Fréttablaðið - 11.09.2004, Síða 44

Fréttablaðið - 11.09.2004, Síða 44
Lyktin og skáldverkin Ítölsk kona hefur sett á markað ilmvötn sem eiga að framkalla sömu lykt og nefnd er í nokkrum frægum bókmenntaverkum. Tegundirnar eru fimm. Í Myndin af Dorian Gray eftir Oscar Wilde er talað um lykt af fjólum sem vekur minningar um gömul ástarsambönd og ein tegundin á að minna á þessa lykt. Versta lyktin á að minna á bókina Ilmurinn eftir Suskind, en þar er talað um mikinn ódaun. Aðrar tegundir eru vindlalykt sem frú Bovary þótti góð, vanillu- og bökunarlykt úr verki Proust, Í leit að glötuðum tíma, og svo er lykt af eini sem á að minna á verk eftir ítalska skáldið Gabriele d’Annunzio. BÓKASKÁPURINN 28 11. september 2004 LAUGARDAGUR AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR ÚLFURINN RAUÐI Liza Marklund DA VINCI LYKILLINN Dan Brown ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjóns. og Unnur Jökulsd. ENSK-ÍSL./ÍSL.-ENSK ORÐAB. Orðabókaútgáfan KRAKKAELDHÚSIÐ Ýmsir höfundar DÍS Birna Anna, Silja og Oddný DÖNSK-ÍSL./ÍSL.-DÖNSK Orðabókaútgáfan LJÓÐÖLD Guðmundur Böðvarsson KÁRAHNJÚKAR Ómar Ragnarsson KVENSPÆJARASTOFA NÚMER 1 Alexander McCall Smith SKÁLDVERK - INNBUNDIN LJÓÐÖLD Guðmundur Böðvarsson ÖRLÖGLEYSI Imre Kertész STÚLKA MEÐ PERLUEYRNALOKKA Tracy Chevalier HÚS ÚR HÚSI Kristín Marja Baldursdóttir DÍS Birna Anna, Silja og Oddný ÍSL. ÞJÓÐSÖGUR JÓNS ÁRNAS. Jón Árnason ÖXIN OG JÖRÐIN Ólafur Gunnarsson KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI Halldór Laxness ÞORPIÐ Jón úr Vör STORMUR Einar Kárason SKÁLDVERK - KILJUR ÚLFURINN RAUÐI Liza Marklund DA VINCI LYKILLINN Dan Brown DÍS Birna Anna, Silja og Oddný KVENSPÆJARASTOFA NÚMER 1 Alexander McCall Smith BETTÝ Arnaldur Indriðason KALDALJÓS Vigdís Grímsdóttir DAUÐARÓSIR Arnaldur Indriðason VILLIBIRTA Liza Marklund MÝRIN Arnaldur Indriðason RÖDDIN Arnaldur Indriðason Listinn er gerður út frá sölu dagana 01. 09. - 07.09. 2004 í Bókabúðum Máls og menning- ar, Eymundsson og Pennanum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Kóralína eftir Neil Gaiman. Mál og menning hefur gefið út þessa einstaklega skemmtilegu og frumlegu barnabók sem hefur verið margverðlaunuð. Engum ætti að leiðast sagan af hinni hugrökku Kóralínu sem eftir flutninga fjölskyldunnar lendir í heimi sem hún á í erfið- leikum með að losna úr. Spenn- andi bók sem börn hljóta að taka fagnandi og hinir fullorðnu geta einnig lesið sér til ánægju. EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Hollenski rithöfundurinn Karel van Loon er staddur hér á landi vegna útkomu bókar sinnar Ást- araldin sem Vaka-Helgafell gefur út. Karel fékk bókmenntaverð- laun í Hollandi fyrir bókina árið 1999, þar seldist hún í hundrað þúsundum eintaka, og hefur verið seld til 32 landa. Og nú er hún komin út á íslensku. Þess má geta að Karel mun árita nýútkomna bók sína í Bókabúð Máls og menn- ingar, Laugavegi 18, kl. 13.00 í dag og hún verður á sérstöku til- boðsverði. Ástaraldin er fyrsta skáldsaga Karels og síðan hafa komið út tvær aðrar, Andardráttur Lísu og Hinir ósýnilegu. Andardráttur Lísu fjallar um þrjár manneskjur sem allar sakna vinkonu sinnar Lísu sem hvarf sautján ára gömul. Bókin er eins konar saka- málasaga en ólíkt Ástaraldin finnst ekki lausn á ráðgátunni. Hinir ósýnilegu komu út á síðasta ári og fjallar um flóttamenn í Burma. Karel er stoltastur af þeirri bók sem hann segir vera sambland af sögu, blaðamennsku, ástarsögu og hreinræktuðu bók- menntaverki. Meistari alheimsins Ástaraldin hefur notið mestra vinsælda af bókum Karels. Þetta er saga manns sem á 13 ára son en kemst skyndilega að því að hann hefur alltaf verið ófrjór. Karl segir að hann hafi viljað skrifa sögu um samband feðga. „Auðvitað þurfti feðgasambandið að vera undir einhvers konar álagi. Söguþráðurinn kostaði mig mikla íhugun og langar göngu- ferðir. En mikilvægasti hluti söguþráðarins kom eftir að ég var byrjaður að skrifa.“ Hann segir sig hafa dreymt um að verða rithöfundur frá því að hann var barn og fór að lesa. „Í skáldskap er mögulegt að skapa eigin heim þar sem allar per- sónur haga sér eins og maður vill og þar er maður meistari al- heimsins. Ég hef einnig komist að því, bæði sem lesandi og rithöf- undur, að það er ákveðinn hluti sannleikans sem blaðamennskan getur ekki fangað en skáldskapn- um tekst stundum. Ætli það sé ekki þannig að í skáldskap reynir maður að koma orðum að því ósegjanlega, maður reynir að negla niður, kannski bara eitt augnablik, þann flöktandi sann- leika sem er undirliggjandi í tál- sýn okkar um veruleikann. Og gagnstætt því sem ég sagði áðan um að skáldsagnapersónur hegði sér nákvæmlega eins og maður vill, þá kemst maður að hinum dulda sannleika þegar maður á síst von á því, til dæmis þegar einhver persóna manns segir eða gerir eitthvað algjörlega óvænt. Í Ástaraldin vissi ég ekki hver „gerði það“ fyrr en ég var kominn mjög langt inn í söguna, en á sama tíma segir svarið við spurn- ingunni „hver gerði það“ margt um mannlegt ástand. Skáldsaga hans fjallar ekki síst um framhjáhald og afbrýði. „Ég hef aldrei hitt áhugaverða manneskju sem lítur svo á að tryggð sé auðveld,“ segir Karl. Töfrastaðurinn Ísland Karel starfaði um tíma fyrir sjónvarp og sem blaðamaður: „Að skrifa fyrir tímarit og vinna við sjónvarp var á margan hátt frá- bær undirbúningur fyrir feril minn sem rithöfundur, aðallega vegna þess að það kenndi mér hvernig á að segja sögu á áhrifa- ríkan hátt. En líka vegna þess að það gaf mér trúna á að kannski gæti ég einn daginn skrifað skáldsögu.“ Þetta er fyrsta ferð Karels hingað til lands en systir hans kom til Íslands fyrir nokkrum árum og sýndi honum myndir frá landinu. Hann segir útkomu bók- arinnar á íslensku skipta sig miklu. „Þegar ég var strákur gleypti ég í mig sögur Jules Verne, þar á meðal Ævintýri Snæ- fellsjökuls þannig að fyrir mér er Ísland töfrastaður, með óblíðu veðurfari og þjóð sem gaf heim- inum nokkrar af fegurstu goð- sögum og þjóðsögum sem færðar hafa verið í letur, og er auk þess sögð vera mesta bókaþjóð heims. Í Hollandi er sagt að vegna langra vetrarnótta lesi Íslendingar fleiri bækur en nokkur önnur þjóð í heimi. Í janúar á þessu ári greindist Karel með heilaæxli. „Slík grein- ing skekur tilveru manns,“ segir hann, „en ég geri mér grein fyrir því að veikindin hafa skerpt skoð- anir mínar. Ég hef enn minni þol- inmæði en áður gagnvart hlutum sem mér finnast ekki skipta máli. Ég geri mér far um að eyða enn meiri tíma og orku í hluti sem skipta mig máli, sem eru fjöl- skylda mín og vinir, skriftirnar og það að lifa lífi sem á örlítinn þátt í því að gera heiminn að að- eins betri stað.“ kolla@frettabladid.is [ BÓK VIKUNNAR ] Á þessum degi árið 1930 kom út fyrsta smásagnasafn Katherine Anne Porter, Flower- ing Judas. Hún er talin einn besti smásagnahöfundur Bandaríkjanna á 20. öld, þrátt fyrir að vera ekki afkastamikil. Hún skrifaði einungis 25 smásögur á ferlinum og eina frá- bæra skáldsögu, Ship of Fools, sem tók hana rúma tvo áratugi að ljúka við. Porter var fjórgift og lést árið 1980, níræð að aldri. Rifist um tilnefningar Tuttugu og tvær bækur hafa verið tilefndar til Booker-verðlauna en þeim verður síðan fækkað í fimm og ein þeirra mun síðan verða valin besta bókin. Deilur eru í Bretlandi vegna tilnefninga en margir af þekktustu höfundum Breta komust ekki á listann meðan ungir og ókunnir höfundar eru þar nokkuð margir. David Lodge, Hari Kunzru og Roddy Doyle fengu bækur sínar ekki tilnefndar en lítt kunnur höfundur, Matt Thorne, fékk tilnefningu fyrir skáldsöguna Cherry og nú er sagt að það sé vegna þess að hann sé vinur tveggja dómnefndarmanna. Tilkynnt verður um sigurbókina eftir mánuð og þar eru tvær bækur einkum nefndar; The Master eftir Colm Toibin, en hún fjallar um rithöfundinn Henry James, og The Line of Beauty eftir Alan Hollinghurst. Hugleysingjar eru geðfelldir, þeir eru áhuga- verðir, þeir eru blíðlyndir, þeim myndi aldrei detta í hug að skjóta á fólk í fylkingu ofan úr turni. Þeir vilja lifa, svo þeir geti fylgst með börnunum sínum. Þeir eru mjög hugdjarfir. William Saroyan Hinn duldi sannleikur Hollenski rithöfundurinn Karel van Loon er staddur hér á landi vegna útkomu bókar sinnar Ástaraldin: KAREL VAN LOON Í Ástaraldin vissi ég ekki hver „gerði það“ fyrr en ég var kominn mjög langt inn í söguna, en á sama tíma segir svarið við spurningunni „hver gerði það“ margt um mannlegt ástand. Verðlaunabók hans, Ástaraldin, er komin út í íslenskri þýðingu. Hún varð metsölubók í Hollandi og hefur verið seld til 32 landa.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.