Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 20
HEILBRIGÐISMÁL Réttur þriðjungur
þeirra unglinga sem lagðir voru
inn á Barna- og unglingageðdeild
á árunum 2001 og 2002 hafði
reynt að taka líf sitt eða skaðað
sjálfan sig. Algengustu geðrask-
anir hjá þessum unglingum voru
þunglyndi, áfallastreita i kjölfar
misnotkunar, ofvirkni- og hegð-
unarraskanir og loks neysla
vímuefna, að sögn Ólafs Ó. Guð-
mundssonar yfirlæknis á BUGL.
BUGL skiptist í þrjár deildir:
göngudeild, þangað sem langflest-
ir leita, barnadeild og unglinga-
deild. Á unglingadeild dvelja ein-
staklingar á aldrinum 13-17 ára.
Ólafur sagði, að af samtals 100
innlögnum á unglingageðdeild
árið 1995 hefði í 13% tilvika verið
um sjálfsskaða og sjálfsvígstil-
raunir að ræða. Af 168 innlögnum
2001 og 2002 væri hlutfall þeirra
sem reyndu að taka líf sitt eða
höfðu skaðað sig komið upp í
32,7%.
„Það er því ljóst að sjálfs-
skaðahegðun og sjálfsvígstilraun-
ir unglinga er vaxandi ástæða
fyrir innlögnum á BUGL og ein af
skýringunum fyrir vaxandi eftir-
spurn eftir þjónustu deildarinn-
ar,“ sagði Ólafur. „Þannig hafa
um 40% þunglyndra unglinga
sem leggjast inn á BUGL skaðað
sig eða gert tilraun til sjálfsvígs.
Eftir því sem líður á unglingsald-
urinn er þunglyndi orðið jafnal-
gengt hjá unglingum og fullorðn-
um og algengara hjá stelpum
heldur en strákum.“
Ólafur sagði vitað, að þung-
lyndi, áfallastreita og hegðun-
arraskanir væru sýnilegri hjá
unglingum nú heldur en áður.
Frekar væri leitað eftir þjónustu
vegna þessa nú heldur en áður,
meðal annars vegna minni for-
dóma.
„Væntanlega endurspeglar
það að einhverju leyti raunveru-
lega aukningu þessum vanda,“
sagði Ólafur. „Í nágrannalöndun-
um hefur sama þróun átt sér stað
og það hefur verið um raunveru-
lega aukningu að ræða. Eitt af því
sem menn hugleiða er hvort þetta
sé af völdum einhverra þátta í
samfélaginu og þá hvaða þátta.“
Í um 11% tilvika var vímu-
efnanotkun til staðar hjá þeim
sem lögðust inn á árunum 2001 og
2002, að sögn Ólafs. Af þeim
höfðu rúm 70% gert tilraun til
sjálfsvígs sem var þá innlagnar-
ástæðan á BUGL.
jss@frettabladid.is
20 24. september 2004 FÖSTUDAGUR
BÍLADAGAR Í PARÍS
Bílasýningin í París hefst formlega í dag
þegar Jacques Chirac Frakklandsforseti
opnar sýninguna fyrir almenningi. Bíla-
blaðamenn víðs vegar að úr heiminum
fengu í gær og í fyrradag að skoða sýning-
una fyrstir manna.
Ungir vísindamenn á leið í Evrópukeppni:
Hasskötturinn og sköpunargáfan
MENNTAMÁL Evrópukeppni ungra
vísindamanna hefst á Írlandi á
morgun og stendur til 30. septem-
ber. Tvö íslensk verkefni taka þátt
í keppninni, annars vegar verkefn-
ið „Hasskötturinn“ og hins vegar
verkefni um „Áhrif umhverfis á
sköpunargáfu“.
Fulltrúar landsins eru vinnings-
hafar í Landskeppni ungra vísinda-
manna á Íslandi árið 2004 sem fór
fram í Háskólanum 19. maí. Verk-
efnið „Hasskötturinn“ fjallar um
hvort unnt sé að nota ketti til að
leita að fíkniefnum, en að baki
verkefninu eru Elísa Guðrún
Brynjólfsdóttir, Eva María Þrast-
ardóttir og Stefán Þór Eysteinsson,
nemendur í Verkmenntaskóla
Austurlands. Leiðbeinendur þeirra
eru Þórður Júlíusson og Gunnar
Ólafsson. „Áhrif umhverfis á sköp-
unargáfu“ kannar hvort umhverfi
hafi áhrif á sköpunargáfu vél-
menna. Að verkefninu stendur
Hrafn Þorri Þórisson, nemandi við
Fjölbrautarskólann við Ármúla, en
leiðbeinandi hans er Ólafur H.
Sigurjónsson.
Í gær var skrifað undir sam-
starfssamning Rannsóknarþjón-
ustu Háskóla Íslands, Íslands-
banka og Sjóvár-Almennra sem
tryggja á verkefninu „Ungir vís-
indamenn á Íslandi“ 1,5 milljónir
króna árlega næstu þrjú árin. ■
Þriðjungur unglinga á
geðdeild reyndi sjálfsvíg
Réttur þriðjungur þeirra unglinga sem lögðust inn á barna- og unglingageðdeild á árunum
2001 og 2002 hafði reynt að taka líf sitt eða skaðað sjálfan sig. Sjálfsvígstilraunir og
sjálfsskaðahegðun unglinga er vaxandi ástæða fyrir innlögnum á BUGL.
STUTT VIÐ „UNGA VÍSINDAMENN“
Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands og
Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka skrifuðu í gær undir samstarfssamning Rann-
sóknaþjónustu Háskólans og Menningarsjóðs Íslandsbanka og Sjóvá-Almennra um verk-
efnið „Ungir vísindamenn á Íslandi“.
Í BANKANUM
Auk þess að skrá sig sem velunnara
Krabbameinsfélagsins á afgreiðslustöðum
KB banka er nú hægt að hringja í félagið
og skrá sig.
Krabbameinsfélagið:
Kraftur í
söfnunina
HEILBRIGÐISMÁL Í apríl hófst söfnunin
„Þitt framlag skiptir máli“ þar sem
Krabbameinsfélag Íslands og KB
banki sameinast um söfnun velunn-
ara fyrir Krabbameinsfélagið.
Auk þess að skrá sig á af-
greiðslustöðum bankans getur fólk
nú hringt í Krabbameinsfélagið í
síma 540 1900 og skráð sig sem vel-
unnara félagsins með reglulegu
framlagi. Stefnt er að því að safna
3.000 nýjum velunnurum.
KB banki er aðalstyrktaraðili
Krabbameinsfélagsins, en bankinn
hefur heitið því að leggja fram 500
krónur fyrir hvern sem bætist í hóp
velunnara. ■
SJÁLFSVÍG OG SJÁLFSSKAÐAR
Undirrót tilrauna til sjálfsskaða eða sjálfsvíga hjá unglingum eru þunglyndi, áfallastreita í kjölfar misnotkunar, ofvirkni- og hegðunarraskanir og neysla vímuefna.
1996 1997 1998 1999 2000
36
33
49
59
76
2001 2002
82
86
2003
83
HEILDARFJÖLDI ALLRA
INNLAGNA Á BUGL:
Skemmtiferðaskip
til Íslands:
Fjölgun
í sumar
FERÐAMÁL Sjötíu skemmtiferðaskip
komu til Reykjavíkur í sumar og er
það tólf skipum meira en síðasta
sumar.
Í fréttabréfi Samtaka ferðaþjón-
ustunnar segir að varlega áætlað
hafi um 38 þúsund farþegar komið
með skipunum. Aukningin er talin
verulega ánægjuleg þar sem færst
hefur í aukana að Reykjavíkurhöfn
sé notuð sem skiptihöfn og farþegar
gisti hér áður en þeir fara annað
hvort aftur um borð eða heim til sín
með flugi. Þannig höfðu um tíu
skemmtiferðaskip farþegaskipti
hér í sumar sem er helmingsaukn-
ing frá í fyrra.
Alls komu 54 skemmtiferðaskip
til Akureyrar í sumar og hafa um 70
skip tilkynnt komu sína þangað á
næsta ári. ■