Fréttablaðið - 11.09.2004, Side 39

Fréttablaðið - 11.09.2004, Side 39
LAUGARDAGUR 11. september 2004 23 Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Fyrstir k oma fyrstir fá !Verðsprengja í Skífunni! Verð aðeins 1.799,- Sighvatur Björgvinsson Halldór Blöndal Ólafur G. Einarsson Eiður Guðnason Jóhanna Sigurðardóttir Friðrik Sophusson Jón Sigurðsson Þorsteinn Pálsson Guðmundur Bjarnason Jón Baldvin Hannibalsson Finnur Ingólfsson Páll Pétursson Guðmundur Árni Stefánsson Ingibjörg Pálmadóttir Rannveig Guðmundsdóttir Össur Skarphéðinsson Tómas Ingi Olrich Sólveig PétursdóttirSiv Friðleifsdóttir hans stað. Enn síðar hætti Ingibjörg Pálmadóttir í stjórnmálum og Jón Kristjánsson varð ráðherra. 2003-2004 Á kjörtímabilinu sem nú stendur urðu enn breytingar. Björn kom inn í stjórnina á ný í stað Sólveig- ar, sem í fyrstu er óbreyttur þingmaður en verður síðar þing- forseti. Um áramótin steig svo Tómas Ingi Olrich úr ráðherra- stóli til að verða sendiherra og tók Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir við af honum. Árni Magnússon varð ráð- herra fyrir Framsóknarflokkinn en Páll Pétursson hætti í stjórn- málum. Kunn er svo Sivjar saga Friðleifsdóttur. Hún var sett úr embætti umhverfisráðherra við litlar undirtektir Framsóknar- kvenna. Hætt – farin Séu afdrif samráðherra Davíðs Oddssonar í forsætisráðherratíð hans dregin saman kemur eftir- farandi í ljós. Fjórir eru sendi- herrar, þeir Eiður Guðnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Tómas Ingi Olrich og Þorsteinn Pálsson. Jón Sigurðsson og Finnur Ingólfs- son voru skipaðir Seðlabanka- stjórar en hurfu frá embættum sínum síðar. Þrír eru forstjórar hjá opinberum fyrirtækjum eða stofnunum; Friðrik Sophusson í Landsvirkjun, Guðmundur Bjarnason í Íbúðalánasjóði og Sig- hvatur Björgvinsson í Þróunar- samvinnustofnun Íslands. Ólafur G. Einarsson er formaður banka- ráðs Seðlabanka. Ingibjörg Pálmadóttir og Páll Pétursson starfa ekki á vegum hins opin- bera. Enn í pólitík Sautján sitja enn á þingi, þar af eru sjö utan ríkisstjórnar og af þeim hópi eru fjórir stjórnarandstöðu- þingmenn. Það eru Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhanna Sigurð- ardóttir, Rannveig Guðmunds- dóttir og Össur Skarphéðinsson. Þrír stjórnarliðar sem áður sátu í ríkisstjórn eru nú utan hennar; þau Halldór Blöndal, Siv Friðleifsdóttir og Sólveig Péturs- dóttir. Tíu sitja enn í stjórn og er það ríkisstjórnin eins og hún leggur sig nú utan Sigríðar Önnu Þórðardóttur sem ekki varð ráð- herra í forsætisráðherratíð Davíðs. Hans var þó ákvörðunin um ráðherradóm Sigríðar Önnu sem tekur við umhverfis- ráðuneytinu í stað Sivjar Friðleifsdóttur þann 15. septem- ber. Lengst og skemmst með Davíð Halldór Ásgrímsson er sá ráð- herra sem lengst hefur setið í rík- isstjórnum Davíðs. Hann varð utanríkisráðherra í stjórninni sem tók við völdum í apríl 1995 og hefur því setið undir hans forsæti í níu ár og fimm mánuði. Björn Bjarnason er næstur á listanum en samtals hefur hann verið í ríkisstjórn í átta ár og þrjá mánuði. Þorsteinn Pálsson og Páll Pétursson koma næstir og þar á eftir Friðrik Sophusson. Rannveig Guðmundsdóttir er hins vegar sá ráðherra sem sat skemmst í ríkisstjórnum Davíðs, einungis rúma fimm mánuði. Þorgerður Katrín kemur næst með tæplega níu mánaða setu, þá Árni Magnússon, Guðmundur Árni Stefánsson og Tómas Ingi Olrich. bjorn@frettabladid.is 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.