Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 43
27FÖSTUDAGUR 24. september 2004 Skarphéðinn Steinarson, stjórnar- formaður Norðurljósa, var kjör- inn stjórnarformaður Og fjar- skipta á aðalfundi í gær. Norður- ljós og tengdir aðilar ráða för í fé- laginu eftir kaup á 35 prósenta hlut Kenneth Peterson í félaginu. Landsbankinn minnkaði hlut sinn í félaginu. Sjö prósenta hlut- ur var seldur til eignarhalds- félagsins Riko sem er í eigu Sig- urðar Bollasonar og Magnúsar Ármann. Þeir seldu Baugi hlut sinn í tískukeðjunni Karen Millen fyrir skömmu. Skarphéðinn Steinarson segir róttækrar stefnubreytingar ekki að vænta hjá Og Vodafone. Hann gefur heldur ekkert út á vanga- veltur um sameiningu Norður- ljósa við Og Vodafone. „Við sjáum ýmis tækifæri í samvinnu þessara félaga,“ segir Skarphéðinn. Auk Skarphéðins koma Árni Hauksson, Einar Hálfdánarson og Pálmi Haraldsson inn í stjórnina. Ein stjórnarmaður, Vilhjálmur Þorsteinsson, situr áfram í stjórn- inni. Óskar Magnússon er for- stjóri félagsins, en ekki liggur fyrir hvort breytingar verða gerð- ar í æðstu stjórn félagsins. Hagvísar snúa niður Helstu hagvísar í Bandaríkjunum benda ekki til þess að efnahagslíf- ið sé á leið í uppsveiflu. Sérstök vísitala sem mælir breytingar í öðrum vísitölum lækkaði í ágúst þriðja mánuðinn í röð. Sérfræðingar á markaði í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af þessari þróun og óttast að víxl- verkun verði á milli óhóflegs að- halds heimila og samdráttar hjá fyrirtækjum. Bæði Dow Jones og Nasdaq- vísitölurnar hafa sigið niður á við á síðustu vikum þrátt fyrir að bandaríski Seðlabankinn haldi því fram að efnahagsleg uppsveifla sé í vændum. ■ Norðurljós með lyklavöldin NÝR STJÓRNARFORMAÐUR Skarp- héðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, er nýr stjórnarformaður Og Vodafone. Nýir eigendur tóku við völd- um í félaginu í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Íslendingar vinna lengi Hærra hlutfall karlmanna á aldrinum 55 til 64 ára er á vinnu- markaði á Íslandi en nokkurs staðar annars staðar í OECD- ríkjunum. Um 95 prósent manna í þessum hópi eru þátttakendur í atvinnulífinu hér en næstmest er atvinnuþátttakan í Japan, tæplega 85 prósent. Í vefriti fjármálaráðuneytis- ins í gær kemur fram að ástæð- ur þessa séu hár eftirlaunaald- ur. Hér fer fólk að meðaltali á eftirlaun á aldrinum 66 til 68 ára en víðast annars staðar gera menn það í kringum sextugt eða fyrr. Minnst atvinnuþátttaka í þessum hópi er meðal Belga. Að- eins um þriðjungur karla á aldr- inum 55 til 64 ára tekur þátt í at- vinnulífinu. Á hinum Norðurlöndunum er atvinnuþátttaka þessa hóps einnig minni en á Íslandi. Í Noregi er hún um 75 prósent, í Danmörku tæp sjötíu prósent og í Finnlandi tæp fimmtíu prósent. ■ Nýsköpun verðlaunuð Þrír fræðimenn í Háskóla Íslands, hver á sínu sviði, hlutu í gær verð- laun fyrir sameiginlegt verkefni sem miðar að því að útbúa tæki sem greint getur ýmsa augnsjúk- dóma án þess að nemar séu settir inn í augað. Einar Stefánsson, prófessor í læknadeild, Jón Atli Benediktsson verkfræðiprófessor og Þór Eysteinsson, dósent í lífeðlis- fræði, standa að verkefninu, sem felst í að þróa tækjabúnað sem metur blóðþurrkarsjúkdóm í augnbotnum. Í öðru sæti í hugmyndasam- keppninni „Upp úr skúffunum“ var verkefni á sviði félagsfræði undir stjórn Kristínar Loftsdóttur dósents. Jóhann P. Malmquist, prófess- or í tölvunarfræði, og Guðlaugur Kr. Jörundsson meistaranemi fengu þriðju verðlaun fyrir verk- efni um sjónræna framsetningu á umræðum í vefkerfi. ■ LÖNG STARFSÆVI ÍSLENDINGA Um 95 prósent karlmanna á aldrinum 55 til 64 eru þátttakendur í atvinnulífinu á Íslandi. Þetta hlutfall er miklum mun hærra hér en í öðrum OECD-löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.