Fréttablaðið - 11.09.2004, Page 42

Fréttablaðið - 11.09.2004, Page 42
26 11. september 2004 LAUGARDAGUR Haustrigningarnar hafa ráðið ríkjum í veðráttunni síðustu daga og minnt okkur á að við búum á Íslandi. Það þurfti eitt- hvað slíkt til eftir hlýindin síð- sumars enda haft á orði að eyjan bláa gæti varla ennþá verið staðsett norður undir Græn- landssundi. En þar er hún enn, haustið segir okkur það. Sumarsins 2004 verður, án efa, lengi minnst fyrir eindæma veð- ursæld. Hitamet féllu þvers og kruss um landið og mannlífið breyttist í takt við það. Ís seldist sem aldrei fyrr, setið var á úti- kaffihúsum svo lengi sem lög heimiluðu, bjór og aðrar svalandi veigar runnu sem stórfljót niður þurrar kverkar og sólarvarnir tæmdust úr hillum stórmarkað- anna. Pálína í Vegamótum á Suður- landi hafði ekki undan við íssöl- una, Helena á Kaffibrennslunni sagði „brjálað að gera“. Hrafn- istufólk steig dans úti í garði og yfirstjórn Hafnarfjarðar fundaði undir berum himni. Sigtryggur sálfræðingur sagði okkur að veðrið hefði góð áhrif á sálarlífið, enda „verðum við ró- legri þegar hitinn er mikill og nautnin í kringum það segir til sín“. Ástandið hafði þó ekki sömu áhrif á alla. Þeir sem glíma við þunglyndi geta orðið enn þung- lyndari við að horfa upp á aðra káta og létta, sagði sálfræðingur- inn. Og í miðjum hlýindunum bár- ust þær fregnir utan úr heimi að hiti og raki hefðu slæm áhrif á mígrenisjúka. Gott veður hefur því kosti og galla. Ferðalögin og fótboltinn Auðvitað flykktust landsmenn út í náttúruna þegar veðrið var sem best. Þeir sem enn eiga tjald stun- gu hælum sínum þar sem hægt var að stinga hælum og fellihýsa- eigendurnir voru á ferðinni sem aldrei fyrr. „Maður verður að nota þetta, nóg var nú borgað fyrir græjuna,“ sagði ónefndur Kópa- vogsbúi sem varði öllum helgum í sveitum landsins. Hann sagðist vita fátt unaðslegra en að setja hýsið sitt upp með næstum einu handtaki, sitja við höllina, sötra kaffi og horfa á fjöllin. Þeir sem bestum búnaði skarta létu ekki áhuga sinn á Evrópumótinu í knattspyrnu koma í veg fyrir ferðalög. Sjón- varpið var bara tekið með og gónt á Grikkina leggja hverja stórþjóðina á fætur annarri eins og ekkert væri sjálfsagðara. Evrópumótið setti auðvitað sinn svip á sumarið. Annars dag- farsprútt fólk missti sig af spenn- ingi og hálf þjóðin var orðin sér- fróð um föst leikatriði, snúnings- bolta og „réttar“ innáskiptingar. Fjölmiðlalögin og forsetinn Dagfarsprýðin rann líka af fólki í umræðunum um fjölmiðlalögin. Málið klauf þjóðina í herðar niður og svo djúp gjá myndaðist á milli þings og þjóðar að sjálfum forsetan- um þótti nóg um. Synjaði hann lög- unum staðfestingar eins og frægt er orðið og var það í fyrsta sinn sem forseti gengur gegn þingvilja. Framtíðin mun svo svara hvort þetta verði viðtekin venja eða hvort við urðum vitni að einstökum við- burði í lýðveldissögunni. Forsetinn var svo endurkjörinn í júní, hann hlaut yfirgnæfandi kosningu, þorra allra greiddra at- kvæða en sem fyrr skipuðu lands- menn sér í fylkingar eftir því hvort þeim þótti hann í raun bera sigur úr býtum eða ekki. Sumir gengu svo langt að segja hann ekki forseta allrar þjóðarinnar heldur bara þeirra sem kusu hann. Fendergítarar og Framsókn Tónelskir höfðu úr vöndu að velja í sumar því framboð hljómleika með erlendum hljómsveitum var með eindæmum gott. Raunar ótrúlega gott. Metallica, Pink, Korn, Kraftwerk, James Brown, Deep Purple, Pixies, Placebo, 50 TJALDSTÆÐIN VORU VEL NÝTT Í SUMAR FORSETINN VAR Í SVIÐSLJÓSINU Í SUMAR Óvenjuleg veðursæld, tíðir hljómleikar og umræður um fjölmiðlalög einkenndu sumarið 2004. Forsetinn var líka í sviðsljósinu, bæði vegna lagasynjunar og endurkjörs. Hlýtt, taktfast og róstursamt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.