ákveðin I
desember 1971. Jafnframt tók a&
gæta á árinu 1971 og áfram 1972
áhrifa minnkandi þorskafla þrátt
fyrir aukna sókn. Hin meginskýr-
ing hxgari hagvaxtar er sú, að
viðskiptakjör þjóðarinnar rýrn-
uðu á árinu 19721 fyrsta skipti sfð-
an 1968, en höfðu á hinn bóginn
farið ört batnandi bsði 1970 og
1971. Viðskiptakjararýrnunin 1972
stafaði að miklu leyti af erlendum
gengisbreytingum tslendingum i
óhag á árunum 1971 og 1972.
Gengi flestra evrópskra gjald-
miöla, sem eru rikjandi I inn-
flutningsverðlagi, hækkaöi gagn-
vart islenzku krónunni og Banda-
rlkjadollar, en hann vegur þungt I
gjaldeyristekjum þjóöarinnar.
A árinu 1972 komu fram
skýr merki umframeftirspurnar,
sem ásamt kostnaöaráhrifum
kjarasamninganna i árslok 1971
og óvenjumiklum erlendum
veröhækkunum ' leiddu til mun
meiri almennrar ver
hækkunar en árið áður, eöa 16%
samanboriö viö 12% á mæli-
kvarða verðvisitölu þjóöarfram-
leiöslu. Þessi þróun fylgdi gamal-
kunnu mynztri, þar sem tekju-
auking sjávarútvegs veröur —
með nokkurri töf — aflvaki al-
mennrar efnahagsþenslu innan-
lands, sem leiðir til hækkandi
verðlags og framleiöslukostnaö-
ar, er ekki veröur aftur snúið,
þótt slái i baksegl hjá sjávarút-
veginum. A árinu 1972 fór saman,
aö allmikið dró úr hækkun út-
flutningsverölags og þorskafli
dróst saman, og á hinn bóginn
jókst almenn innlend eftirspurn,
og veröbólga rýröi samkeppnis-
stöðu útflutningsatvinnuveganna.
Þegar skyggnzt var fram á viö
um haustiö stefndi þetta misgengi
að versnandi viöskiptastöðu
þjóðarbúsins út á við og ótryggu
atvinnuástandi. Þessar horfur
voru ástæöa þess, að gengi krón-
unnar var lækkaö um 10,7% hinn
17. desember 1972.f
Hagvöxtur
hægist
Horfur eru á, að hagvöxtur
hægist enn á árinu 1973. Búizt er
vib, aö aukning þjóöarframleiöslu
geti oröiö 3-4%. A hinn bóginn er
nú fyrirsjánlegt, að viöskiptakjör
batna verulega á árinu 1973, þar
sem útflutningsverðlag hækkar
enn meira en ört hækkandi inn-
flutningsverðlag. Aukning
þjóðartekna gæti þvi oröiö 5-6%,
eð svipuð og 1972. Hér vegur
þungt góöur loðnuafli og afar hátt
verðlag á fiskmjöli og lýsi, en
einnig hagstæð þróun I verðlagi
þorskafurða. 1 ár gætir enn eöli-
legra takmarkana á framleiöslu-
getu. Framleiðsluöflin eru
fullnýtt, og horfur eru á, að
þorskafli minnki enn. Jarðeldur-
inn I Heimaey, sem gert hefur
mikilvægustu verstöð landsins
óstarfhæfa um sinn, sker&ir einn-
ig vaxtarmegin þjóðarbúsins.
Þótt vöxtur almennrar inn-
lendrar eftirspurnar ver&i mun
hægari 1973 en á næstliðnum ár-
um ber hagþróun fyrstu mánaða
þessa árs svip mikiis eftirspurna-
þrýstings. A sáma tima hafá ver-
ib skýr merki þess, aö veröbólga
innanlands væri aö magnast,
bæði vegna vixlhækkana verölags
og kaupgjalds af innlendum upp-
runa og af völdum sterkra verö-
bólguáhrifa erlendis frá vegna ört
hækkandi verðlags bæbi á útflutn-
ingi og innflutningi á heimsmark-
aði, en einnig I kjölfar gengis-
lækkunar krónunnar á siðata ári
og gengishækkana margra mikil-
vægra erlendra mynta gagnvart
Bandarlkjadollar.
Gengishækkunin
Gengishækkun krónunnar i
aprlllok um 6%), og slöar skráning
Islenzku kronunnar ofan viö hiö
leyföa 2,25% frávik frá stofngengi
með bráöabirgðalagaheimild sfö-
an i júnl, hafa hamlaö nokkuö
gegn þessari verölagsþróun,
ásamt þeim hliðarráðstöfunum,
sem fylgdu gengishækkuninni i
formi veröniöurfærslu, vaxta-
hækkunar og aukinnar innláns-
bindingar. A hinn bóginn er þegar
ljóst, aö veröbólga veröur I enn
rikari mæli en fyrr helzta efna-
hagsvandamál ársins 1973.
Ver&hækkunin milli 1972 og 1973
er áætlub 23% á mælikvar&a
verövisitölu þjóbarframleibslu. 1
þessari þróun veldur miklu
óvenjulega mikil verðhækkun
innflutnings i erlendri myht, sem
nú er áætluö nálega 10%, auk þess
sem sifelldar gengisbreytingar
erlendis hafa valdiö verulegum
veröhækkunum hér á landi. Hins
vegar er vafalaust, ab verb- og
tekjumyndunarkerfiö og þróun
eftirspurnar innanlands á hér
stærstan hiut ab máli.
Verulegar veröhækkanir á fisk-
afuröum undanfarna mánuði
valda þvi. að horfur um afkomu
sjávarútvegs og greiöslujöfnuð
við útlönd fyrir áriö I ár eru betri
en búizt haf&i veriö viö i upphafi
ársins og fela i sér nokkurn bata
frá fyrra ári. A hinn bóginn getur
hin öra veröbólguþróun innan-
lands á siöustu mánuöum stefnt
hvoru tveggja i hættu þegar fram
i sækir, greiöslujöfnuði og sam-
keppnisstööu útflutnings og ann-
arra greina, sem mæta erlendri
samkeppni — ekki sizt út-
flutningsiönaöar — og þjónustu-
greina sem ekki hafa notiö er-
lendra verðhækkana til jafns viö
sjávarútveg.
Þrálát verðbólguþróun hér á
landi siðustu 35 árin sýnir glöggt,
hve erfiðlega hefur gengið að
hafa i senn hemil á verðbólgunni
og tryggja stöðuga framleiöslu og
atvinnu. t reynd hefur viöfangs-
efni efnahagsstefnu oftast veriö
val milli mismunandi leiöa til
þess að ey&a óæskilegum áhrifum
ver&bólgúnnar fremur en val
milli veröbólgu og veröfestu.
Arangursrikt andóf gegn
Verðbólgu hlýtur ab byggjast á
samstilltum aðgerðum á svi&i
launa-og verölagsmála, fjármála
rikisins og annarra opinberra aö-
ila og gengis-, peninga- og lána-
mála.
Hinir almennu kjarasamning-
ar, sem standa fyrir dyrum i
haust — bæöi milli ASt og vinnu-
veitenda og BSRB, BHM og ríkis-
ins — ráöa miklu um þab, hvernig
til tekst i þessum efnum á árinu
1974”.
18.2% kaup-
máttaraukninq
1972
Um þróun tekna og verölags á
árinu 1972 segir I töflu á bls. 30 i
skýrslunni, aö kauptaxtar laun-
þega hafi hækkað um 27,5% á ár-
inu 1972, en heildaratvinnutekjur
einstaklinga um 30,5%.
Kaupmáttur atvinnutekna hafi
aukizt um 18,2% á árinu 1972 mið-
aö við framfærslukostnaö, og
kaupmáttur „ráöstöfunartekna
heimilanna" um 12.5% miðaö viö
verölag vöru og þjónustu.
I skýrslunni er bent á, aö á ár-
unum 1970 til 1972 hafi kaupmátt-
ur rá&stöfunartekna heimilanna
aukizt um tæp 50% miöaö viö
visitölu vöru og þjónustu, en á
sama timabili hafi vergar þjóöar-
tekjur aöeins aukizt um 30%,
þannig a& kaupmáttur tekna ein-
staklinga og einkaneyzla hafi
þannig aukizt mun meira en
þjóöartekjur og sé munurinn
einkum verulegur á árinu 1972.
Kaupmátturinn
vex hraðar en
þjóðartekjurnar
Þetta sýnir, aö kaupmætti
tekna einstaklinga hefur veriö
haldib hærri en aukningu þjóöar-
tekna hefur numiö, en sliku
ástandi er ógerlegt að viðhalda
um lengri tima án þess aö verð-
bólguþróun veröi Veruleg.
Eins og fram kom hér i upphafi
hefur á móti blásiö á þessu ári og
aukning þjó&artekna enn hægt á
sér, en aukning þjóöarframleiösl
unnar var 6% á árinu 1972. A þvi
ári minnkaöi magn sjávaraflans
og enda þótt útflutningsverðlag
sjávarafurða hækkaöi aö meöal-
tali um 10% á þvi ári, dró veru-
lega úr vexti útflutningstekna
sjávarútvegsins.
I skýrslunni segir, aö heldur
horfl dauflega meö þorslcveiöar á
þessu ári og megi þvi búast viö,
aö úr vexti þjóöarframleiöslu
dragi i árinu 1973. Sú skeröing
framlei&slugetu sjávarútvegs og
þjó&arbúsins i heild, sem eldgosið
á Heimaey valdi, setji vexti
þjóöarframleiðslunnar enn
þrengri skor&ur á þessu ári. Þessi
áhrif séu aö visu afar vandmetin.
Ef eldgosið hef&i ekki komiö til
hef&i mátt búast vib 4-5%
aukningu framleiöslugetu á árinu
1973, en vegna eldgossins geti
þessi tala lækkaö um 1-1,5%.
Verðlags- og
tekjuþróun 1973
Um verölags- og tekjuþsóun á
árinu 1973 segir m.a. i skýrsl-
unni:
„Nú er spáö heildarveröhækk-
un innflutnings i erlendri mynt
um 9-10% milli ársmeöaltals 1972
og 1973. Þetta er mun meiri
verðhækkun en spáö var við upp-
haf ársins, en þaö stafar aöallega
af mjög miklum veröhækkunum
ýmissa mikilvægra vöruflokka á
fyrstu mánuðum þessa árs, svo
sem timburs, járns og stáls,
pappirs, kornvöru, sykurs, kaffis
o.fl. Búizt er viö nokkru minni al-
mennri veröhækkun innfiuttrar
neyzluvöru, en þó er nú spáö aö
ver&lag innfluttrar neyzluvöru i
erlendri mynt hækki um 7-8% á
þessu ári, en viö þaö bætast 2
1/2—3 1/2% ofan á heildarhækkun
neyzluvöruverölags. Auk þess eru
ýmsar erlendar ver&hækkanir á
si&asta ári, sem koma. ekki inn i
visitöluna fyrr en I ár, og jafn-
gilda þær sennilega um 1/2%
ver&hækkun.
Hinn 1. marz sl. hækka&i kaup-
Iag almennt um 12-13% vegna
umsaminnar hækkunar grunn-
kaups og hækkunar kaupgrei&slu-
visitölu, og hinn 1. júni hækkaöi
kaup um rúmlega 5% viö hækkun
kaupgreibsluvísitölu. Mjög er
erfitt aö meta áhrif hækkunar
launakostnaöar á ver&lag, en
lauslegar áætlanir, sem byggöar
eru á sambandi launakostnaöar-
hækkana og verölags undir mikl-
um eftirspurnarþrýstingi, benda
til hækkunar neyzluvöruverös af
þessum sökum um 9-10% yfir ár-
iö. Eru þá me&talin áhrif frekari
kauphækkana yfir áriö i hátt viö
hækkanir framfærsluvisitölu (F-
visitölu), samkvæmt verð-
tryggingarákvæðum nær allra
núgildandi kjarasamninga, en
einnig gætir hér áhrifa
kauphækkana á si&asta ári. sem
komu seinna fram I verðlagi en
ella vegna verðstöðvunar á siðari
hluta árs i fyrra. Eins og þegar
var getiö, eru allar veröhækkanir
háöar samþykki Verðlagsnefndar
og endanlega rikisstjórnarinnar
og tæti þessi meðferð verölags-
mála haft áhrif á tlmasetningu
meiri háttar veröákvaröana. 1
verðlagsspánni, sem hér fer á eft-
ir, er gert ráð fyrir, að þetta fyr-
irkomulag haldist óbreytt. Þróun
neyzluvöruverðlags mun einnig
ráöast af breytingum óbeinna
skatta og niðurgreiðslna. Hinn 21.
desember sl. var útsöluverö
áfengis hækkað um 30% og verð á
tóbaki um 22%, sem olli um 1,4%
hækkun neyzluvöruverðlags, en
I maibyrjun sl. var verð á tóbaki
lækkað um 5%. Hinn 1. janúar var
bensingjald hækkaö um 25%, sem
haföi i för með sér hækkun vísi-
tölu neyzluvöruverös um 0,2%.
Hinn 1. marz var söluskattur
hækkaöur um 2 stig til tekjuöflun-
ar fyrir Viölagasjóö, en þetta
haföi i för meö sér hækkun
neyzluvöruverðs um 1 1/2%, sem
ekki skyldi reiknað i kaup-
greiösluvisitölu. Niðurgreiðslur
voru stórlega auknar á sl. ári i
sambandi við hinar timabundnu
efnahagsrá&stafanir, ■ sem
ákveönar voru meö bráðabirgða-
lögum I júlí. Niöurgreiöslur voru
siöan auknar i desember sl. og i
janúar á þessu ári, en þær breyt-
ingar voru einungis I gildi til
febrúarloka. I júnibyrjun voru
niöurgreiöslur auknar á ný til
þess aö draga úr hækkun kaup-
greibsluvisitölu. Ekki er hér gert
ráö fyrir frekari breytingum niö-
urgreiöslna á þessu ári.
grei&slna á þessu ári.”
Orsakir verð-
hækkananna
1 töflu um spá um þróun visitölu
vöru og þjónustu frá 1. nóv 1972
til l. nóv. 1973 þar sem spáö er
22% heildarhækkun á verölagi á
þessu timabili, kemur i ljós, a& 9
af þessum 22% stafa af gengis-
breytingum og hækkun á vöru-
veröi erlendis. 3% eru vegna
hækkunar á áfengi og tóbaki,
fjáröflun til vegasjóös og fjáröfl-
un til Vi&lagasjó&s. Þá eru eftir
10% af þessum 22 og stærsti þátt-
urinn þar er launakostnaöar-
breytingar, sem koma inn I verö-
lagið, þar á meðal verðlags-
uppbætur á laun.
Þá segir I skýrslunni:
„Spárnar um breytingar tekna
og verölags fela i sér um 22%
hækkun kauptaxta milli ársmeö-
altala 1972 og 1973 (26% yfir áriö
1973) og aukningu sjómannatekna
um meira en 30%. Gert er ráö fyr-
ir, aö abrar atvinnutekjur aukist i
hátt viö hækkun kauptaxta, en
tekjur bænda eru t.d. tengdar
breytingum kauptaxta meö
reglubundinni endurskoöun bú-
vöruverös. Nær allar tilfærslur
frá tryggingakerfinu aö unda-
teknum fjölskyldubótum eru nú
tengdar breytingum kauptaxta.
Sé gert ráö fyrir, aö fjölskyldu-
bætur lækki ekki á þessu ári frá
þvi, sem þær voru ákveönar frá
og meö mai, veröur me&alhækk-
un fjölskyldubóta milli 1972 og
1973 mun meiri en áætluö hækkun
kauptaxta á árinu. Viö tekju-
tilfærslur bætast a& auki styrkja-
grei&slur Viölagasjóös til Vest-
mannaeyinga til aö bæta þeim
upp þann tekjumissi, sem þeir
veröa fyrir vegna eldgossins. I
heild er þvi spáb, aö brúttótekjur
einstaklinga, aö me&talinni fólks-
fjölgun, munu aukast um 26% á
árinu 1973 og ráöstöfunartekjur
um 24%”.
t spá um þróun verðlags- og
kauplags á þessu ári og aukningu
kaupmáttar er niöurstaöan sú,
að gert er ráð fyrir aö heildarat-
vinnutekjur einstaklinga hækki
um 24,5% á árinu og kaupmáttur
þessara atvinnutekna um 6,4%
miðaö við visitölu framfærslu-
kostnaöar. Hins vegar er áætlaö
aö ráöstöfunartekjur heimilanna
vaxi á þessu ári aðeins um 3,3%.
Sé litiö á aukningu kaupmáttar
atvinnutekna einstaklinga, miöaö
viö framfærsluvisitölu á árinu
1972 og 1973, fyrstu heilu árum
núverandi rikisstjórnar, kemur i
ljós, aö hann mun vaxa á þessu
tveggja ára timabili skv. spá
Hagrannsóknadeildar um 25,7%.
— TK.