Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 12
Sænsk gagnrýnisgleraugu
Umræðan um KB banka í Svíþjóð hefur
snúist við undanfarin misseri. Neikvæð-
ar raddir hafa hljóðnað og fleiri bæst í
þann hóp sem líta með velþóknun á
starfsemi bankans. Sænski konungur-
inn sá a.m.k. ástæðu
til að sæma for-
svarsmenn bank-
ans orðu fyrir fram-
lag þeirra til við-
sk ip tasamsk ip ta
þjóðanna. KB banki
hefur hækkað mest
allra fyrirtækja á
sænska mark-
aðnum að und-
anförnu. Úr-
töluraddir eru
þó ekki allar þagnaðar. Pistlahöfundur
Svenska Dagbladet veltir fyrir sér hvort
danski bankinn FIH hafi verið of dýru
verði keyptur og hvort KB banki ráði við
kaup á breska bankanum Singer og
Friedlander. Nokkuð sem fáir efast um
á Íslandi. Svíar munu hins vegar eflaust
klóra sér í hausnum yfir vexti bankans
og viðgangi, enda þekktir fyrir að hafa
gagnrýnisgleraugun jafnan á nefinu;
ekki síst þegar smærri nágrannar eiga í
hlut.
Engin biðröð
Erlendir fjárfestar sitja ekki
um kaup á hlutabréfum í
íslenskum fyrirtækjum.
Íslenski markaðurinn
hefur hækkað meira en
flestir markaðir í nágrannaríkjum. Að
undanförnu hafa erlendir fjárfestar
veirð að auka eign sína í Össuri. Fyrir
eru erlendir fjárfestar stærstir í Bakka-
vör og KB banka. Erlend eign í þessum
fyrirtækjum hefur reynst þeim vel. Það
er því kannski ekki að undra að Þor-
steinn Már Baldvinsson og fleiri íslensk-
ir útgerðarmenn horfi löngunaraugum
til þess að útlendingum verði leyft að
fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Í flest-
um tilvikum hafa útlendingar eignast
hlut í íslenskum fyrirtækjum með kaup-
um íslenskra fyrirtækja á erlendum. Það
er því fátt sem bendir til þess að löng
biðröð myndist ef stjórnvöld heimila út-
lendingum að fjárfesta í íslenskum sjáv-
arútvegi.
Í dag eru þrjú ár liðin frá grimmi-
legasta hermdarverki sem framið
hefur verið á bandarískri grund.
Nær 3.000 manns létu lífið í
árásinni á Pentagon og tvíbura-
turnana á Manhattan, þar af
nokkur hundruð útlendingar.
Óhætt er að fullyrða að enginn at-
burður frá falli Sovétríkjanna ein-
um áratug fyrr hafi haft svo mikil
og gagnger áhrif á framvindu
heimsmála sem þessi.
Svo vildi til að þá var við völd í
Bandaríkjunum forseti sem hafði
eitthvert hæpnasta umboð sem
nokkur Bandaríkjaforseti hefur
haft frá þjóð sinni frá upphafi
vega: George W. Bush hafði minni-
huta heildaratkvæðafjölda á bak
við sig, úrslitin ultu á nokkrum
hundruðum atkvæða í Flórída, ríki
þar sem bróðir hans réði ríkjum og
stjórnaði atkvæðatalningu. Loks
varð Hæstiréttur að skerast í leik-
inn og lýsa Bush réttkjörinn.
Flestir fréttaskýrendur töldu að
þessi forseti mundi einbeita sér að
málum sem víðtæk samstaða
beggja stóru flokkanna gæti orðið
um, hann yrði atkvæðalítill bæði
innanlands og utan.
Atburðirnir 11. september ger-
breyttu þessu. Allur heimurinn
taldi eðlilegt að Bandaríkjamenn
réðust inn í Afganistan eftir að
stjórnvöld þar höfðu neitað kröfu
þeirra um að framselja ódæðis-
manninn Osama bin Laden. En
þrátt fyrir það alsjáandi auga sem
Bandaríkjamenn hafa komið fyrir
úti í geimnum, og telja að geri sér
kleift að fylgjast með öllu á yfir-
borði jarðar, smaug bin Laden úr
greipum þeirra og er ófundinn enn!
Af 19 ódæðismönnum sem
rændu flugvélunum þremur sem
flugu á turnana og Pentagon voru
að minnsta kosti 15 frá Sádi-
Arabíu. Enginn þeirra var frá Írak.
Samt fór gífurleg áróðursmaskína í
gang til að tengja Írak við al Kaída
og gera landið þannig að réttmætu
skotmarki fyrir hefndarhug Banda-
ríkjamanna. Jafnframt var með sí-
vaxandi þunga fullyrt að Saddam
Hússein – (Hitler nútímans) - byggi
yfir gereyðingarvopnum, sem
hann gæti skotið á Vesturlönd
hvenær sem væri með 45 mínútna
fyrirvara. Hver sem dró þetta í efa
var stimplaður vinur Saddams, og
ef ekki landráðamaður þá nytsam-
ur sakleysingi, sem léti óvini lýð-
ræðis, frelsis og kristinna gilda
nota sig til að grafa undan grund-
velli vestrænna stjórnarhátta.
Bush og Blair sneru bökum saman
í spuna lygavefsins, þó með þeim
hætti að þeir ættu smugur út og
gætu skellt skuldinni á leyniþjón-
ustur sínar, svo sem gert hefur
verið með ærið hæpnum rökum.
Svo fóru ríkin tvö (undir því
hljómmikla nafni „bandalagiðî”) í
stríð í Írak með halarófu hinna
„staðföstu og fúsu“ á eftir sér.
Þrátt fyrir yfirlýst stríðslok
stendur stríðið enn, Bandaríkja-
menn hafa misst yfir 1.000 her-
menn og Írakar neita að láta frelsa
sig þrátt fyrir fall tuga þúsunda
óbreyttra borgara, misþyrmingar
og pyntingar.
Brátt höfðu allir kúgarar heims-
ins lært aðferðina: Tengja öll and-
stöðuöfl, hverju nafni sem þau
nefnast, við al Kaída og stimpla
þau hryðjuverkahópa; þá mætti
svipta þau öllum mannréttindum,
jafnvel útrýma þeim létu þau sér
ekki segjast. Í grein minni í síðustu
viku rakti ég hvernig kínversk
stjórnvöld nýta sér þá alþjóðlegu
hysteríu, sem kerfisbundið hefur
verið byggð upp á síðustu þremur
árum, til að ráðast gegn Uighur-
þjóðflokknum. Rússar hafa beitt
viðlíka aðferðum í Tsjetsjeníu og
ákalla alþjóðasamfélagið um
stuðning við þær aðgerðir. Vissu-
lega eru ódæðisverk aðskilnaðar-
sinna hryllileg. En viðbrögðin eru
engu skárri. Í Morgunblaðinu í
fyrradag er haft eftir rússneskum
sérfræðingi um öryggismál: „Því
miður er líklegast að viðbrögðin
felist í aukinni kúgun, múlbindingu
fjölmiðla og skertum borgara-
legum réttindum. Og því meiri sem
kúgunin verður, því meiri verður
stuðningurinn við hryðjuverka-
mennina í Tétsníu.“
En maður líttu þér nær. Osama
bin Laden setur æ meir svip sinn á
Bandaríkin. Ógnarástand er vakið
og viðhaldið og stighækkað öðru
hvoru ñ stundum á grundvelli
margra ára gamalla upplýsinga.
Lögregluvaldið er aukið og dregið
úr réttindum þegnanna jafnframt.
Lögreglan fær stóraukið svigrúm
til hlerana, veikustu grunsemdir
geta leitt til fangelsana, án mögu-
leika á samráði við lögfróða
verjendur, ættingja og vini. Marga
minnir ástandið á bók George
Orwell 1984. Þegar minnst er á þá
bók dettur flestum í hug slagorðið:
„Stóri Bróðir hefur gætur á þér.“
En kannski á hitt enn betur við í
dag: Þörf Foringjans á „samfelldu
stríði“. Hann þurfti að halda borg-
urunum í stöðugri ógn af Óvininum
til þess að þeir gæfu honum fús-
lega það vald sem hann þráði.
Fólkið kaus að lifa, svo að það fórn-
aði frelsi sínu og frjálsræði. Auð-
vitað gat þetta því aðeins gerst að
fólkið væri fyllilega sannfært um að
óvinurinn væri alls staðar nálægur,
og að það gæti dáið á hverri stundu
Þetta bragð heppnaðist í bókinni
og það gengur upp í veruleikanum í
dag. Það eina sem getur stöðvað
framgang slíkra brellna er að við
snúumst af fyllstu hörku og hiklaust
gegn lygunum og blekkingunum
sem haldið er að okkur. Er það ekki
hluti af okkar vestrænu arfleifð að
„sannleikurinn skal gera yður
frjálsa“? ■
Ídag eru þrjú ár liðin frá hinum skelfilegu árásum hryðjuverka-manna á Bandaríkin 11. september 2001. Heimurinn hefur ekkiverið samur síðan þeir atburðir áttu sér stað. Líklegt er að
skuggi þessa ógnarverks og sá slóði sem það hefur dregið á eftir
sér eigi eftir að fylgja mannkyni um langa framtíð.
Viðbrögð stjórnvalda í okkar heimshluta við árásinni hafa
einkum verið af tvennu tagi. Ráðist hefur verið með hervaldi gegn
víghreiðrum hryðjuverkamanna víða um heim og reynt að uppræta
þau. Þá hefur innra öryggiskerfi fjölmargra ríkja verið endur-
skipulagt í veigamiklum atriðum.
Á fyrrnefnda sviðinu eru veigamestar innrásir Bandaríkja-
manna og fylgiríkja þeirra í Afganistan og Írak. Innrásin í
Afganistan var óhjákvæmileg og fullkomlega réttmæt. Hún var
líka árangursrík að því leyti að al Kaída samtökin töpuðu mikilvæg-
asta griðastað sínum og eru í sárum. Hins vegar hefur komið á dag-
inn að innrásin í Írak var misráðin. Beitt var blekkingum til að afla
stuðnings alþjóðasamfélagsins og almenningsálitsins í heiminum
við innrásina. Þó að heimurinn sé vissulega öruggari staður með
Saddam Hussein og glæpasveitir hans bak við lás og slá var Írak
ekki rétta skotmarkið í hinu eiginlega hryðjuverkastríði.
Endurbæturnar sem gerðar hafa verið á innri öryggismálum
lýðræðisríkja, svo sem með landmæraeftirliti, munu vafalaust
draga úr líkum á því að hryðjuverkamenn komi fram viljum sínum.
En sumar lagaheimildir sem stjórnvöld hafa aflað sér til að fylgjast
með og hafa hendur í hári hryðjuverkamanna orka tvímælis þar
sem þær ógna lýðréttindum. Er mikilvægt að kjörnir fulltrúar
almennings á þjóðþingum fylgist náið með því að nýjum reglum
verði ekki misbeitt; ekki verði gengið lengra á rétt einstaklinga en
ýtrasta nauðsyn og almannaheill krefur.
Skiljanlegt er að hefnd og auknar varnir hafi verið mönnum efst
í huga eftir hryðjuverkin fyrir þremur árum. En tilfinningar mega
ekki bera skynsemi ofurliði. Stjórnvöld og almenningur á Vestur-
löndum verða að horfast í augu við ástæðurnar fyrir því að ofstæk-
is- og ódæðismönnum hefur tekist að fylkja venjulegu fólki, sem
þráir eðlilegt mannlíf, undir gunnfána sjálfsmorðsárása og haturs
á frelsi og lýðræði. Ástæðurnar eru ranglætið sem þetta fólk upp-
lifir hvarvetna í umhverfi sínu, örbirgðin og vonleysið sem mætir
því í daglegu lífi. Þar er rót vandans að finna. Engar árásir og engar
varnir megna að forða okkur frá áframhaldandi skelfingum
hryðjuverka ef ekki er tekið á meininu sjálfu. Um það eru ógnar-
verk víða um heim á undanförnum misserum, nú síðast barna-
morðin í Rússlandi, órækur vottur. Það ætti að vera höfuðatriði
utanríkisstefnu Íslendinga að koma þessum skilaboðum á framfæri
og vinna í samræmi við þau. ■
11. september 2004 LAUGARDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Þrjú ár frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum.
Ráðast verður
að rót vandans
Hringekja hefndarinnar
ORÐRÉTT
Mildi að ekki fór betur
Þau voru spennt og litu á björg-
unina sem Survivor-ferð. Þau
voru ofsalega kát með ævintýrið
sem krökkunum fannst
skemmtilegur bónus.
Jónína Ómarsdóttir kennari
Fréttablaðið 9. september
Kjóstu mig - annars gætirðu
dáið
Það er höfuðatriði að við veljum
rétt í kosningunum 2. nóvember.
Ef við veljum rangt er hættan sú
að við verðum fyrir annarri árás.
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkj-
anna.
Morgunblaðið 9. september
Betra að skora meira og fá færri
á sig
Við hefðum getað gert fleiri
mörk með aðeins betri leik og
áttum alls ekki að fá þrjú mörk
á okkur.
Eiður Smári Guðjohnsen landsliðs-
fyrirliði
Morgunblaðið 9. september
Mótorhjólatöffari dansar og
spilar á fiðlu
Maxim Vengerov kemur og leikur
víólukonsert og stígur dans að
auki. Hann tók sér frí í heilt ár til
að keyra á mótorhjóli um Banda-
ríkin og læra dans. Við fáum að
sjá hvað kemur úr úr því.
Sváfnir Sigurðsson, kynningarstjóri
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Fréttablaðið 9. september
Verða þau ekki bara harðari af
þessu?
Þessi gönguleið er á bersvæði og
því skjóllaus fyrir öllum áttum
og ekkert nema stöku ljósastaur
að hengja sig utan í þegar
kaldur og oft blautur norðan-
sjávargarrinn blæs í fangið.
Þetta hljómar ef til vill skáld-
lega og ýkt en þetta er engu að
síður staðreynd.
Guðmundur Þór Egilsson á Álftanesi
kvartar yfir að börn þurfi að ganga
of langt til að taka strætó.
DV 9. september
FRÁ DEGI TIL DAGS
Engar árásir og engar varnir megna að forða okkur
frá áframhaldandi skelfingum hryðjuverka ef ekki
er tekið á meininu sjálfu. Um það eru ógnarverk víða um
heim á undanförnum misserum, nú síðast barnamorðin í
Rússlandi, órækur vottur. Það ætti að vera höfuðatriði ut-
anríkisstefnu Íslendinga að koma þessum skilaboðum á
framfæri og vinna í samræmi við þau.
,,
haflidi@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Í DAG
HRYÐJUVERKJASTRÍÐIÐ
ÓLAFUR
HANNIBALSSON
En maður líttu þér
nær. Osama bin
Laden setur æ meir svip
sinn á Bandaríkin.
,,