Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 14
14 24. september 2004 FÖSTUDAGUR MADRÍDARTÍSKA Pasarela Cibeles-tískusýningunni í Madríd, höfuðborg Spánar, lauk í gær. Meðal þess sem mátti sjá þar var þessi hönnun Jose Miro. Kannast ekki við neitt hass Tvíburabræðurnir Rúnar Ben Maitsland og Davíð Ben Maitsland stóðu í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær við fyrri yfirlýsingar og neituðu öllum ásökunum um stórfellt smygl á hassi. Við vitnaleiðslu kváðust þeir annað hvort lítið muna eða neituðu að tjá sig. DÓMSMÁL Tvíburabræðurnir Rún- ar Ben Maitsland og Davíð Ben Maitsland neituðu öllum ásökun- um um stórfelldan innflutning á hassi við aðalmeðferð máls á hendur þeim við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Rúnari er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi í ellefu ferðum, með burðardýrum, árið 2002. Davíð bróðir hans er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af umræddu hassi. Þjóð- verjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu, en hann var upp- haflega ákærður ásamt Rúnari og Davíð. Við játninguna og dóm yfir honum í kjölfarið var þáttur hans klofinn frá málinu. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var ný- lega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi fyrir fíkniefnamis- ferli. Jafnframt voru þá dæmdir til fangelsisvistar tveir einstak- lingar sem játuðu að hafa unnið sem burðardýr á hassi til Íslands. Við vitnaleiðslur þar kom fram að Rúnar og Davíð hefðu staðið að innflutningi hassins. Enginn Þjóðverjanna fékkst framseldur til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðardýr- anna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð alls sjö kíló af hassi í þremur ferðum hingað til lands. Aðspurð sagðist hún þó ekki geta gert greinarmun í sjón á þeim Rúnari og Davíð, sem eru eineggja tvíburar. Skemmst er frá því að segja að Rúnar og Davíð vísuðu því alger- lega á bug að þeir hefðu staðið að slíkum innflutningi. Svöruðu þeir spurningum ákæruvaldsins ýmist á þann veg að þeir myndu ekki eftir eða að þeir könnuðust ekki við lykileinstaklinga og efnisatriði málsins. Einnig neituðu þeir oft að tjá sig. Voru meðal annars spilaðar fyrir þá símaupptökur, oft með röddum sem hljómuðu svipaðar þeirra eigin. Sögðust þeir þó ekki kannast við þær raddir. Verjandi byggir vörn sína á því að einungis er um yfirlýsingar sakamanna í Þýskalandi að ræða, en að engin áþreifanleg sönnunar- gögn, eins og til dæmis umrætt hass eða óeðlilegar færslur fjár- muna, hafi fundist. Rúnar Ben var dæmdur í fimm ára fangelsi þann 25. júní í fyrra fyrir þátttöku á innflutningi á um 900 grömmum af sterku am- fetamíni og tæpu kílói af kanna- bisefnum og situr því á Litla Hrauni um þessar mundir. Hann á að baki alls tíu refsidóma frá ár- inu 1990 fyrir fíkniefnabrot, þjófnað og skjalafals. gs@frettabladid.is Sveitarsjóðir: Fjármál 23 sveitarfélaga undir smásjá SVEITARSTJÓRNARMÁL Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent bréf til 23 sveitarfélaga vegna bágrar fjárhagsstöðu þeirra. Þar á meðal eru Hafnar- fjörður, Mosfellsbær, Reykjanes- bær, Hveragerði, Blönduós, Dal- vík, Árborg og Vestmannaeyja- bær. Nefndin grípur til þessa ráðs eftir að hafa kannað ársreikninga sveitarfélaganna frá því í fyrra með hliðsjón af fjárhagsáætlun þessa árs. Skoðaðir voru ársreikn- ingar 101 sveitarfélags. Í bréfinu er óskað eftir upplýs- ingum um hver þróunin hafi verið í fjármálum sveitarfélaganna á árinu í samanburði við fjárhags- áætlanir og hvernig þær ætli að bregðast við vandanum. Þeim var gefinn tveggja mánaða frestur til að svara erindinu. ■ – hefur þú séð DV í dag? Missti þrjár dætur og sex barnabörn í DNA-rannsókn Dæturnar hafna pabba sínum og afa barnanna HAFNARFJÖRÐUR Fjölmennasta sveitarfélagið sem fékk bréf frá eftirlitsnefndinni vegna bágrar fjárhags- stöðu. STJÓRNMÁL Útreikningar á aukn- ingu útgjalda umhverfisráðu- neytisins í frétt í gær byggðust á röngum upplýsingum. Fyrir misskilning fékk Fréttablaðið rangar upplýsingar hjá Fjár- sýslu ríkisins um útgjöld ráðu- neytisins 1999. Útgjöld ráðu- neytisins hafa að sönnu þrefald- ast þann tíma sem framsóknar- menn hafa farið með umhverfis- ráðuneytið frá 1995 en ekki í ráðherratíð Sivjar Friðleifsdótt- ur eins og sagði í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessu. Hafa ber í huga að verkefni hafa færst til ráðuneytisins frá 1995 og nægir að nefna bruna- mál, úrvinnslusjóð, ofanflóða- sjóð og endurvinnslu. Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri umhverfisráðuneyt- isins segir raunar að miðað við fjárlög1999 hafi útgjöldin verið 2.730 milljónir króna og 3.899 milljónir króna á verðlagi þess árs. Sé tekið tillit til hækkunar verðlags frá janúar 1999 til jan- úar 2004, láti nærri að raun- hækkun á útgjöldum ráðuneyt- isins nemi um 480 milljónum króna á þessu tímabili eða rúm- lega 14%. „Þessa hækkun á útgjöldum ráðuneytisins má að stærstum hluta rekja til stofnunar Úr- vinnslusjóðs“ segir Magnús Jó- hanesson. „Sjóðurinn tók til starfa 1. janúar 2003 og er ætlað að kosta förgun á úrgangi og standa undir skilagjaldi á bif- reiðum (um 550 milljónir króna) og hækkunar á skilagjaldi á ein- nota umbúðum (um 250 milljón- ir króna), en á móti kemur rúm- lega 400 milljón króna tíma- bundin lækkun á útgjöldum Ofanflóðasjóðs árið 2004.“ ■ Í HÉRAÐSDÓMI Rúnar Ben Maitsland, með lambhúshettu á höfði, neitaði öllum sakargiftum við aðalmáls- meðferð í gær. Hið sama gerði tvíburabróðir hans, Davíð Ben Maitsland, sem huldi andlit sitt með tímariti á meðan ljósmyndari Fréttablaðsins tók myndir. Verjendur bræðranna eru lögmennirnir Ólafur Sigurbjörnsson og Jón Egilsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MAGNÚS JÓHANNESSON Hækkun á útgjöldum má að miklu leyti rekja til stofnunar Úrvinnslusjóðs. Útgjöld umhverfisráðuneytis: Þreföldun hjá Framsókn en ekki Siv Myndarlegt framlag Velferðarsjóðs barna: Börn Sri og frændsystkin fengu styrk FÉLAGSMÁL Þrjú börn Sri Rahmawati og þrjú fóstursystkin þeirra fengu hvert og eitt styrktarframlag að upphæð 100 þúsund krónur í gær. Það var Ingibjörg Pálmadóttir, framkvæmdastjóri fyrir hönd Vel- ferðarsjóðs barna, sem afhenti börnunum sparisjóðsbækur með upphæðinni. „Við erum mjög þakklát fyrir þann samhug sem við höfum fund- ið,“ sagði Nana Mardina, móðir og móðursystir barnahópsins, við af- hendinguna í gær. Hún þakkaði jafnframt fyrir þá dýrmætu aðstoð sem fjölskyldan hefði fengið. Í máli Ingibjargar kom fram að sama upphæð yrði lögð inn á bækur barnanna ár hvert næstu þrjú árin, að minnsta kosti. Síðan yrði málið endurskoðað í heild sinni. Þessir fjármunir væru ætl- aðir til að börnin ættu þess kost að stunda íþróttir, tómstundir og annað það sem börn þörfnuðust. Þessi átta manna fjölskylda býr í mjög lítilli íbúð, en börnin eru á aldrinum tveggja til fimmtán ára. Yfir stendur fjársöfnun til styrktar þeim, sem velunnarar fjölskyldunn- ar standa fyrir, svo hún megi kom- ast í viðunandi húsnæði. Þá verður sérstakur söfnunardagur 2. október. Númer söfnunarreikningsins er 0139-05-64466 á kennitölu 130147- 4109. ■ STUÐNINGSFRAMLÖG Ingibjörg Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna, ásamt börnunum sex sem hún afhenti hverju um sig eitt hundrað þúsund krónur í gær. Á myndinni er einnig Nana Mardina, móðir og móðursystir barnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.