Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 42
Galli á gjöf Njarðar Sjónvarpsstjarnan viðkunnanlega Oprah Winfrey kom áhorfendum í sjónvarpssal vægast sagt skemmtilega á óvart fyrir skemmstu. Hún hafði valið sér- staklega fólk í salinn sem vant- aði fyrir einhverra hluta sakir nýjan bíl – og Oprah gerði sér lítið fyrir og gaf hverjum einasta gesti nýjan Pontiac að verð- mæti 28.500 Bandaríkjadala (tæpar tvær milljónir króna). Alls runnu því 276 bílar út. En nú er komið babb í bátinn. Skattayfirvöld í Bandaríkjunum eru ekki jafnörlát í skapi og sjón- varpsstjarnan og heimta nú að hinir lánsömu gestir í sjónvarpssal reiði af hendi sjö þúsund dali í skatta (um hálfa milljón króna). Hópurinn í sjón- varpssalnum er vitaskuld ekki sá loðnasti um lóf- ana og eiga margir í stökustu vandræðum með að ákveða hvernig þeir greiða úr þessari flækju. Grennri Playstation Sony í Evrópu hefur kynnt nýtt útlit á hinni vinsælu Playstation-tölvu. Nýja útgáf- an er mun rennilegri en sú gamla og hefur þar að auki aukna nettengi- möguleika innbyggða. Gamla útgáfan var 7,8 senti- metra þykk en hin nýja aðeins fimm og er einnig helmingi léttari. Eign lífeyrissjóða 900 milljarðar Íslensku lífeyrissjóðirnir áttu tæplega níu hundruð milljarða króna í lok júli. Eignin hefur hækkað um 22 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Greiningar- deild Landsbankans sagði frá þessu í gær í Vegvísi. Þar kom einnig fram að stærstur hluti eignarinnar er í íslenskum verðbréfum, eða 44 prósent. Það hlutfall hefur lækkað frá því í fyrra enda hefur verðmæti annarra eigna, sérstaklega hlutabréfa- eignar, hækkað mjög hratt í ár. Um ellefu prósent eigna lífeyrissjóðanna eru í lánum til sjóðsfélaga. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.603 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 384 Velta: 4.069 milljónir +0,65% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Verð á hlutabréfum í Símanum rauk upp í Kauphöll Íslands í gær. Félagið er skráð í kauphöllinni þótt einungis eitt prósent félags- ins sé í eigu annarra en ríkisins. Verð bréfanna hækkaði um sext- án prósent. Samkvæmt verðmati á mark- aði er Síminn því um 66 milljarða virði og fimmta verðmætasta fé- lagið í Kauphöll Íslands. Aðeins bankarnir þrír og Actavis eru verð- mætari. Landsbankinn er á góðri leið með að verða jafn verðmætur og Íslandsbanki. Í lok viðskipta í gær var Landsbankinn metinn á 101,25 milljarða en Íslandsbanki á 102 milljarða. 26 24. september 2004 FÖSTUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 49,20 -0,81% ... Bakkavör 28,00 -0,71% ... Burðarás 14,80 +1,37% ... Atorka 4,70 +3,52% ... HB Grandi 7,70 - ... Íslandsbanki 10,20 - ... KB banki 486,00 +0,21% ... Landsbankinn 12,50 +3,31% ... Marel 52,00 -0,95% ... Medcare 6,55 +0,77% ... Og fjarskipti 3,75 +1,35% ... Opin kerfi 25,90 -0,38% ... Sam- herji 13,30 +5,56% ... Straumur 8,75 +4,17% ... Össur 88,50 +4,12% Samherji 5,56% Straumur 4,17% Össur 4,12% Marel -0,95% Jarðboranir -0,91% Actavis -0,81% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Nýrri handbók um sérleyfi er ætlað að vera athafna- mönnum til gagns við stofn- un og rekstur sérleyfisfyrir- tækja. Út er komin handbók um stofnun og rektur sérleyfisfyrirtækja. Emil B. Karlsson, verkefnastjóri hjá Samtökum verslunar og þjón- ustu, ritaði bókina og afhenti Val- gerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrsta eintakið á þriðjudag. Alþjóðleg vörumerki, til dæmis í fatnaði og matvöru, eru gjarnan háð viðskiptasérleyf- um. Ákveðinn aðili fær heimild frá móðurfélaginu til að reka fyrirtæki í nafni þess á tilteknu svæði gegn því að inna af hendi greiðslur og starfa í samræmi við staðla og venjur sem móður- félagið setur. Þekktasta dæmið um sérleyfarekstur er skyndi- bitakeðjan McDonald’s. Að sögn Emils eru viðskipta- sérleyfi notuð í mjög auknum mæli þegar fyrirtæki færa út kvíarnar. „Þetta hefur aukist mjög mikið. Það hafa komið mörg viðskiptasérleyfi til lands- ins að undanförnu og við höfum fengið margar fyrirspurnir um hvernig standa beri að slíkum rekstri. Bókin er ætluð þessum aðilum og eins þeim íslensku fyrirtækjum sem vilja nýta þessa aðferð í útrás sinni. Þetta eru leiðbeiningar um hvernig standa skuli að verki við stofnun og rekstur sérleyfisfyrirtækja,“ segir hann. Engin nákvæm skráning er til á fjölda sérleyfisfyrirtækja á Íslandi en að mati Emils eru þau í kringum 150. „Þetta er notað á sífellt fleiri sviðum,“ segir hann. „Það er talið að þettta sé það form sem mest er notað í heim- inum þegar fyrirtæki hyggjast stækka við sig,“ segir Emil. Bókin er tæpar sjötíu síður og er byggð á BSc-verkefni við Háskóla Íslands. „Það er hand- bókarsnið á þessu og leitast við að hafa þetta sem hagnýtast en ekki fræðilegt,“ segir hann. ■ FYRSTA EINTAK AFHENT Emil B. Karlsson, höfundur bókar um viðskiptasérleyfi, af- hendir Valgerði Sverrisdóttur ráðherra fyrsta eintakið. Handbók um sérleyfi MIKIÐ AFL Á bak við Burðarás standa nú öflugustu menn íslensks viðskiptalífs. Stefnan er að nýta þetta afl til stórra fjárfestingarverk- efna á erlendri grundu. Þrír stórlaxar í sama liði Sameining Burðaráss og Kaldbaks markar tímamót þar sem öflugustu einstak- lingarnir í viðskiptalífinu taka höndum saman. Mark- miðið er að nýta þetta afl til stórra fjárfestingarverkefna erlendis. Með sameiningu Kaldbaks og Burðaráss undir merkjum þess síðarnefnda er orðið til afar sterkt fjárfestingarfélag. Í eig- endahópnum eru einnig öflug- ustu hreyfingar í íslensku við- skiptalífi: Samson undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Baugur undir forystu Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og Sam- herji undir stjórn Þorsteins Más Baldvinssonar. Lokað var fyrir viðskipti með Burðarás og Kaldbak við opnun markaðar í gær. Á þeirri stundu sátu fulltrúar þessara þriggja og lögðu lokahönd á viðskiptin. Það tók þó lengri tíma en menn höfðu ætlað. Undir lok dags var tilkynnt um sameiningu félaganna. Burðarás er eftir sameiningu með hátt í 40 milljarða í eigið fé og markaðsvirði upp á um 80 milljarða. Björgólfsfeðgar ráða för í félaginu, en Jón Ásgeir og Þorsteinn Már verða með sín hvor fimm prósentin. Við styrk félagsins bætist að á bak við það eru einstaklingar sem geta komið með aukið fé ef á þarf að halda. Telja verður líklegt að ef ráðist verður í stór erlend fjár- festingarverkefni muni Jón Ás- geir og Þorsteinn Már auka hlut sinn í félaginu. Markmið Burða- ráss er að eigið fé verði á bilinu 35 til 45 prósent. Miðað við nú- verandi eigið fé ræður félagið við eignasafn að verðmæti yfir 100 milljarða. Baugur vinnur að 93 millj- arða fjárfestingu. Líklegt er miðað við fyrri samvinnu Kald- baks og Baugs að Kaldbakur hafi þegar skuldbundið sig til aðkomu að kaupum á Big Food. Með sameiningu verður Burða- rás því að öllum líkindum aðili að verkefninu. Auk þess að hafa mikið afl eru erlend tengsl mikil í eig- endahópnum. Jón Ásgeir er þegar orðinn stórt nafn í smá- söluverslun í Bretlandi. Þor- steinn Már, er vel tengdur innan alþjóðlegs sjávarútvegs og Björgólfur Thor er með mikil tengsl bæði í alþjóðlegum fjár- málaheimi og í Austur-Evrópu. Stór egó Enginn þessara manna er vanur að sitja í farþegasæti í viðskipt- um. Þar er komin ástæða þess að dróst að ganga frá viðskipt- unum. Við samningaborðið sátu Þorsteinn Már og fulltrúar Jóns Ásgeirs og Björgólfs Thors sem voru í símasambandi við sína menn. Þrjú stór egó tókust á og samkvæmt heimildum var ekk- ert eitt atriði ásteytingarsteinn. Þarna tókust á menn sem ekki eru vanir að gefa mikið eftir í viðskiptum. Það tók því nokkurn tíma að ganga frá viðskiptunum, þótt meginlínur samningsins hafi legið fyrir í gærmorgun. Úti á markaði brutu menn heilann um hvað væri að gerast og hver markmiðin væru. Ein kenningin var sú að út úr þess- um viðskiptum myndu Þor- steinn Már og Jón Ásgeir fá Eimskipafélagið í sinn hlut. Einnig er talið að Þorsteinn Már hafi áhuga á Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Rökin voru þau að allir aðilar væru vanir að ráða stefnu sinna fjárfestinga. Ólíklegt væri að Þorsteinn Már og Jón Ásgeir muni sættast á til lengdar að Björgólfur Thor ráði ferðinni. Þessum kenningum er neitað og aðilar samningsins segja afl til erlendra fjárfestinga aðal- markmið sameiningar. Engar eignir félaganna hafi hangið á spýtunni við þessi viðskipti. Auk Big Food-verkefnis Baugs er Björgólfur Thor með stór fjar- skiptaverkefni á teikniborðinu. Annað er í Ungverjalandi, en hitt er að sögn stærra og gæti tengst einkavæðingu í stærra landi í Austur-Evrópu. Við slík verkefni getur skipt miklu að vera með sterkt fjárfestingarfé- lag á sínum snærum, auk þess að vera með hluthafahóp sem getur auðveldlega aukið hlutafé ef á þarf að halda. Kaldbakur einn og sér var of lítill fyrir Baug og Samherja. Landsbankinn, sem lýtur stjórn Björgólfs, hefur unnið með Baugi í nokkrum verkefn- um. Þessir aðilar hafa þó ekki ruglað saman reytum að öðru leyti. Björgólfsfeðgar hafa fetað einstigi vinsælda og óvinsælda stjórnmálaafla og bein tengsl við Baug ekki verið talin heppi- leg í þeim línudansi. Ekki er enda víst að allir gleðjist yfir tíðindunum. Innan viðskiptalífsins er mik- il spenna yfir möguleikum er- lendis. Í Bretlandi geta menn með afl og tengsl keypt vel rek- in fyrirtæki á mun lægra verði en innanlands. Við slíkar að- stæður spila þeir saman sem telja sig fá mest út úr samvinn- unni hverju sinni. Þar verður engin undanskilinn sem ætlar á annað borð að freista gæfunnar í alþjóðlegum fjárfestingum. ■ HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR BAKSVIÐS SAMEINING BURÐARÁSS OG KALDBAKS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.