Fréttablaðið - 11.09.2004, Síða 53

Fréttablaðið - 11.09.2004, Síða 53
37LAUGARDAGUR 11. september 2004 Á sunnudagskvöldið hefst ný sería af Sjálfstæðu fólki á Stöð 2. Jón Ársæll Þórðarson og fé- lagar hafa eytt dágóðum tíma í að elta vel valda Íslendinga á röndum og kynnast lífi þeirra. Sumir eru þjóðþekktir á meðan aðrir skera sig úr vegna lífs- reynslu sinnar. „Viðmælandi okkar í fyrsta þættinum er Helgi Einar Harð- arson hjartaþegi,“ segir Stein- grímur Jón Þórðarson framleið- andi þáttanna hjá Stöð 2. „Við erum búnir að fylgjast með hon- um í tvö ár. Við fórum tvisvar með honum út í hjartaaðgerðir. Í fyrra skiptið komst hann að því að hjartað passaði ekki. Í seinna skiptið var gamla hjartað tekið og nýtt sett í staðinn. Í leiðinni var sett auka nýra, hann er því með þrjú nýru. Gömlu nýrun voru byrjuð að gefa sig eftir allt álagið.“ Helgi fékk þar sitt annað hjarta því að hann fór í sína fyrstu hjartaígræðslu 15 ára gamall. Líkaminn var byrjaður að hafna hjartanu. Steingrímur segir að Helgi Einar hafi verið harður í horn að taka. Með árunum og reynslunni hafi hann lært nánast allt um hjartaígræðslur og þess vegna hafi hann farið óhræddur út í þetta. „Við spurðum hann hvort hann væri hræddur við að deyja. Hann sagði það aldrei vera inni í myndinni. Hann stóð á því föstum fetum að þetta myndi allt fara vel.“ Jón Ársæll og Steingrímur voru búnir að fá leyfi til þess að birta þáttinn, sama hvernig færi. „Kraftaverkið er að fylgj- ast með því hversu miklu betur þetta fór en hann þorði að vona. Það var tekið sýni af nýja hjart- anu og höfnunin er nánast eng- in. Í lokin förum við með honum þegar hann fer á hestbak. Það er ótrúlegt að hann skuli treysta sér í það.“ ■ Hjartans mál í Sjálfstæðu fólki HELGI Í RÚMINU Helgi Einar hjartaþegi er gerður að umfjöllunarefni í fyrsta þætti nýrrar seríu Sjálfstæðs fólks. Framundan í vetur eru m.a. Halldór Ásgrímsson, Þorgrímur Þráins- son og Tryggvi Ólafsson.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.