Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 57
FÖSTUDAGUR 24. september 2004 ■ LISTSÝNING  DJ Shaft þeytir skífum og fleiru á Kaffi List.  Dávaldurinn Sailesh ásamt DJ Kusi- ak verður á Broadway í kvöld. ■ ■ ÚTIVIST  11.00 Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd, SJÁ, efna til fyrstu göngu eftir sumarfrí frá strætis- vagnastöðinni í Mjódd. Gangan tekur um þrjár klukkustundir. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Norski rithöfundurinn Thor- vald Steen heldur fyrirlestur í Norræna húsinu. Pallborðsum- ræður verða í kjölfarið þar sem taka munu til máls Örnólfur Thorsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Torfi H. Tulinius og Vilborg Davíðsdóttir. Jafnframt áritar Thorvald bók sína Undir svikulli sól, sem fjallar um síðustu daga Snorra Sturlusonar. ■ ■ FUNDIR  20.00 Skógræktarfélag Eyfirðinga og Landvernd efna til kynninga- fundar í Deiglunni á Akureyri. Hörður Kristinsson grasafræðing- ur kynnir þær hugmyndir sem fram hafa komið um þjóðarblóm Íslands og Guðmundur Halldórs- son skordýrafræðingur fjallar um skordýrin í skóginum. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. ■ ■ SAMKOMUR  20.00 Pétur fjallar um Íslandssögu á opnu húsi í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birt- ingu. Rokksveitin Mínus ætlar að spila á tvennum tónleikum á Gauk á stöng í kvöld. Þetta verða síðustu tónleikar sveitarinnar áður en hún fer í tónleikaferð með hinum heimsfrægu rokkurum í Papa Roach sem hefst í Birmingham næsta þriðjudag. Fyrri tónleikarnir á Gauknum standa yfir frá 17.00 til 19.00 og eru fyrir alla aldurshópa. Hljóm- sveitin New Rose hitar upp og frítt verður inn í boði Dominos og OgVodafone. Seinni tónleikarnir hefjast klukkan 23.00. Þar koma fram ásamt Mínus, hljómsveitirn- ar Manhattan, Solid I. V. og Drep Mínus tvenna ■ TÓNLIST MÍNUS Rokksveitin Mínus verður væntanlega í miklu stuði á Gauki á stöng í kvöld. „Norður og niður“ nefnist sýning ungra listamanna frá Íslandi, Sví- þjóð og Noregi sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag. Auk hennar sýna frá Íslands hálfu þau Ragnar Jónasson, Rakel Gunnarsdóttir, Guðný Rúnars- dóttir og Guðmundur Thorodd- sen. Frá Svíþjóð eru þau Malin Ståhl, Carl Boutard, Hans Ander- son, Matthias Akerfeldt og Sanna Gabrielson. Finnarnir eru svo Milja Viita, Timo Vaittinen, Karri Kuoppala, Markus Perala og Marjaterttu Harri. Sýningin er hugsuð sem far- andsýning og verður sett upp í Helsinki og Stokkhólmi á næsta ári. Á hverjum stað verður gest- um boðið að sýna verk sín, og hér á landi eru það þau Darri Lorenzen, Dodda Maggý, Hildigunnur Birgisdóttir, Huginn Þór Arason, Hörn Harðardóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Pétur Már Gunnarsson sem verða gestir sýningarinnar. Allir hafa listamennirnir unnið baki brotnu síðustu daga við að koma listaverkum sínum fyrir í sýningarsalnum í kjallara Nor- ræna hússins. „Hér verður mikið af vídeó- verkum, líka mikið af málverkum og skúlptúrum og svo eitt hljóð- verk og einhver veggverk sem eru unnin beint á vegginn,“ segir Sólveig. Sjálf sýnir hún lakkríslunda, sem henni fannst táknrænt að gera fyrir þessa sýningu. „Lundinn er svo mikið túrista- tákn, samt hef ég aldrei séð lunda sjálf.“ ■ Ungir listamenn fara norður og niður NORÐUR OG NIÐUR Í kjallara Norræna hússins sýna ungir myndlistarmenn frá Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi verk sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.