Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 49
TORFÆRA Haraldur Pétursson tryggði sér Íslandsmeistaratitil- inn í torfæruakstri í lokaumferð Íslandsmeistaramótsins sem ekin var á Hellu á dögunum. Var þetta þriðja árið í röð sem Haraldur verður Íslandsmeistari og í fimm- ta skiptið sem hann hampar þess- um titli. Afrek Haraldar nálgast nú afrek Gísla Gunnars Jónsson- ar, sem hefur orðið Íslandsmeist- ari sex sinnum, þar af fimm sinn- um í röð frá árinu 1997 til 2001. Allar brautirnar í þessari keppni voru mjög erfiðar og reyndu virkilega á ökutæki og ökumenn. Margir ökumannanna áttu í erfið- leikum vegna bilana en vafalaust hafa vonbrigðin verið sárust hjá Sigurði Þór Jónssyni og hans mönnum en Sigurður sprengdi bæði vél og skiptingu í fyrstu brautinni. Ljómandi dagur „Þetta var ljómandi dagur,“ sagði Haraldur Pétursson eftir keppnina. „Ég náði forskoti strax í fyrstu brautinni en missti það svo niður í 5. og 6. braut en þar lenti ég tvisvar út úr brautinni. Mér tókst svo að vinna forskotið upp aftur í ánni. Þá var ég kominn með 45 stiga forskot á næsta mann. Svo tókst mér að aka alla mýrina og komst þá vel upp fyrir hina. Mýrin var svakalega erfið í dag og hefur hún varla verið erfiðari. Ég var sá eini sem gat ekið mýrina alla,“ sagði Haraldur, sem lauk keppninni með 315 stiga forskoti. „Ætli það sé ekki vegna þess að ég er á Musso, það er eina skýringin sem mér dettur í hug,“ svaraði Haraldur þegar hann var inntur eftir skýringum á því hvers vegna honum tókst að aka mýrina alla þrátt fyrir að fara síðastur í þá braut. „Mýrin var mjög erfið núna. Þegar ég var kominn að pyttinum þar sem flestir festu sig var ég búinn að rífa öll plastfilmulögin af gleraugunum. Fljótlega eftir það varð ég að taka af mér gler- augun og ég hafði ekki undan að blikka augunum og reyna að byrgja fyrir aurinn sem jóst yfir mig. Oft hefur verið hægt að sneiða framhjá pyttunum í braut- inni en nú var það ekki hægt. Maður varð bara að láta vaða í þá og sem betur fer var Mussoinn að vinna vel núna,“ sagði Haraldur, sem hefur nú landað báðum tor- færutitlunum, Íslandsmeist- aratitlinum með miklum yfir- burðum og heimsbikartitlinum eftir harða keppni við öfluga keppinauta frá Noregi og Svíþjóð. Gunnar Gunnarsson á Trúðn- um innsiglaði Íslandsmeistaratit- ilinn í götubílaflokki þrátt fyrir að hann lenti í 2. sætinu að þessu sinni „Íslandsmeistaratitillinn hefði mátt koma með 1. sætinu en það gekk bara ekki betur en þetta,“ sagði Gunnar eftir keppn- ina. „Það má segja að fimmta og sjötta brautin hafi gert útslagið hjá mér. Ég fer fyrstur í 5. braut- ina og geri leiðina greiðfæra fyrir hina. Þegar ég kem að enda- hliði hennar kastast ég til hliðar svo að ég næ ekki að fara al- mennilega í gegnum hliðið, fer eiginlega út úr brautinni svo að ég fæ ekki fullt hús stiga þar. Ég fer síðan síðastur í 6. brautina en þá var búið að spóla barðið í enda brautarinnar svo hrikalega að það var eins og að keyra á steinvegg. Ég kastaðist til og var að fara fram af klettinum. Þá setti ég Trúðinn í bakkgírinn og bakkaði aftur niður. Ég vildi frekar gera það en að eyðileggja bílinn. Í mýrinni hafði ég lítið útsýni. Aur- inn gekk yfir mig, ég varð að taka af mér gleraugun en þá fylltust augun af leir, ég sá ekkert og varð að slá af. Maður tekur ekki séns- inn á að keyra bara eitthvert út í loftið,“ sagði Gunnar Gunnars- son, sem er nú Íslandsmeistari í götubílaflokki í þriðja sinn. „Það er aðstoðarmönnum mín- um og kostendum að þakka að ég náði þessum titli, og kannski pínulítið mér,“ sagði Gunnar að lokum. JAK Fimmti titillinn kominn í höfn Haraldur Pétursson vann Íslandsmeistaratitilinn í torfæruakstri þriðja árið í röð á dögunum. FÖSTUDAGUR 24. september 2004 33 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Ryan Giggs, leikmaður Manchest-er United, hefur tekið út tveggja leikja keppnisbann og mun leika með Wales gegn Englendingum 9. október á Old Trafford. Giggs varð uppvís að því að gefa mótherja sín- um olnbogaskot í leik gegn Rússum á EM í Portúgal fyrr á þessu ári og missti þar af leiðandi af tveimur fyrstu leikj- um Wales í und- ankeppni HM. Robbie Savage hefur einnig verið valinn í lið Wales en verður ekki með gegn Englendingum vegna leik- banns. Savage hefur áfrýjað dómn- um en ólíklegt er að honum verði hnekkt. Todd MacCull-och, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA, tilkynnti ný- lega að hann væri hættur í körfubolt- anum. MacCulloch er kanadískur að uppruna og lék þrjú tímabil með Six- ers og eitt með New Jersey Nets. Hann greindist með dularfullan hrörnunarsjúkdóm fyrir rúmu ári og hefur ekki leikið körfubolta síðan. MacCulloch gekkst undir skurð- aðgerð í byrjun þessa árs til að freista þess að ná sér að nýju en náði eng- um bata og ákvað því að láta gott heita. „Maður getur ekki spáð fyrir um svona lagað og því miður ráðum við ekki alltaf örlögum okkar,“ sagði MacCulloch. Roy Keane hjáM a n c h e s t e r United er þess full- viss að liðið sé á uppleið eftir að Rio Ferdinand tók út 8 mánaða leikbann vegna skróps í lyfja- prófi. Ferdinand lék sinn fyrsta leik eftir bannið gegn Liverpool á Old Trafford fyrr í vikunni og var gömlu erkifjendunum erfiður heim að sækja. „Hann er mjög vel á sig kom- inn líkamlega og er mikilvægur í vörn liðsins,“ sagði Keane og bætti við að fjarvera hans hefði valdið liðinu erf- iðleikum, bæði á vellinum og hugar- farslega séð. „Núna er hann kominn aftur og þá getum við farið að spila eins og menn.“ Bandaríski sprett-h l a u p a r i n n Maurice Greene hafði lítið að segja í hinn öfluga Justin Gatlin, sem burstaði keppni í 100 metra hlaupi í Yokohama í Japan í fyrrakvöld. Greene varð uppvís að þjófstarti og endaði í fimmta sæti í hlaupinu. Gatlin, sem er núverandi ólympíu- meistari, sigraði með yfirburðum á 9,97 sekúndum en Leonard Scott varð í öðru sæti á 10,13. Þriðji var heimamaðurinn Nobuharu Asahara sem hreppti þriðja sætið á 10,2 sek- úndum. Gatlin var hæstánægður eftir hlaupið og var sem fyrr með skemmtilegar staðhæfingar. „Ég virð- ist vera sá besti í dag og hlakka til að koma hingað á næsta ári,“ sagði Gatlin. Sergio Garcia,kylfingurinn litríki frá Spáni, sýndi og sannaði að hann er ekki peningaþyrstur maður þegar kemur að golfi. Hann ákvað að taka ekki þátt í HSBC World Match Play-mót- inu í Wentworth og leika í staðinn á Mallorca Classic í heimalandinu. Ein milljón punda er í boði fyrir sigur- vegarann í Wentworth en á Mallorca eru aðeins 113 þúsund pund í boði fyrir fyrsta sætið. Þess má geta að Garcia er þriðji kylfingurinn sem afboðar komu sína því Tiger Woods og Phil Mickelson hættu einnig við þátttöku á mótinu. Dajuan Wagner, leikmaðurCleveland Cavaliers í NBA, á ekki sjö dagana sæla eftir að stjúpfaðir hans var handtekinn og ákærður fyr- ir fíkniefnabrot. Leonard Paulk, stjúpfaðir piltsins, tilheyrir 14 manna hópi sem er gefið að sök að hafa skipulagt stóran eiturlyfjahring. ÚRSLIT KEPPNINNAR Sérútbúinn flokkur 1. Haraldur Pétursson, Musso 2000 2. Gunnar Egilsson, Cool 1685 3. Leó Viðar Björnsson 1620 4. Jónas Karl Sigurðsson, Batmann 1310 5. Ólafur Bragi Jónsson, Tómaur 1210 Götubílaflokkur 1. Ragnar Róbertss., Pizza 67 Willys 1655 2. Gunnar Gunnarsson, Trúðurinn 1330 3. Bjarki Reynisson, Dýrið 1295 4. Karl Víðir Jónsson, Team Frosti 1290 5. Pétur V. Pétursson, Sprautarinn 830 STAÐAN Í ÍSLANDSMEISTARA- MÓTINU Sérútbúinn flokkur 1. Haraldur Pétursson, Musso 46 2. Helgi Gunnarsson, Gæran 28 3. Leó Viðar Björnsson 19 4. Sigurður Þór Jónss., Toshiba Tröllið 16 5. Daníel Ingimundars., Green Thunder 11 6. Ólafur Bragi Jónsson, Tímaur 9 7. Björn Ingi Jóhannsson, Fríða Grace 9 8. Gunnar Egilsson, Cool 8 9. Gunnar Ásgeirss., The GoodYear Eagle 8 10. Jónas Karl Sigurðsson Batmann 4 Götubílaflokkur 1. Gunnar Gunnarsson, Trúðurinn 46 2. Ragnar Róbertss., Pizza 67 Willysinn 40 3. Bjarki Reynisson, Dýrið 27 4. Pétur V. Pétursson, Sprautarinn 20 5. Daníel Karlsson, Team Frosti 11 6. Karl Víðir Jónsson, Team Frosti 4 7. Loftur Matthíasson, Team Frosti 4 Hlynur Jónsson, Tasmaníu djöfullinn 2 ÍSLANDSMEISTARARNIR Gunnar Gunn- arsson og Haraldur Pétursson voru léttir í bragði eftir að hafa landað Íslandsmeist- aratitlunum. Fréttablaðið/JAK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.