Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 54
Tom Cruise varð ekki launahæsti
leikari í Hollywood fyrir að túlka
illmenni og hann er öllu vanari því
að leika sæta stráka og góðmenni
sem leggja ýmislegt á sig til þess
að bjarga samborgurum sínum
eða jafnvel heiminum og vinna
ástir fagurra og góðra meyja.
Cruise hefur hins vegar sýnt
það á seinni árum að hann á sínar
skuggahliðar og að í honum bær-
ist fól. Hann komst til að mynda
þokkalega frá því að leika vamp-
íruna Lestat í Interview with the
Vampire og hefur aldrei verið
betri en kvenhatarinn og karl-
rembusjálfshjálparskíthællinn
Frank T.J. Mackey í Magnolia.
Hann sýnir svo enn á sér nýja
hlið í Collateral sem er frumsýnd
í dag en þar leikur hann kaldrifj-
aðan leigumorðingja.
Collateral er leikstýrt af Mich-
ael Mann, sem kann sitt fag þeg-
ar það kemur að stílfærðum
spennumyndum en hann á að
baki myndir á borð við Heat,
Manhunter, The Last of the
Mohicans og The Insider að
ógleymdum sjónvarpsþáttunum
Miami Vice. Í Collateral leiðir
hann saman leigubílstjórann Max
(Jamie Foxx) og morðingjann
Vincent en Max verður fyrir því
óláni að taka Cruise upp í bílinn
sinn þegar hann kemur til Los
Angeles til að drepa fimm vitni í
máli gegn eiturlyfjahring. Cruise
byrjar svo að drepa mann og ann-
an og lætur vesalings leigubíl-
stjórann aka sér á milli fórnar-
lambanna. Lögreglan og FBI
komast á slóð leigubílsins og áður
en yfir lýkur eiga bílstjórinn og
morðinginn allt sitt hvor undir
öðrum.
Prinsessudagbók og karlar í
dragi
Það er öllu léttara yfir þeim
bræðrum Shawn og Marlon Way-
ans í grínspennumyndinni White
Chicks sem er einnig frumsýnd í
dag en þar leika þeir misheppn-
aða alríkislögreglumenn sem
neyðast til að dulbúa sig sem
hasargellur í viðleitni sinni til að
fletta ofan af samtökum mann-
ræningja. Þetta er vitaskuld ekki
draumaverkefni nokkurs karl-
manns en þeir félagar eru búnir
að klúðra öllu sem þeir geta
klúðrað innan FBI og eru á síð-
asta séns þegar þeir fá málið í
hendurnar. Það sem gerir stöðu
þeirra svo enn verri er að þeir
eru báðir stæðilegir blökkumenn
og eiga því síður en svo auðvelt
með að bregða sér í hlutverk
tveggja blondína.
Þessi skyndilega útlitsbreyt-
ing á félögunum hefur að sjálf-
sögðu í för með sér margvísleg
vandræði sem setja einkalíf þeir-
ra í uppnám en er til dæmis von á
öðru en að menn liggi undir grun
um framhjáhald þegar þeir læð-
ast um í netsokkabuxum og eyða
fúlgum fjár í netsokkabuxur og
annan skyldan varning?
Mia prinsessa er öllu meiri
dama en þeir Shawn og Marlon
en samt er hún í bölvuðu basli.
Hún er snúin aftur í gamanmynd-
inni The Princess Diaries 2 sem
tekur upp þráðinn fimm árum
eftir að The Princess Diary lauk.
Í fyrri myndinni var Mia ósköp
venjuleg stúlka sem komst að því
að hún væri konungborin prins-
essa smáríkisins Genovia.
Drottningin amma hennar, sem
Julie Andrews leikur nú í annað,
sinn þurfti þá að hafa mikið fyrir
því að kenna henni hirðsiðina og
sú gamla þarf nú eina ferðina enn
að grípa til örþrifaráða.
Það babb kemur nefnilega í
bátinn að prinsessan verður að
finna sér heppilegan maka á met-
tíma því annars missir konungs-
fjölskyldan krúnuna. Góð ráð eru
skyndilega fokdýr þar sem Mia
prinsessa er hinn mesti klaufi og
aldrei verri og óheppnari en þeg-
ar karlmenn eru komnir í spilið.
Fleiri Pókemonar
Það eru fleiri góðkunningjar
bíógesta en Mia prinsessa sem
mæta til leiks um helgina þar
sem fimmta Pókemon-myndin
verður tekin til sýninga með ís-
lensku tali í dag. Þessi japönsku
ævintýri um Ash, vini hans og
vasaskrímslin þeirra eru ótrú-
lega lífseig eins og myndafjöld-
inn sýnir svart á hvítu.
Að þessu sinni reyna Ash,
Pikachu og félagar að stöðva
þjófa sem fela sig í Alto Mare-
síkjunum, vatnshöfuðborg
heimsins. Tveir nýir Pokémonar
slást í för, systkinin Latias og
Latios sem eru verndarar Hjarta-
dropans sem er ómetanlegur
fjársjóður.
Jakob Þór Einarsson leik-
stýrði íslensku talsetningunni og
með helstu hlutverk fara Guðjón
Davíð Karlsson sem Ash, Björg-
vin Franz Gíslason sem Brock og
Freydís Kristófersdóttir sem
Misty. ■
38 24. september 2004 FÖSTUDAGUR
Ómissandi á DVD
Það er auðvitað ekki hægt annað en að mæla með nýja Star Wars pakkanum
og fjórir tímar af aukaefni ættu að duga til að sannfæra þá sem trúa ekki á
máttinn. George Lucas ræðir persónusköpun, hönnun geislasverðanna og
fleira spennandi auk þess sem við fáum að fylgjast með æfingum fyrir
geislasverðaeinvígi aldarinnar sem verður í Episode III.
„I've been waiting for you, Obi-Wan. We meet again, at last. The circle is now
complete. When I met you I was but the learner. Now, I am the master.“
- Hinn hrokafulli Svarthöfði átti harma að hefna við gamla lærimeistarann
sinn hann Obi-Wan og var hress með að fá að taka í lurginn á þeim gamla
með geislasverðinu sínu.
BOBA FETT OG STORMTROOPER Það gekk mikið á í myndasöguversluninni Nexus í
gær þegar sala hófst á Star Wars DVD-pakkanum. Verslunin er helsta vígi Star Wars-nörda
á Íslandi og þangað hópuðust þeir til að láta mynda sig með þessum mögnuðu persón-
um. Búningarnir eru nákvæm eftirlíking þeirra sem notaðir voru í Stjörnustríðsmyndunum
og það tekur um það bil klukkustund að koma sér í þá.
Collateral
Internet Movie Database 7.7 /10
Rottentomatoes.com 86% = Fersk
Metacritic.com 69 /100
White Chicks
Internet Movie Database 4.0 /10
Rottentomatoes.com 13% = Rotin
Metacritic.com 36 /100
The Princess Diaries 2
Internet Movie Database 5.4 /10
Rottentomatoes.com 29% = Rotin
Metacritic.com 37 /100
Pokémon 5
Internet Movie Database 3.8 /10
Rottentomatoes.com 12% = Rotin
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
(DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Klæðskiptingar, Póke-
monar og vondur Cruise
HVÍTU GELLURNAR Bræðurnir Shawn og Marlon Wayans leika löggur sem dulbúast
sem ljóskur til þess að hafa uppi á mannræningjum. Þrátt fyrir grófa drætti tekst þeim
nokkuð vel upp með farðann og sokkabuxurnar.
TOM CRUISE Er til alls líklegur í hlutverki leigumorðingjans Vincents sem setur tilveru leigubílstjóra á hvolf þegar hann lætur hann
keyra sig á milli fórnarlamba.