Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 50
34 24. september 2004 FÖSTUDAGUR goddi.is, Auðbrekka 19, 200 Kópavogi, sími 544 5550 • Getum útvegað verktaka til lagningar • Vönduð vinna • Vandað efni • Alltaf ódýrastir Ný sending komin af bræðslu þakpappa frá þekktustu þakpappa- verksmiðju Finnlands goddi.is, Auðbrekka 19, 200 Kópavogi, sími 544 5550 KATEPAL þakflísar skapa kórónu hverrar byggingar. Yfir 60 ára reynsla um allan heim. Viðhaldsfrítt. Mjög auðveld lagning á margbrotin þök. Ekkert tjörumak. Fallegar þakflísar goddi.is Auðbrekka 19 kópavogi sími 544 5550 Geymsluvandamál úr sögunni Frábær bjálkageymsluhús sem leysa geymsluvanda sumarbústaða og garðeigenda. Seljum síðustu húsin með stórlækkuðuverði. Gullfalleg bjálkahús ca. 54 fm með 13 fm verönd á ótrúlegu verði aðeins kr. 1.590.000,- Upplýsingar: Goddi ehf. Auðbrekku 19, 200 Kópavogur. sími 544 55 50 Helsinki bjálkahús FH-ingar eru ekki að missa aðstoðarþjálfarann sinn til Dundee United: Dundee vill starfa með FH Eftir miklu að slægjast Undanúrslit í Visa-bikarkeppninni fara fram um helgina. KA getur hefnt ófara sinna gegn FH og 1. deildarlið HK mætir Keflavík. FÓTBOLTI Um helgina fara fram und- anúrslitaleikirnir í Visa-bikar- keppni karla en nýlunda er að úrslitakeppnin fari fram að loknu Íslandsmótinu. Á laugardaginn mæta Íslandsmeistarar FH liði KA á Laugardalsvelli og degi síðar fer fram seinni leikurinn milli HK og Keflavíkur. Aðeins er tæp vika síðan FH sigraði lið KA fyrir norðan 1-2 og tryggði sér með því Íslandsmeist- aratitilinn en dæmdi um leið lið KA til setu í fyrstu deildinni að ári. Verður því um athyglisverðan leik að ræða enda gefst norðan- mönnum gullið tækifæri til að hefna sín svo um munar. Þorvald- ur Örlygsson, þjálfari KA, segir liðið reiðubúið í leikinn og vilja innan þess til sigurs. „Okkur hefur gengið mjög bærilega í bik- arkeppnum hingað til án þess þó að hafa náð að klófesta bikarinn sjálfan en með sigri gegn FH gefst tækifæri til þess á ný.“ Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, segir sína menn komna niður úr skýjunum eftir sigurinn í Landsbankadeildinni og eftir miklu sé að slægjast með sigri enda hafi FH líkt og KA aldrei unnið bikarkeppni áður. „Við vit- um að hverju við göngum gegn KA og það segir sig sjálft að við förum ekki út á völl nema til að sigra og komast alla leið í úrslit- in.“ Athyglisvert er að fari FH alla leið og vinni bikarinn einnig munu annað hvort HK eða Keflavík spila í Evrópukeppni félagsliða þar sem Íslandsmeistararnir munu spila í undankeppni Meist- aradeildarinnar. Það er því meira í húfi fyrir sigurvegarann í leik HK og Kefla- víkur en eingöngu að komast í úr- slit bikarkeppninnar. Það vegur ekki þungt á Gunnari Guðmunds- syni, þjálfara HK, sem segir enga pressu fyrir leikinn. „Það er frá- bær árangur að komast í undan- úrslitin og miklu lengra en við þorðum nokkurn tíma að vona. Strákarnir fá nú að njóta þess að vera án allrar pressu og kannski að það hjálpi þó Keflavík sé sterkara liðið á pappírnum.“ Bæði Keflavík og HK unnu sína síðustu leiki stórt. Keflavík vann Fram 6-1 í Landsbankadeild- inni og HK sigraði Stjörnuna með sama markahlutfalli í fyrstu deildinni. Bæði lið hafa enn fremur komist þetta langt í bikar- keppninni án þess að hafa fengið mark á sig. albert@frettabladid.is KOMDU MEÐ BIKARINN, ÉG Á HANN! Fyrirliði KA, Atli Sveinn Þórarinsson, slæst hér um VISA-bikarinn við Heimi Guðjónsson, fyrir- liða FH. Þessi lið mættust einnig um síðustu helgi er FH varð Íslandsmeistari en þeir sendu KA niður í 1. deildina á sama tíma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N HVAÐ GERIR HK? HK hefur komið liða mest á óvart í bikarnum í ár. Þeir gerðu sér meðal annars lítið fyrir og slógu bikarmeistara ÍA út úr keppninni. Þeir mæta Keflavík á sunnudag. FÓTBOLTI Orðrómur hefur gengið þess efnis að aðstoðarþjálfari FH, Leifur Garðarsson, sé á leið til Dundee United þar sem hann átti að taka við unglingastarfi félags- ins. Þjálfari félagsins, Ian McCall, segir aftur á móti í samtali við breska fjölmiðla í gær að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum. Aftur á móti er Dundee að ræða við FH varðandi samstarf með leik- mannasamskipti. „Við erum að skoða möguleik- ann á að fara í samstarf við FH,“ sagði McCall, sem lék eitt sinn með FH og kynntist þá Leifi en þeir hafa haldið góðu sambandi síðan. „Ég þekki Leif vel frá því ég var á Íslandi en hann er ekki á leið til okkar. Það gæti aftur á móti verið gott fyrir báða aðila að fara í samstarf. Við gætum til að mynda fengið lánaða menn hvort frá öðru ef félögin missa 2-3 menn í meiðsli. Það myndi gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri til þess að næla sér í mikilvæga reynslu,“ sagði McCall. Annars er það einnig að frétta af FH-ingum að enn bætist í hóp þeirra félaga sem hafa áhuga á hinum stórefnilega Emil Hall- freðssyni. Lið í Bretlandi eru farin að sýna honum aukinn áhuga og Everton, Crewe og Dunfermline eru meðal þeirra liða sem talin eru hafa áhuga á Emil. Norska liðið Tromsö er einnig sagt hafa áhuga á að fá Emil í raðir sínar. ■ Enska knattspyrnusambandið styður Sven-Göran: Hefur fullan stuðning FÓTBOLTI Það líður vart vika án þess að bresku blöðin tali um að Sven- Göran Eriksson sé að yfirgefa enska landsliðið til þess að taka við einhverju félagsliði. Þessi saga er kviknuð enn eina ferðina eftir að þjálfarastaðan hjá Real Madrid losnaði. Bresku blöðin gáfu það í skyn í gær að Eriksson myndi taka við Real en nú er forráðamönnum enska knattspyrnusambandsins nóg boðið. Þeir tjáðu sig um málið í gær og sögðu að Eriksson hefði fullan stuðning sambandsins og væri því ekki á förum. „Þessar endalausu dylgjur eru ekkert að hjálpa okkur. Þess vegna teljum við okkur knúna til þess að lýsa því yfir að Eriksson hefur fullan stuðning enska knatt- spyrnusambandsins,“ sagði í yfir- lýsingu enska knattspyrnusam- bandsins í gær. Eriksson hefur gert gott betur og lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á að taka við stjórnar- taumunum hjá Real. ■ EKKI TIL DUNDEE Ekkert verður af því að Leifur Garðarsson fari til Skotlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.