Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 23
Það er mikilvægt að útsvarsgreiðendur viti hvað fer fram í höll Orku- veitunnar því að daglega er verið að taka áhættu með fjármuni borgaranna. Brennt barn ætti að forðast eldinn Undirrituð hefur setið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur undanfarin tvö ár sem trúnaðarmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Á þess- um tíma hafa góðar ákvarðanir verið teknar fyrir félagið eins og til dæmis samningur um rafmagns- sölu til Norðuráls og tilraunir um djúpboranir. Því miður hefur þó orka stjórnarmanna farið í að reyna að nálgast upplýsingar um ýmsar illa ígrundaðar fjárfestingar sem ágreiningur er um hvort Orkuveita Reykjavíkur megi eða eigi yfir höfuð að nota fé skattgreiðenda í Reykjavík í. Á næstu dögum mun fjarskiptarekstri Orkuveitu Reykjavíkur ljúka og Línu.net ævintýrið verða úr sögunni. Fagna ber að endanlega hefur verið skrúfað fyrir fjáraustur í þennan vonlausa rekstur. Það er þó harm- saga hversu langur tími, mikil um- ræða og miklir peningar hafa farið í að réttlæta og fela lélegustu fjár- festingu R-listans fyrr eða síðar. Hlutverk stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur er skýrt í starfsreglum stjórnarinnar, lögum um Orkuveitu Reykjavíkur og í hlutafélagalögum. Stjórnin á að sinna eftirlitsskyldu og stefnumótun um framtíðarupp- byggingu og ákvarðanatöku fyrir- tækisins. Stjórnin hefur aldrei sett niður skýr markmið um stefnu fyr- irtækisins eða sýn. Óljóst er hvort sérstaða Orkuveitunnar og ný tæki- færi felast í jaðarveitum fyrirtæk- isins, virkjun í Skjálfandafljóti, ljós- leiðurum, breiðbandi, stafrænu sjónvarpi, risarækjueldi, raforku- framleiðslu eða myndbandagerð. Allt er leyfilegt. Það er mikilvægt að útsvars- greiðendur í Reykjavík viti hvað fer fram í höll Orkuveitunnar því að daglega er verið að taka áhættu með fjármuni borgaranna. Það er krafa útsvarsgreiðenda, eigenda Orkuveitunnar, að nýjar fjárfest- ingar verði vel kynntar, ítarlega ígrundaðar og úthugsaðar. Í stjórn Orkuveitunnar verður áreiðanlega áfram rifist um fjáraustur R-list- ans. Von er á fleiri ævintýrum því ójós gögn um verkefni sem boðin hafa verið út, trúnaðarstimpluð skjöl og leynilegir samstarfssamn- ingar gefa bjagaða mynd af nýjum áhætturekstri. Þegar maður skyldi ætla að R-listinn hafi lært sína lexíu er í farvegi að setja tæplega hálfan milljarð í ljósleiðaratengingu fyrir tæplega 5000 heimili. Stofngjaldið yrði samkvæmt þessu 100.000 kr. á heimili. Er búið að kanna hvort einhverj- ir vilji þessa þjónustu? Er þetta leið til að skapa tekjur af ljósleiðaranum eða er þetta enn einn peningahylur- inn sem útsvarið týnist í. Peningar sem enn einu sinni eiga að fara í verkefni sem felur í sér verulega áhættu. Á meðan þetta viðgengst vaxa skuldir borgarinnar á ljós- hraða, biðlistar eftir félagslegu hús- næði lengjast, einkareknir grunn- skólar skrimta og samgöngumálin frjósa. Hvenær ætla Reykvíkingar að slá hnefanum í borðið? ■ 23FÖSTUDAGUR 24. september 2004 ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR STJÓRNARMAÐUR Í OR UMRÆÐAN ORKUVEITA REYKJAVÍKUR ,, AF NETINU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. Innrásin í Írak Ástæður innrásarinnar [í Írak] verða alltaf tengdar við olíuforða landsins og heimshlutans í kring, auk þess sem ör- yggi Ísraels spilar þar líka inn í. Þá get- um við því miður ekki lokað á þann möguleika að þúsundir óbreyttra borg- ara og ótalinn fjöldi hermanna af ýms- um þjóðernum dragi ekki lengur and- ann vegna trúarskoðana eins manns. Hver er til að mynda ástæða þess að bandarísk hermálayfirvöld eru ófær um að sýna óvini sínum þá lágmarks virð- ingu að halda utan um tölur fallinna óvina. Sérstaklega þegar það var mark- mið innrásarinnar að taka yfir stjórnun í landinu þá er það umhugsunarvert að ekkert var gert til þess að vinna hug og hjörtu íbúanna á sitt band með því að sýnast umhyggjusamir, mannlegir og bera virðingu fyrir mannslífum. Það er kannski eðlilegt að þjóð sem er þekkt fyrir háa morðtíðni er ófær um að bera viðingu fyrir mannslífum annarra þjóða. Jóhann Hjalti Þorsteinsson á sellan.is Dæmigerður kverúlant Dæmigerður kverúlant hefur allt á hornum sér. Ef kverúlant væri að skrifa þennan pistil, sem ekkert skal fullyrt um hvort er, þá myndi hann eflaust byrja á því að býsnast og harma það að hugtakið kverúlant sé ekki skilgreint í íslensku orðabókinni. Það sé með ólík- indum að svo algengt orð í íslensku tal- máli skuli ekki hafa ratað inn í þetta tveggja binda og fokdýra verk. Næsta skref í kverúlantahættinum væri að rita ritstjóra orðabókarinnar bréf og lýsa yfir vonbrigðum sínum og jafnvel fara með málið í blöðin. Þannig myndi kverúlant- inn ekki sitja með hendur í skauti held- ur ganga í málin. Arnar Þór Stefánsson á deiglan.com R-listi í andaslitrum? Er framboð undir merkjum R- listans að syngja sitt síðasta? Undanfarnar vikur má segja að komið hafi fram brestir sem hljóta að valda félagshyggjufólki áhyggjum er vilja veg framboðsins sem mestan. Farsinn í kringum Austurbæjar- bíó, Ögmundur og öryrkinn, ístöðuleysi vegna vegaframkvæmda, lítil samstaða um málefni Landsvirkjunar og ýmislegt er gefið í skyn á heimasíðum borgarfull- trúa. Verktakar er starfa í Reykjavík hljó- ta að vera felmtri slegnir eftir afgreiðslu skipulagsnefndar á umsókn um niðurrif á Austurbæjarbíói. Að hlaupa eftir vind- inum við afgreiðslu á því máli er til skammar. Í einu orðinu er talað um þéttingu byggðar en í hinu er henni hafnað. Eftir situr verktaki með sárt ennið og fjárhagslegt tap. Húsið skal standa þó að rekstrargrundvöllur sé lít- ill sem enginn, en borgarsjóður mun að sjálfsögðu ekki greiða niður starfsemi hússins. Guðlaugur Sverrisson á hrifla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.