Fréttablaðið - 11.09.2004, Side 47
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
08 09 10 11 12 13 14
Laugardagur
SEPTEMBER
LAUGARDAGUR 11. september 2004 31
LEIKIR
13.30 Fjölnir og Þór mætast á
Fjölnisvelli í 1. deild karla í
knattspyrnu.
13.30 Stjarnan og Valur mætast á
Stjörnuvelli í 1. deild karla í
knattspyrnu.
13.30 Breiðablik og HK mætast á
Kópavogsvelli í 1. deild karla í
knattspyrnu.
13.30 Þróttur og Haukar mætast
á Valbjarnarvelli í 1. deild karla í
knattspyrnu.
13.30 Völsungur og Njarðvík
mætast á Húsavíkurvelli í 1. deild
karla í knattspyrnu.
16.00 ÍBV og Valur mætast á
Laugardalsvelli í úrslitaleik VISA-
bikarkeppni kvenna í knattspyrnu.
SJÓNVARP
11.10 Upphitun (Pregame Show)
á Skjá einum. Í Pregame Show
hittast breskir knattspyrnus-
pekingar og spá og spekúlera í
leiki helgarinnar.
11.40 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Aston Villa
og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu.
11.50 Formúla 1 á RÚV. Bein
útsending frá tímatöku fyrir kapp-
aksturinn í Monza á Ítalíu.
11.50 HM 2006 (Ungverjaland -
Ísland) á Sýn. Endurtekið.
13.35 K-1 á Sýn. Hér mætast
sannkölluð hörkutól í sparkboxi,
karate og fjölmörgum öðrum
greinum.
13.40 Á vellinum með Snorra Má
á Skjá einum.
14.00 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Fulham og
Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu.
15.45 All Strength Fitness
Challenge (2:13) á Sýn. Íslenskar
fitness-konur kepptu á alþjóðlegu
móti á Aruba í Karíbahafi síðasta
sumar og stóðu sig frábærlega.
15.50 Bikarkeppnin í fótbolta á
RÚV. Bein útsending frá úrslitaleik
ÍBV og Vals í VISA-bikarkeppni
kvenna á Laugardalsvelli.
16.10 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Portsmouth
og Crystal Palace.
16.15 Toyota-mótaröðin í golfi á Sýn.
17.10 Motorworld á Sýn. Kraftmik-
ill þáttur um allt það nýjasta í
heimi akstursíþrótta.
17.35 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
18.00 Inside the US PGA Tour
2004 á Sýn. Vikulegur fréttaþáttur.
18.25 Ryder Cup 2004 - Countdown
(Ryder-bikarinn 2004) á Sýn.
19.00 World¥s Strongest Man
(Sterkasti maður heims) á Sýn.
19.55 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik í spænsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu.
21.00 Hnefaleikar á Sýn. Útsending
frá hnefaleikakeppni í Las Vegas.
GLÆSILEGAR NÝJAR VÖRUR FRÁ HETTHI
Borð (200cm x 100cm) og sex stólar
Verð nú:
144.000.-
-25%
Stækkanlegt borð
(160/220cm x 100cm) og sex stólar
Verð áður: 166.400.-
Verð nú:
124.800.-
Borðstofustóll
Verð m/hvítu leðri:
27.500.-
Verð m/micro fiber:
16.800.-
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
201 KÓPAVOGUR
Vegghilla með ljósi
Verð:
29.500.-
Sjónvarpsskenkur (br: 240cm)
Verð:
69.000.-
...minnstur í heimi
FÓTBOLTI Það verður líf og fjör á Laug-
ardalsvelli í dag en klukkan 16 mæt-
ast þar ÍBV og Valur í úrslitaleik
VISA-bikarkeppni kvenna í knatt-
spyrnu. Valur er núverandi bikar-
meistari en liðið lagði einmitt ÍBV að
velli í úrslitaleiknum í fyrra, 3-1, í
bráðfjörugum leik. Valur varð á dög-
unum Íslandsmeistari og þá hefur
félagið unnið sigur í bikarkeppninni
9 sinnum. ÍBV hefur enn ekki tekist
að næla sér í stóran titil en liðið
hefur endað í öðru sæti Íslandsmóts-
ins tvö síðustu tímabil. „Við erum
hvergi nærri hættar, viljum vinna
tvöfalt og höfum fulla trú á að það
takist,“ sagði Íris Andrésdóttir,
fyrirliði Valsstelpna og bætti við:
„Það sló ekkert á hungurtilfinning-
una í liðinu þótt við næðum Íslands-
meistaratitlinum enda er alltaf jafn
gaman að vinna titla.“ Aðspurð telur
Íris að leikurinn muni fara hægt af
stað, það verði þreifingar á báða
bóga „en svo tekur blússandi sóknar-
bolti við enda vilja bæði þessi lið
spila hraðan og skemmtilegan sókn-
arbolta. Síðan veltur þetta auðvitað
mikið á dagsforminu en ég hef engar
áhyggjur af okkar liði,“ sagði Íris
Andrésdóttir. Íris Sæmundsdóttir er
fyrirliði ÍBV og hún er á því að tími
Eyjastelpna sé kominn. „Við viljum
gjarnan hefna fyrir ósigurinn í bik-
arúrslitaleiknum í fyrra og ætlum
okkur einfaldlega að gera það. Við
vitum sem er að það verður mjög
erfitt enda höfum við ekki riðið feit-
um hesti frá viðureignum liðanna í
sumar, töpuðum báðum leikjunum 3-
1. Við erum þó sannfærðar um að lið
okkar sé nógu sterkt til að leggja Val
að velli og ég held að hungur okkar
sé meira.“ Íris telur að leikurinn
verði opinn og skemmtilegur. „Þessi
lið spila bæði sterkan sóknarleik og
við getum átt von á fjörugum leik og
ég segi bara, bikarinn til Eyja.“ ■
FYRIRLIÐARNIR TAKAST Á UM BIK-
ARINN Fyrirliðar Vals (Íris Andrésdóttir)
og ÍBV (Íris Sæmundsdóttir).
Kvennalið Vals í hand-
bolta í Evrópukeppni:
Spilar í Gauta-
borg í dag
HANDBOLTI Kvennalið Vals í hand-
knattleik er komið til Gauta-
borgar í Svíþjóð og leikur þar í
dag fyrri leik sinn gegn
Önnered í fyrstu umferð
Evrópukeppni félagsliða. Leik-
urinn hefst klukkan 14.00 að
íslenskum tíma. Valsstúlkur
urðu Reykjavíkurmeistarar í
handknattleik um nýliðna helgi
og urðu í þriðja sæti á Reykja-
vík Open. Þær urðu í öðru sæti á
Íslandsmótinu í fyrra. Síðari
leikurinn fer fram í Valsheimil-
inu að Hlíðarenda laugardaginn
18.september. ■
Úrslitaleikur VISA-bikarkeppni kvenna í í dag.
Tvö bestu liðin mætast