Fréttablaðið - 11.09.2004, Page 11

Fréttablaðið - 11.09.2004, Page 11
11LAUGARDAGUR 11. september 2004 ■ EVRÓPA                    ! " #$ %"  $""  & '(  $ ) # & ...30 tíma spilun GÍSLARNIR ENN Á LÍFI Frönsku blaðamennirnir sem voru teknir í gíslingu eru að öllum líkindum enn á lífi að sögn Michel Barnier, utanríkisráð- herra Frakklands. Franskir ráðamenn vilja sem minnst segja um málið þar sem þeir óttast að það dragi úr möguleik- um á lausn gíslanna. SJÖ FÉLLU Í BARDÖGUM Tyrk- neskir hermenn felldu fjóra kúrdíska uppreisnarmenn í bar- dögum í austurhluta Tyrklands í gær. Þrír hermenn féllu fyrir hendi Kúrdanna. Frá 1. júní í sumar hafa alls 65 Kúrdar og 25 tyrkneskir hermenn og lög- reglumenn fallið í bardögum og árásum. Réttarhöld: Málaliði sakfelldur SIMBABVE Breski málaliðinn Simon Mann, sem stjórnvöld í Miðbaugs-Gíneu sökuðu um að leiða hóp málaliða sem áttu að steypa þeim af stóli, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að kaupa vopn ólöglega. Dómurinn var kveðinn upp í fangelsi í Simbabve en í honum var ekkert tekið á ásökunum um fyrirhugað valdarán. Alls voru 64 málaliðar og áhöfn flugvélar sem flutti þá handtekin á leið til Miðbaugs- Gíneu eftir að mikið magn vopna fannst í flugvélinni. Sonur Margrétar Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands, hefur verið sakaður um að taka þátt í fjármögnum verkefnisins. ■ MICHAEL MANN Mann hefur verið í fangelsi í hálft ár og verður þar í sjö ár enn. Lestarslys: Tveir létust SVÍÞJÓÐ Tveir létust og 47 slösuð- ust, þar af fjórir alvarlega, þegar lest lenti í árekstri við flutningabíl í Nosaby skammt frá Kristianstad í Suður-Svíþjóð. Einum af þremur vögnum lest- arinnar hvolfdi við áreksturinn og var í fyrstu óttast að fólk kynni að hafa lent undir vagnin- um. Síðar um daginn kom þó í ljós að svo hafði ekki verið. Nokkrir skorðuðust fastir og þurftu á hjálp að halda til að komast út úr flaki lestarvagns- ins. Fjölmennt björgunarlið var sent á vettvang sem hjálpaði fólki á slysstað og fluttu þá sem á þurftu að halda á sjúkrahús. ■ LANDBÚNAÐUR Embætti yfirdýra- læknis hefur borist til eyrna að brotalamir kunni að hafa orðið í flutningum sauðfjár milli lands- hluta í sláturhús, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, sér- fræðings embættisins í sauðfjár- sjúkdómum. Sigurður segir að vegið sé að vörnum við riðu, garnaveiki og ýmsum smitsjúkdómum sem embættið er að reyna að útrýma þegar óvarlega er farið í flutn- ingunum. „Féð er flutt langar leiðir og milli landshluta. Farið er bæ af bæ, jafnvel úr einu hólfi í annað með mismunandi smitstöðum og stórir miklir bílar sem bakka upp að bæjardyrunum þar sem óhreinindin leka af bílunum,“ segir Sigurður og skorar á slát- urleyfishafa og bílstjóra að sjá til þess að farið sé að reglum og bílar sótthreinsaðir þegar farið er á milli hólfa. „Ég skora á dýra- lækna að fylgjast með þessu og bændur að láta vita ef ekki er staðið að þrifnaði bíla með viðun- andi hætti.“ Sigurður telur hætt- una á að slegið sé slöku við í þrifnaði bíla aukast eftir því sem líður á sláturtíðina því þá sé ver- ið að sækja færri kindur og því freistingin meiri að fara víðar og nýta ferðir. ■ Héraðsdómur Reykjavíkur: Sektað fyrir kannabisrækt DÓMSMÁL Tveir menn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir til að greiða hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt fyrir að rækta kannabisplöntur í Súðarvogi í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík haldlagði 89 kannabisplöntur, 8,39 grömm af maríjúana og 6,96 grömm af kanna- bisfræjum í húsnæði mannanna í byrjun júní í fyrra. Mennirnir játuðu brot sín, en þeim var virt til refsiþyngingar að þeir frömdu brot sitt í sameiningu. Greiði þeir ekki sektina innan fjögurra vikna þurfa þeir að sitja í fangelsi í 32 daga. Dómurinn var upp kveðinn í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. ■ Smithætta í sauðfjárflutningum: Reglur um smitgát brotnar SIGURÐUR SIGURÐARSON „Langar ferðir í sláturhús reyna á skepnur og líklegt að afurðirnar verði verri,“ segir Sigurður Sigurðarson, sérfræðingur yfir- dýralæknisembættisins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.