Fréttablaðið - 21.09.2004, Page 14

Fréttablaðið - 21.09.2004, Page 14
14 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR BANDARÍKIN, AP Ákvörðun George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, að ráðast inn í Írak ber vott um dóm- greindarskort og getur leitt stríðs sem ekki sér fyrir endann á. „Saddam Hussein var hræðilegur einræðisherra sem á skilið að fara til helvítis,“ sagði Kerry í ræðu sem hann flutti í New York-háskóla í gær. „En það er ekki nóg til þess að fara í stríð. Samt segir Bush að ef hann stæði í sömu sporum í dag og hann gerði áður en hann fór í stríðið myndi hann gera nákvæmlega það sama. Hvernig getur honum verið alvara? Er hann virkilega að segja að ef við vissum að það væri engin raunveru- leg hætta vegna Íraka, engin gjöreyð- ingarvopn, engin tengsl við al-Kaída, þá ættum við samt að ráðast inn í landið? Mitt svar er nei. Það er meg- inhlutverk forsetans sem yfirmanns hersins að vera ábyrgur og taka vel ígrundaðar ákvarðanir sem stuðla að auknu öryggi Bandaríkjamanna. Bush steypti einræðisherra af stóli og gjaldið sem við greiðum er ringulreið og minna öryggi Bandaríkjamanna.“ Stjórnmálaskýrendur eru sam- mála um að ræða Kerry í gær hafi verið til þess fallin að kveða niður þær sögur um að hann sé ekki með neina stefnu varðandi Írak og stríð- ið. Steve Schmidt, einn af kosninga- stjórum Bush, segir að með orðum sínum sé Kerry að senda þau skila- boð til óvina Bandaríkjanna að Bandaríkjamenn séu linir og gefist auðveldlega upp. ■ Borgartún í Reykjavík hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er orðið eitt af fjörlegustu strætum bæjarins. Nýjar glæsihallir hafa risið við götuna, aðrar eru í bygg- ingu, grunnar eru teknir og enn á eftir að rýma fyrir fleiri hýsum. Slegið hefur verið á að um fjögur þúsund manns vinni við skrifborð í Borgartúninu og enn eiga fleiri eftir að bætast við á næstu misserum. Uppbygging hins nýja Borgar- túns hefur verið hröð. Fá ár eru síðan ákveðið var að láta eldri og lúnari byggingar víkja fyrir nýrri og glæsilegri. Og óhætt er að full- yrða að glæsileikinn sé í fyrir- rúmi. Nokkur af tignarlegustu skrifstofuhúsum borgarinnar standa nú við götuna og frá þeim er sýn yfir sundin blá. Verðmætasta fyrirtæki landsins Tvær hallirnar við Borgartún- ið bera tignarleg nöfn, Höfða- borg og Hús atvinnulífsins. Hið fyrrnefnda er númer 21 og þar er aðsetur næstum tuttugu ríkis- stofnana. Í þeim hópi eru Lög- gildingarstofa, Íbúðalánasjóður, Ríkissáttasemjari, Hagstofan, LÍN og Barnaverndarstofa. Hús atvinnulífsins er númer 35 og hýsir meðal annars Samtök at- vinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, LÍÚ, Útflutningsráð og Nýsköp- unarsjóð. Þó að nokkur öflug fyrirtæki hafi flust í Borgartúnið á undan- förnum árum tók ímynd þess stakkaskiptum þegar hinn um- svifamikli og verðmæti KB banki festi sér lóðina númer 19. Á sínum tíma huggðist Fjárfestingarbanki atvinnulífsins reisa sér þar höfuð- stöðvar en sameiningin við Íslandsbanka gjörði þá þörf að engu. KB banki flutti inn í upphafi árs og ber öðrum fremur ábyrgð á að Borgartúnið er ýmist nefnt Miðstöð fjármála á Íslandi, Wall street eða City eftir samnefndum fjármálahverfum stórborganna í austri og vestri. Nýbyggingin var raunar orðin of lítil áður en flutt var inn og nýlega var greint frá kaupum bankans á húsinu númer 17 til að ráða bót á þrengslunum. Verður húsið gert upp að utan sem innan og sambyggt því nýja. Auk KB banka starfa nokkur önnur fjármálafyrirtæki við Hallgrímskirkja Guð er að tala við þig ert þú að hlusta? www.tlig.org Vassula Ryden fjallar um guðlegan innblástur sem hún hefur meðtekið allt frá árinu 1985 og er ákall Drottins til alls mannkyns um iðrun, sátt, frið og kærleika. Spádómsskilaboðin Einlægt líf með Guði eru þó umfram allt bón til kirkjunnar um eitt samfélag allra kristinna manna. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur. Vassula Ryden Sunnudaginn 3. október 2004, kl. 19.30 JOHN KERRY FLYTUR RÆÐU Í NEW YORK-HÁSKÓLA Stjórnmálaskýrendur eru sammála um að ræða Kerrys í gær hafi verið til þess fallin að kveða niður þær sögur um að hann sé ekki með neina stefnu varðandi Írak og stríðið. Kerry gagnrýnir Bush harkalega fyrir stríðið í Írak: Innrásin dómgreindarskortur Aðalstræti atvinnulífsins Borgartún í Reykjavík er orðið miðpunktur athafnalífsins. Áður voru verkstæði og vörubílastöð helstu kennileiti en þau hafa vikið fyrir stór- fyrirtækjum og hagsmunasamtökum. Jakkaföt komin í stað samfestinga. BORGARTÚN 19, KB BANKI Húsið var of lítið þegar bankinn flutti inn fyrr á árinu. Húsið á næstu lóð var því keypt á dögunum. BORGARTÚN 21, HÖFÐABORG Um tuttugu opinberar stofnanir eru í Höfðaborg, stórar og smáar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.