Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FREMUR ÓSPENNANDI VEÐUR Í DAG Með rigningu um landið sunnan- oga vestanvert og nokkrum vindi. Heldur hægari austanlands. Sjá bls. 6 24. september 2004 – 261. tölublað – 4. árgangur FLUGMAÐUR Á GJÖRGÆSLU Flug- maður lítillar eins hreyfils flugvélar af gerð- inni Cessna 152 er á gjörgæslu eftir að stutt flugferð hans endaði í fjörunni við flugbrautina á Akureyri. Sjá síðu 2 HAFRÓ UNDAN VALDI RÁÐHERRA Formaður Samfylkingarinnar vill að rann- sóknastofnanir atvinnuveganna færist undir viðeigandi háskóladeildir. Formaður sjávar- útvegsnefndar er ósammála. Sjá síðu 2 RANNSÓKN Á FRUMSTIGI Rann- sókn á einu umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára sem staðið hefur yfir síðan í mars er á frumstigi og heldur áfram næstu vikur. Sjá síðu 4 LANGT Í ÚRLAUSN Samningsnefnd kennara ætlar ekki að funda með launa- nefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 40 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 32 Sjónvarp 44 NORDISK PANORAMA SÉRBLAÐ UM HÁTÍÐINA Í MIÐJU FRÉTTABLAÐSINS Í DAG nr. 38 2004 Í HVERRI VIKU stjörnuspá fólk tíska bækur matur kvikmyndir SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 24 . s ep t. - 1 . o kt . + Magnús Geir og Akureyri Heimilið Gljúfrasteinn Fötin í leikhúsið ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR KONUR EIGA AÐ STANDA SAMAN Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Konur eiga að standa saman ● gljúfrasteinn ● sjónvarpsdagskrá BARIST Í HANDBOLTANUM Fjórir leikir verða í Íslandsmóti karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19.15 tekur ÍR á móti Selfossi og Stjarnan sækir ÍBV heim. Klukkan 20 leikur HK gegn FH og Víkingur mætir Val á Hlíðarenda. Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar. VIÐSKIPTI Burðarás, fjárfestingar- félag undir stjórn Björgólfs- feðga, og Kaldbakur, sem er und- ir stjórn Baugs og Samherja, munu sameinast. Gengið var frá samningum þess efnis síðdegis í gær. KEA, sem var stór hluthafi í Kaldbaki, seldi sig út og fjárfesti í staðinn beint í Samherja. Með viðskipt- unum eru Björgólfsfeðgar komn- ir í samstarf við Jón Ásgeir Jó- hannesson og Þorstein Má Bald- vinsson í fjárfestingarfélagi með um 40 milljarða í eigið fé og markaðsvirði upp á 80 milljarða. Kaldbakur er upprunalega af- sprengi KEA. Andri Teitsson, for- stjóri KEA, hefur lýst því yfir að félagið hyggist beita sér fyrir arð- sömum fjárfestingum á Norður- landi eystra. Fjárfestingar Kald- baks hafa ekki markast af land- fræðilegri stöðu. „Kaldbakur var ekki mikið að hjálpa okkur í verk- efnum okkar hér, þannig að við töldum meira virði að tengjast Samherja og mynda sterkan eig- endahóp þar.“ KEA fékk 3,7 millj- arða fyrir bréf sín í Kaldbaki og fjárfesti í Samherja fyrir rúma tvo milljarða. KEA innleysir 2,5 milljarða hagnað af viðskiptunum. Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, segir nauðsynlegt að fjárfestingarfélög af þessu tagi hafi afl til að takast á við stór verkefni. Samanlagt séu félögin fjárhagslega sterk og geti tekist á við stór erlend verkefni. Friðrik Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Burðaráss, segir að eftir sameiningu hafi Burðarás afl til að takast á við stærri verkefni. Hann segir umræðu um samein- ingu hafa komið upp. „Þetta gerð- ist hins vegar mjög hratt.“ Stefna Burðaráss er að þrír fjórðu fjárfestingar verði erlend- is. Forystumenn hluthafahópsins hafa allir mikil tengsl á erlendum vettvangi. Friðrik segir að þótt stefna Burðaráss sé að fjárfesta í fjarskiptum og fjármálastarfsemi komi einnig til greina að taka þátt í verkefnum tengdum smásölu, en Baugur hefur látið til sín taka á þeim vettvangi í Bretlandi. haflidi@frettabladid.is sjá bls. 26 Baugur og Samherji með Björgólfsfeðgum Eftir sameiningu við Kaldbak er Burðarás með afl til fjárfestinga fyrir um hundrað milljarða. Samherji, Baugur og eigendur Landsbankans hyggjast nýta afl Burðaráss til stórra erlendra fjárfestingarverkefna. KEA fékk 3,7 milljarða króna fyrir bréf sín í Kaldbaki. Íbúðalán: Hleypa nýju lífi í jarðakaup FASTEIGNIR Fasteignalán bank- anna hafa hleypt nýju lífi í við- skipti með bújarðir á lands- byggðinni, að sögn Jóns Hólm Stefánssonar, fasteignasala hjá fasteignasölunni Hóli. Jón Hólm segir bankana veita lán fyrir íbúðarhúsum á jörðum, sem gefi efnaminna fólki tækifæri á að fjárfesta í jörðum á landsbyggðinni. Hann segir bankana veita lán upp í sjötíu prósent af kaupverði eignanna gegn því að þeir fái fullt veð í þeim. „Þetta hefur auðveldað mjög viðskipti með jarðir,“ segir Jón Hólm. ■ MEÐ LAMBHÚSHETTU Í RÉTTARSAL Tvíburabræðurnir Rúnar Ben Maitsland og Davíð Ben Maitsland neita því alfarið að hafa átt þátt í innflutningi á 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær huldi Rúnar, sem situr á Litla-Hrauni um þessar mundir, andlit sitt með lambhúshettu á meðan ljósmyndari Fréttablaðsins var í dómssal. Bróðir Rúnars greip til tímarits. Sjá síðu 14. LEIKHÚS „Þetta er mikil áskorun sem ég mun takast á við með þeirri kunnáttu og þeim heiðar- leika og listrænu sýn sem ég hef til að bera,“ segir Tinna Gunn- laugsdóttir sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra skipaði í gær þjóðleikhús- stjóra frá næstu áramótum. Tinna efast ekki um að starfið sé skemmtilegt, enda þekkir hún vel til í Þjóðleikhúsinu. „Ég hef þekkt þessa stofnun frá blautu barnsbeini,“ segir Tinna. „Móðir mín var leikkona þarna frá opnunardegi þannig að ég að hluta til andaði andrúmsloft- inu inn í uppvextinum. Mér þykir óskaplega vænt um þessa stofnun. Það er því ekki síður þess vegna gífurleg áskorun og mikil ábyrgð í því fólgin að taka við stjórnar- taumunum.“ Tinna vill ekki segja hvaða áherslur hún muni hafa í starfinu og kveður það bíða síðari tíma. „Það voru allir beðnir um að skila mjög ítarlegri umsókn, þannig að ég býst við að niðurstaðan sé grundvölluð á þeirri sýn sem umsækjendur settu fram þar, og auðvitað þeirra hæfni og menntun.“ ■ Tinna Gunnlaugsdóttir skipuð þjóðleikhússtjóri: Mikil áskorun og ábyrgð Sigurjón Ívarsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Hnífar mikil- vægir í eldhúsinu ● matur ● tilboð Halli Reynis: Endurnærður með eigið band ● fjórða sólóplatan á leiðinni SÍÐA 46 ▲ Danny Pollock: ● er 46 ára í dag SÍÐA 30 ▲ Blúsar á afmælinu TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Nýr þjóðleikhússtjóri vildi í gær ekki segja hvaða áherslur hún myndi hafa í starfinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.