Fréttablaðið - 11.09.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 11.09.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS verður með opið hús í Háskólabíói klukk- an eitt í dag. Þar munu Birta og Bárður úr Stundinni okkar í Sjónvarpinu kynna dagskrá fyrir alla fjölskylduna. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG INNIVEÐUR ALLA HELGINA Það má búast við fremur hægum vindi fram eftir degi en þá bætir nokkuð í vind. Rigning sunnan- og vestanlands. Sjá síðu 6 11. september 2004 – 247. tölublað – 4. árgangur AÐILD EKKI ÚTILOKUÐ Halldór Ásgríms- son, utanríkisráð- herra segir „ábyrgð- arleysi“ að útiloka aðild að Evrópu- sambandinu. Hann líkir þó enn sjávarútvegsstefnu sambands- ins við „nýlendustefnu.“ Sjá síðu 2 Á SLÓÐ LYKILSINS Lesendur falla hver um annan þveran yfir bókinni Da Vinci lykillinn. Nú ferðast þeir á staðina sem þar koma við sögu. Margir í ferða- þjónustu fagna en aðrir eru allt annað en sáttir. Sjá síðu 4 MINNI VERÐBÓLGA Verðbólga virðist fara minnkandi. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,43 prósent frá því í ágúst, sem er heldur minni hækkun en greiningar- deildir bankanna gerðu ráð fyrir. Sjá síðu 6 SIGURINN NÆRRI Þremur árum eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum segir næstæðsti maður al-Kaída sigurinn nærri í Írak og Afganistan. Eftirlifendur og aðstandendur látinna eiga enn um sárt að binda. Sjá síðu 8 59%74% Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 Stórsveit Nix Noltes: ● einbeitir sér að tónlist balkanskaga Íslensk hljómsveit SÍÐA 34 ▲ ● bílar Volkswagen bjallan eftirminnileg Hjálmar Hjálmarsson: ● fær fólk til að gera ótrúlega hluti Gríndávaldur Sailesh: ▲ SÍÐA 38 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Davíð Oddsson hefur myndað fjórar ríkisstjórnir frá því að hann var kjörinn á þing í apríl 1991. Tuttugu og níu ráð- herrar hafa setið í stjórnum hans. 29 ráðherrar Davíðs: VIÐSKIPTI Norðurljós hafa keypt 35 prósenta hlut í Og Vodafone fyrir rúma fimm milljarða króna. Selj- andi er fyrirtæki Kenneth Peter- son, CVC. Þar með eru Norðurljós aftur þátttakandi á símamarkaði eftir nokkurt hlé. Félagið átti hlut í Tali sem sameinaðist Íslandssíma undir merkjum Og Vodafone. „Okkur bauðst þetta og við telj- um þetta góðan fjárfestingarkost. Þetta er flott fyrirtæki sem hefur gengið vel í samkeppni og við telj- um að það eigi sér bjarta framtíð,“ segir Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir fjarskipta- og fjöl- miðlafyrirtæki eigi mikla samleið. „Enginn spurning er að þróunin verður sú að ljósvaka- og fjölmiðla- fyrirtæki eigi mjög nána samleið. Með þessu erum við komin með ná- inn samstarfsaðila við þessa upp- byggingu.“ Norðurljós slitu í sumar viðræð- um við Símann um dreifingu staf- ræns efnis. Í kjölfarið keypti Sím- inn sýningarrétt á enska boltanum og fjórðungshlut í Skjá einum. Skarphéðinn segir greinilegt að fleiri hugsi um samspil fjarskipta- fyrirtækja og fjölmiðla með svip- uðum hætti. Með sölu hlutarins í Og Vodafo- ne hefur Kenneth Peterson selt stærstu eignir sínar hér. Fyrr á árinu seldi hann hlut sinn í Norður- áli sem var upprunaleg fjárfesting hans hér á landi. Bjarni Þorvarðar- son stjórnarformaður Og Vodafone og samstarfsmaður Petersons segir söluna ekki þýða að Peterson horfi ekki lengur til fjárfestinga hér. „Við höfum hins vegar lýst því yfir að við höfum áhuga á fjar- skiptafyrirtækjum.“ Stíll Kenneths Petersons í fjárfestingum hefur gjarnan verið sá að kaupa góð fyrirtæki sem eru ódýr vegna lægð- ar á markaði. Aðspurður segir Bjarni að það samræmdist ekki þeirri stefnu að selja Og Vodafone til að taka þátt í kaupum á Símanum þegar hann verður seldur miðað við það verð sem rætt hefur verið um. haflidi@frettabladid.is Eignast ráðandi hlut fyrir fimm milljarða Norðurljós hafa tryggt sér þriðjungs hlut í Og Vodafone. Stjórnarformaður Norðurljósa segir ljósvaka og fjölmiðlafyrirtæki munu eiga mikla samleið. Seljandi er Kenneth Peterson sem selt hefur allar helstu eignir sínar hér á landi. SÍÐUR 22 & 23 ▲ Fréttablaðið fékk valinkunna Íslendinga til að segja lesendum frá því hvað þeir hefðu viljað vita um tvítugt, sem lífs- reynslan hefur kennt þeim síðan. Þegar ég var tuttugu: SÍÐUR 24 & 25 ▲ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. SAMGÖNGUMÁL Sundabrautin leysir ekki umferðarvandann á gatnamót- um Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar og því nauðsynlegt að fara í framkvæmdir við gatnamótin, segir Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar, segir að ekki verði ráðist í gerð mislægu gatna- mótanna á næstu árum því Sunda- braut verði í forgangi. Sturla fagnar því að borgin vilji fara í gerð Sundabrautar, en hafa verði samráð við öll sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu um forgangsröðun. „Ég lít nú svo á að útspil Árna verði að skoða í því ljósi að um þetta hefur ekki, að því er ég best veit, verið tekin ákvörðun hjá Reykjavíkurborg eða nágranna- sveitarfélögunum,„ segir Sturla. „Sundabraut er risaverkefni sem auðvitað verður tekið í áföngum. Óhjákvæmilegt er að gera ein- hverjar endurbætur á gatnamót- um Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar og mjög erfitt verður að afgreiða samgönguáætlun án þess að taka eitthvert tillit til að- stæðnanna sem þar eru. Borgin hefur hins vegar heilmikið um það að segja hvernig skipulagið verður þar, en ég held að erfitt verði að líta alveg framhjá um- ferðarþunganum sem þar er.“ ■ Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar: Ráðherra kallar á endurbætur Keflavík: Lést í átökum við lögreglu MANNSLÁT 33 ára maður lést í átök- um við lögregluna í Keflavík á fimmtudag. Lögregla hafði farið að heimili mannsins eftir að tilkynnt hafði verið um föður hans, í annar- legu ástandi og illa til reika. Tveir menn frá ríkislögreglu- stjóra voru fengnir til að rannsaka vettvanginn. Karl Hermannson, yfirlögregluþjónn í Keflavík, segir öll gögn málsins hafa verið send til ríkissaksóknara og hefur málið verið falið lögreglunni í Reykjavík til rannsóknar. Hörður Jóhannes- son, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir engan grun vera um harð- ræði af hálfu lögreglunnar. Á þessu stigi beinist rannsóknin fyrst og fremst að því hvað gerðist og hver dánarorsök mannsins var. Sjá síðu 6 VIÐ TÚNGÖTU Í KEFLAVÍK Linda Björk Gylfadóttir, nágranni við Túngötu í Keflavík, bendir á húsið og lóðina þar sem maður lést í höndum lögreglu á fimmtudag. Landssímamálið: Kennir fjöl- miðlum um DÓMSMÁL Sveinbjörn Kristjáns- son, fyrrverandi aðalgjaldkeri Símans, telur fjölmiðla hafa haft áhrif á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Landssímamál- inu. Í lesendabréfi sem hann skrifar í blaðið í dag segist hann sáttur við dóminn sem hann fékk. Hins vegar hafi aðrir hlotið harða dóma án þess að sekt þeirra væri sönnuð. Sveinbjörn telur dómstóla hafa látið undan þrýstingi fjöl- miðla sem hafi misnotað vald sitt í umfjöllun um málið. Hann segir almenningsálitið hafa snúist gegn saklausu fólki og að vondur dómur hafi verið felldur. Sjá síðu 16

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.