Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 18
18 24. september 2004 FÖSTUDAGUR
FLÝJA HITANN
Lögreglumenn hlaupa niður hæð til að
sleppa úr steikjandi hitanum sem mynd-
aðist þegar olíuleiðsla var sprengd norður
af Bagdad, höfuðborg Íraks. Miklar
skemmdir voru unnar á olíuframleiðslu á
svæðinu.
ASÍ segir LÍÚ verða að taka á útgerðarfélaginu Brimi :
Bera ábyrgð á úrsögn
Sólbaks úr samtökum
KJARABARÁTTA LÍÚ ber sína ábyrgð á
úrsögn skipsins Sólbaks úr samtök-
unum, segir Grétar Þorsteinsson,
forseti ASÍ. Hann segir reginmis-
skilning hjá Guðmundi Kristjáns-
syni, forstjóra Brims, að ASÍ hafi
hvatt til vinnustaðasamninga á borð
við þann sem hann gerði við áhöfn
skipsins.
„Málið snýst um Brim. Það er
sviðsetning að stofna sérstakt fyrir-
tæki utan um skipið Sólbak. Brim er
í LÍÚ og þar með í samtökum at-
vinnurekenda. Aðaleigandi og tals-
maður Brims í málinu er varamað-
ur í stjórn LÍÚ. Við teljum málið
með því yfirbragði að LÍÚ verði að
taka á því sem þarna er að gerast,“
segir Grétar.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir þá
ásamt Samtökum atvinnulífsins
ekki hafa stutt úrsögn skipsins úr
samtökum atvinnurekenda né úr-
sögn áhafnarinnar úr stéttarfé-
lögum sjómanna.
„Það er félagafrelsi í þessu landi.
Við höfum engin áhrif á hvað ein-
stakir útvegsmenn gera, ekki
frekar en verkalýðshreyfingin
ræður ekki í hvaða félagi einstakir
launþegar eru,“ segir Friðrik.
Grétar segir þungan tón í álykt-
un ASÍ um samning Brims og hann
sé aðför að skipulögðum vinnu-
markaði. Miðstjórn ASÍ ætli að
beita sér fyrir því að verkalýðsfé-
lög verjist aðförinni með öllum til-
tækum ráðum. Komist Brim upp
með samning þar sem laun séu und-
ir lágmarkskjarasamningum megi
vænta að allir atvinnurekendur taki
upp nýju vinnubrögðin. ■
Stígvélaði bæjarstjórinn
Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði, hefur staðið í ströngu undanfarna daga. Bærinn
hennar fór nánast á bólakaf í miklu vatnsveðri í vikunni en nú hefur rofað til.
NÁTTÚRAN „Veðrið hér í Ólafsfirði er
orðið býsna gott. Nú er varnarbar-
áttan búin og við getum farið að lag-
færa það sem skemmdist,“ segir
Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í
Ólafsfirði. Mikil úrkoma var á Norð-
urlandi í vikunni og fóru Ólafsfirð-
ingar ekki varhluta af því. Vegurinn
til Dalvíkur fór í sundur á átta stöð-
um vegna skriðufalla og tuttugu hús
í bænum urðu fyrir tjóni af völdum
flóða. Í mörg
horn hefur verið
að líta fyrir Stef-
aníu, rétt eins og
aðra bæjarbúa
sem hafa verið
önnum kafnir við
að verja eigur
sínar.
Þjóðvegurinn
á milli Ólafs-
fjarðar og Dal-
víkur var opnað-
ur að nýju á mið-
vikudaginn. Stef-
anía fór strax á
vettvang og ræddi við vegagerðar-
menn en auðheyrt er á henni að að-
stæður á þessum bráðabirgðavegi
eru nokkuð hrikalegar. „Það var
farið að rökkva þegar ég sneri heim
um sjöleytið og ég reyndi að líta
ekki niður heldur horfði jöfnum
höndum á fjallið og veginn.“
Vatnsveðrið sem gekk yfir bæinn
á þriðjudag og miðvikudag er að lík-
indum það mesta sem orðið hefur
síðan snemma hausts 1988 en þá
varð tugmilljóna tjón vegna skriðu-
falla í bænum. Hús og bifreiðar urðu
fyrir aurskriðunum en engin meiðsl
urðu á fólki. Í kjölfarið voru skurðir
grafnir í fjallinu fyrir ofan bæinn
sem eiga að taka við slíkum
skriðum. Stefanía segir að þessar
ráðstafanir hafi haft mikið að segja í
veðrinu í vikunni og bæjarbúar hafi
andað rólegar fyrir vikið.
Enn er verið að meta tjónið en
ljóst er að það er talsvert. Auk hús-
anna tuttugu sem vatn flæddi inn í
þá skemmdust kaldavatnslagnir
þannig að vatnsþrýstingur er lágur í
nokkrum húsum í bænum. Hins veg-
ar tókst að bjarga heitavatnslögnum
enda þótt jarðvegur í kringum þær
hefði nánast allur skolast í burtu.
Stefanía er rétt farin að blása úr
nös eftir hamaganginn enda hefur
verið í nógu að snúast. „Það var ekki
fyrr en í fyrrakvöld að ég gat sest
niður og tekið saman öll mín gögn
frá síðustu dögum. Þá var ég búin að
vera í vinnunni síðan á þriðjudags-
morguninn, ef frá er talinn smá lúr
sem ég fékk yfir blánóttina. Minnis-
listi sem ég var búin að gera fyrir
verkefni þessarar viku stendur enn-
þá nánast óhreyfður.“ Regngallinn
og gúmmístígvélin hafa komið í góð-
ar þarfir. „Ég hef reynt að fara á þá
staði þar sem við höfðum fengið boð
um að eitthvað væri að gerast. Ég
skoðaði til dæmis kjallara hjá fólki
og fór með lögreglu og almanna-
varnanefnd á þá staði þar sem leit út
fyrir að vá væri fyrir höndum.“ Hús
Stefaníu var hins vegar aldrei í
neinni hættu.
Ólafsfirðingar hafa ekki látið
þessi óþægindi mikið á sig fá, að
minnsta kosti er bæjarstjórinn
brattur. „Auðvitað er dálítið ógn-
vænlegt að horfa á þetta vatnsflóð
sem hér myndaðist. Menn hafa mjög
óþægilegar minningar frá 1988 en
hér er alls enginn barlómur.“
sveinng@frettabladid.is
ÞÚSUND KRÓNA VEGGFÓÐUR
Forsvarsmenn Umhyggju þurftu að plokka
peningana af veggnum.
Eik styrkir Umhyggju:
Rándýrt
veggfóður
STYRKUR Eik, fasteignafélag í eigu
Lýsingar og KB banka, hefur styrkt
Umhyggju, sem er félag til stuðn-
ings langveikum börnum, um 527
þúsund krónur.
Forsvarsmenn Umhyggju þurftu
aðeins að hafa fyrir því að fá pen-
ingana því 528 þúsundkrónu seðlar
höfðu verið festir á útivegg í Þing-
holtsstræti. Forsvarsmenn samtak-
anna þurftu að plokka þá af veggn-
um. Haft var á orði að líklega hefði
þetta verið dýrasta veggfóður
Íslandssögunnar. Tilgangur vegg-
fóðursins var að vekja athygli for-
svarsmanna íslenskra fyrirtækja á
þeim kostum sem fylgja því að
leigja atvinnuhúsnæði í stað þess að
eiga það, auk þess sem Eik hefur
hleypt af stokkunum nýrri þjón-
ustuleið sem nefnist fasteignaráð-
gjöf og leit. ■
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
Opið
laugardag
10-14.30
Stór
og fallegur
humar
Humartilboð verð frá1.290 kr/kg
ÖRYGGISMÁL Skoðun Löggildingar-
stofu hefur leitt í ljós að raflögnum
og rafbúnaði í íslenskum gisti- og
veitingahúsum er víða ábótavant.
Rafmagnsöryggisdeild Löggild-
ingarstofu hefur síðustu tvö ár
látið skoða raflagnir á þriðja hund-
rað gisti- og veitingahúsa víðs
vegar um landið. Gerðar voru at-
hugasemdir við merkingu búnaðar
í rafmagnstöflum í nær öllum gisti-
og veitingahúsum, eða í 91 prósenti
tilvika. Eins voru gerðar athuga-
semdir við frágang tengla í 76 pró-
sentum skoðana og töfluskápa í 76
prósentum tilvika.
„Gamall og bilaður rafbúnaður
og aðgæsluleysi forráðamanna eru
meðal helstu orsaka rafmagns-
bruna og því er afar mikilvægt að
rafbúnaður í gisti- og veitingahús-
um sé ávallt valinn með tilliti til
staðsetningar og notkunar. Úr
sumum ágöllum má bæta með betri
umgengni en flestar athugasemd-
irnar kalla á fagþekkingu,“ segir í
tilkynningu Löggildingarstofu.
Fram kemur að markmiðið með
úttekt stofnunarinnar hafi verið að
fá sem gleggsta mynd af ástandi
raflagna og rafbúnaðar í gisti- og
veitingahúsum og koma á fram-
færi ábendingum um það sem
betur mætti fara. Skýrslu Löggild-
ingarstofu um ástand raflagna í
gisti- og veitingahúsum verður
dreift til allra umráðamanna gisti-
og veitinghúsa í landinu og til lög-
giltra rafverktaka. ■
RAFVIRKI VIÐ STÖRF
Gera má ráð fyrir að frágangi raflagna og
rafbúnaðar í nær öllum gisti- og veitinga-
húsum landsins sé ábótavant, samkvæmt
niðurstöðum nýrrar úttektar Löggildingar-
stofu.
SÓLBAKUR
Áhöfn Sólbaks segir í fréttatilkynningu að
lítið sé gert úr þeim þegar því sé haldið
fram að þeim hafi verið stillt upp við vegg.
GRÉTAR ÞORSTEINSSON
„Ég var ekki vitni að því sem gerðist hjá út-
gerðarfélaginu Brimi en maður þekkir úr
sögunni að staða starfsmanna er ekki ein-
föld þegar þeim er boðið upp á svona sér-
samning. Væntanlega er hinn kosturinn að
taka pokann sinn,“ segir Grétar.
Raflagnir og rafbúnaður í gisti- og veitingahúsum :
Athugasemdir í
91 prósent tilvika
Athugasemdir Fjöldi tilvika
Merkingar og töflubúnaður 91%
Frágangur töfluskáps 76%
Tenglar 76%
Töflutaugar 69%
Hlífar 65%
Vegg- og loftlampar 64%
Dósir 57%
STEFANÍA
TRAUSTADÓTTIR
Öllum hefðbundn-
um verkum var ýtt
til hliðar og í staðinn
voru gúmmístígvélin
dregin fram.
BÆR Á BÓLAKAFI
Í það minnsta tuttugu hús skemmdust.
ÓLAFSFJÖRÐUR
Talsvert tjón varð á vegum og lögnum.