Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.09.2004, Qupperneq 10
10 11. september 2004 LAUGARDAGUR ÍSRAEL, AP Ísrael er á barmi borg- arastyrjaldar vegna áforma Ariels Sharon forsætisráðherra um að flytja ísraelska landtöku- menn frá Gaza-svæðinu, að sögn forystumanna landtökumanna. „Tvennt getur gerst ef þessar áætlanir verða framkvæmdar án þess að þær verði bornar undir ísraelsku þjóðina í kosn- ingum,“ sagði Eliezer Hasdai, einn forystumanna landtöku- manna. „Annar kosturinn er að hermenn og herforingjar neiti að flytja fólk frá heimilum sínum. Hinn kosturinn er aug- ljóslega borgarastyrjöld í ein- hverri mynd,“ sagði hann. „Ef einhver dirfist að koma og snerta við gröf dóttur minnar, hvort sem það er óbreyttur her- maður eða yfirmaður hersins, þá skýt ég hann,“ sagði Hasdai í við- tali við dagblaðið Maariv í Ísrael. Sharon segist hins vegar í engu ætla að breyta stefnu sinni. „Áætlunin verður fram- kvæmd hvað sem öðru líður,“ sagði hann í viðtali við dagblað- ið Jerusalem Post. Sharon hefur mætt mikilli mótstöðu við áætl- unina um brotthvarf frá Gaza, ekki síst í sínum eigin flokki. Ungliðar í flokki hans bauluðu á hann á fundi og kröfðust afsagn- ar hans. ■ HÁSKÓLINN Þrír menn hafa óopin- berlega lýst því yfir að þeir hafi hug á að sækja um stöðu rektors Háskóla Íslands þegar Páll Skúla- son lætur af störfum næsta vor. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa þeir Ágúst Einars- son, prófessor og fyrrverandi for- seti viðskipta- og hagfræði- deildar, Einar Stefánsson, pró- fessor í læknadeild, og Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum, lýst því yfir í góðra vina hópi að þeir hyggist sækjast eftir stöðunni. Það ber þó að taka fram að umræðan um þessi mál er rétt að hefjast þannig að líklegt er að enn fleiri nöfn eigi eftir að koma fram í dagsljósið þegar nær dregur kosningunum. Nafn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja nánast útilokað að Hannes Hólm- steinn gefi kost á sér þar sem hann hafi nánast ekkert bakland í háskólasamfélaginu. Hann sé of pólitískur. Þegar um sé að ræða stöðu rektors gangi það ekki að sá sem gegni þeirri stöðu sé mjög umdeildur. Mikilvægt sé að sem mest samstaða sé um rektor Háskóla Íslands. Heimildir Fréttablaðsins telja ennfremur ólíklegt að Sigurður Brynjólfsson, prófessor í verk- fræði, fari fram. Vésteinn Ólafs- son, prófessor í íslenskum bók- menntum og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, bauð sig fram árið 1997 og er talið fremur ólíklegt að hann gefi aftur kost á sér í mars. Þá er talið fremur ólíklegt að Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlis- fræði, bjóði sig fram því hann á mjög stuttan starfsaldur eftir. Heimildir blaðsins telja einnig ólíklegt að Þórólfur Þórlindsson gefi kost á sér. Menntamálaráðuneytið mun auglýsa stöðu rektors lausa til umsóknar í janúar og rennur um- sóknarfrestur út eigi síðar en sex vikum fyrir kjördag, en kosið verður um miðjan mars. Prófess- orar eða dósentar sem ráðnir eru ótímabundið við háskólann geta aðeins boðið sig fram til rektors. Kosið verður í almennum kosn- ingum þar sem allir innan háskóla- samfélagsins hafa atkvæðisrétt. Atkvæði fólks hefur hins vegar mismunandi vægi. Þannig gilda atkvæði háskólakennara og sér- fræðinga og annarra þeirra starfs- manna sem hafa háskólapróf, sem 60 prósent greiddra atkvæða. Atkvæði stúdenta gilda sem 30 prósent greiddra atkvæða og atkvæði annarra atkvæðisbærra aðila gilda sem 10 prósent greiddra atkvæða alls. trausti@frettabladid.is Hundapestin: Parvo-sýking talin líkleg HUNDAHALD Út frá einkennum og niðurstöðum rannsókna á sýnum úr hundum með illvíga niðurgangspest er líklegast að um smáveirusótt sé að ræða sem orsakast af parvo- veiru. Þetta var niðurstaða fundar sjálfstætt starfandi dýralækna, hér- aðsdýralækna og sérfræðinga frá Keldum í gær. Nokkrir tugir hunda hafa veikst en aðeins örfáir hafa drepist. Fjórir hundar hafa verið krufðir og var parvo-sýking staðfest. Áfram verður fylgst með framgangi veik- innar. Yfirdýralæknir hvetur fólk til að gæta að bólusetningu hunda sinna og leita ráða dýralækna. ■ Skeifan 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is BabySam verður 3ja ára þann 13. september n.k. og af tilefni þess munum við veita 10% af öllum vörum okkar þessa helgi. 3ja ára Skeifan: Laugardag 10-16 Smáralind: Laugardag 11-18 Sunnudag 13-18 ...20 Gbyte SKRIÐDREKAR Á FERÐ Neiti landtökumenn að yfirgefa landnema- byggðir á Gaza á herinn að flytja þá nauð- uga á brott. Landtökumenn segja það geta leitt til borgarastríðs. Forystumönnum landtökumanna er heitt í hamsi: Vara við borgarastyrjöld MENNTAMÁLARÁÐHERRA Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, að undangengnum almennum kosningum í háskólanum. STARF REKTORS Háskólarektor er yfirmaður stjórn- sýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofn- unum innan háskólans og utan. Hann hefur almennt eftirlit með allri starfsemi háskólans, þar með talið ráðningar- og fjármálum ein- stakra deilda og stofnana. Rektor á frumkvæði að því að háskóla- fundur marki heildarstefnu í mál- efnum háskólans. Á milli funda háskólaráðs fer rektor í umboði þess með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans. Heimild: Lög um Háskóla Íslands Þrír sækjast eftir stöðu rektors Þrír prófessorar við Háskóla Íslands hafa þegar lýst því óopinberlega yfir að þeir hafi hug á að sækjast eftir stöðu rektors. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er talinn of pólitískur og þar af leiðandi umdeildur í starfið. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ MEÐ OKKUR EÐA HRYÐJUVERKA- MÖNNUM? Um þúsund Rússar mótmæltu fyrir framan breska og bandaríska sendiráðið í Moskvu. Fólkið sakaði stjórnir landanna tveggja um tvískinnung í baráttunni gegn hryðju- verkum en bæði ríki hafa veitt tsjetsjensk- um forystumönnum hæli. Á MÁNUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.