Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 21
21FÖSTUDAGUR 24. september 2004 BARNAEFNI Sjónvarpið hefur tryggt sér sýningarrétt á þáttunum um Latabæ (eða Lazytown). Gengið var frá samningum um miðja vikuna í höfuðstöðvum Latabæjar í Garðabæ, þar sem þættirnir eru teknir upp. Hluti þáttanna hefur verið sýndur í Bandaríkjunum og hafa vakið mikla athygli og að sögn náð til milljóna áhorfenda. Þættirnir eru sagðir vinsælasta barnaefni sem þar er í boði fyrir aldurshóp- inn frá tveggja til ellefu ára. „Þættirnir eru eitt stærsta verk- efni sem Íslendingar hafa ráðist í á þessu sviði. Ráðgert er að hefja sýningar á þáttunum á Íslandi upp úr áramót- um. Þættirnir, sem voru teknir upp á ensku, verða talsettir á íslensku fyrir sýningu í Sjónvarpinu,“ segir í tilkynningu Sjónvarpsins. Undir samninginn rituðu Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og Magnús Scheving, sjálfur íþróttaálfurinn. Viðstaddur var bæjarstjórinn í Latabæ og fleiri góðir gestir. ■ Amnesty: Vilja láta sleppa fanga AÞENA, AP Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt grísk stjórnvöld til að sleppa flotaforingja úr fangelsi. Hann var dæmdur til rúmlega þriggja ára fangelsisvistar fyrir að neita að gegna herþjónustu í Persaflóa meðan á innrásinni í Írak stóð. Hann sagði samvisku sína ekki leyfa slíkt. Amnesty álítur flotaforingjann samviskufanga og hvetur því til þess að honum verði sleppt úr haldi. ■ JOHN KERRY Demókratinn sækir að Bush samkvæmt nokkrum nýjum könnunum. Forsetakosningar: Bush heldur forystunni BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur naumt forskot á helsta keppinaut sinn, John Kerry, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sjónvarpsstöðvar- innar CBS og dagblaðsins Wall Street Journal. Samkvæmt könn- uninni kysu 48 prósent Bush, 45 prósent Kerry og tvö prósent óháða frambjóðandann Ralph Nader. Skekkjumörk könnunarinnar eru þrjú prósent og því er forskot Bush innan skekkjumarka. Fimm prósent þátttakenda höfðu ekki gert upp hug sinn. ■ SJÓNVARPIÐ OG LATIBÆR Þegar samningurinn við Sjónvarpið var undirritaður. Á myndinni eru Haukur Gíslason, íþróttaálfurinn Magnús Scheving, bæjarstjórinn í Latabæ, Bjarni Guðmundsson og Rúnar Gunnarsson. M YN D A RN AL D U R@ PI X. IS Latibær í Sjónvarpið: Á sjónvarpsskjáinn upp úr áramótum Lokið við breytingar í Spönginni: Bónus opnar VERSLUN Verslun Bónuss í Spöng- inni verður opnuð á ný í dag eftir miklar breytingar. Verslunin hafði verið lokuð um tíma þar sem verið var stækka hana. Gamla verslunin var um 680 fermetrar og með 5 afgreiðslukassa en eftir breyt- ingarnar verður hún um 1.400 fermetrar og með 9 afgreiðslu- kassa. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, seg- ir að framkvæmdir hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Með auknu rými verði í fyrsta skipti hægt að bjóða upp á sérvöru í Spönginni. ■ Ástralía: Tóbak má ekki sjást HEILBRIGÐISMÁL Ástralar ætla að feta í fótspor Íslendinga með lög- gjöf sem bannar að tóbak sé sjá- anlegt á sölustöðum, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustöðv- ar. Lög þessa efnis tóku gildi hér á landi 1. ágúst árið 2001. Á vefnum kemur fram að í Ástralíu hafi einhverjir mótmælt lögunum, m.a. tóbaksframleiðend- ur. Bent er á að sífellt fleiri lönd taki upp sambærilega stefnu og fjölmörg hafi þegar bannað tó- baksauglýsingar. „Við gleðjumst yfir því að tekið er eftir því sem vel er gert í tóbaksvörnum á Ís- landi og að við getum verið for- dæmi fyrir aðrar þjóðir,“ segir þar. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.