Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 54
Tom Cruise varð ekki launahæsti leikari í Hollywood fyrir að túlka illmenni og hann er öllu vanari því að leika sæta stráka og góðmenni sem leggja ýmislegt á sig til þess að bjarga samborgurum sínum eða jafnvel heiminum og vinna ástir fagurra og góðra meyja. Cruise hefur hins vegar sýnt það á seinni árum að hann á sínar skuggahliðar og að í honum bær- ist fól. Hann komst til að mynda þokkalega frá því að leika vamp- íruna Lestat í Interview with the Vampire og hefur aldrei verið betri en kvenhatarinn og karl- rembusjálfshjálparskíthællinn Frank T.J. Mackey í Magnolia. Hann sýnir svo enn á sér nýja hlið í Collateral sem er frumsýnd í dag en þar leikur hann kaldrifj- aðan leigumorðingja. Collateral er leikstýrt af Mich- ael Mann, sem kann sitt fag þeg- ar það kemur að stílfærðum spennumyndum en hann á að baki myndir á borð við Heat, Manhunter, The Last of the Mohicans og The Insider að ógleymdum sjónvarpsþáttunum Miami Vice. Í Collateral leiðir hann saman leigubílstjórann Max (Jamie Foxx) og morðingjann Vincent en Max verður fyrir því óláni að taka Cruise upp í bílinn sinn þegar hann kemur til Los Angeles til að drepa fimm vitni í máli gegn eiturlyfjahring. Cruise byrjar svo að drepa mann og ann- an og lætur vesalings leigubíl- stjórann aka sér á milli fórnar- lambanna. Lögreglan og FBI komast á slóð leigubílsins og áður en yfir lýkur eiga bílstjórinn og morðinginn allt sitt hvor undir öðrum. Prinsessudagbók og karlar í dragi Það er öllu léttara yfir þeim bræðrum Shawn og Marlon Way- ans í grínspennumyndinni White Chicks sem er einnig frumsýnd í dag en þar leika þeir misheppn- aða alríkislögreglumenn sem neyðast til að dulbúa sig sem hasargellur í viðleitni sinni til að fletta ofan af samtökum mann- ræningja. Þetta er vitaskuld ekki draumaverkefni nokkurs karl- manns en þeir félagar eru búnir að klúðra öllu sem þeir geta klúðrað innan FBI og eru á síð- asta séns þegar þeir fá málið í hendurnar. Það sem gerir stöðu þeirra svo enn verri er að þeir eru báðir stæðilegir blökkumenn og eiga því síður en svo auðvelt með að bregða sér í hlutverk tveggja blondína. Þessi skyndilega útlitsbreyt- ing á félögunum hefur að sjálf- sögðu í för með sér margvísleg vandræði sem setja einkalíf þeir- ra í uppnám en er til dæmis von á öðru en að menn liggi undir grun um framhjáhald þegar þeir læð- ast um í netsokkabuxum og eyða fúlgum fjár í netsokkabuxur og annan skyldan varning? Mia prinsessa er öllu meiri dama en þeir Shawn og Marlon en samt er hún í bölvuðu basli. Hún er snúin aftur í gamanmynd- inni The Princess Diaries 2 sem tekur upp þráðinn fimm árum eftir að The Princess Diary lauk. Í fyrri myndinni var Mia ósköp venjuleg stúlka sem komst að því að hún væri konungborin prins- essa smáríkisins Genovia. Drottningin amma hennar, sem Julie Andrews leikur nú í annað, sinn þurfti þá að hafa mikið fyrir því að kenna henni hirðsiðina og sú gamla þarf nú eina ferðina enn að grípa til örþrifaráða. Það babb kemur nefnilega í bátinn að prinsessan verður að finna sér heppilegan maka á met- tíma því annars missir konungs- fjölskyldan krúnuna. Góð ráð eru skyndilega fokdýr þar sem Mia prinsessa er hinn mesti klaufi og aldrei verri og óheppnari en þeg- ar karlmenn eru komnir í spilið. Fleiri Pókemonar Það eru fleiri góðkunningjar bíógesta en Mia prinsessa sem mæta til leiks um helgina þar sem fimmta Pókemon-myndin verður tekin til sýninga með ís- lensku tali í dag. Þessi japönsku ævintýri um Ash, vini hans og vasaskrímslin þeirra eru ótrú- lega lífseig eins og myndafjöld- inn sýnir svart á hvítu. Að þessu sinni reyna Ash, Pikachu og félagar að stöðva þjófa sem fela sig í Alto Mare- síkjunum, vatnshöfuðborg heimsins. Tveir nýir Pokémonar slást í för, systkinin Latias og Latios sem eru verndarar Hjarta- dropans sem er ómetanlegur fjársjóður. Jakob Þór Einarsson leik- stýrði íslensku talsetningunni og með helstu hlutverk fara Guðjón Davíð Karlsson sem Ash, Björg- vin Franz Gíslason sem Brock og Freydís Kristófersdóttir sem Misty. ■ 38 24. september 2004 FÖSTUDAGUR Ómissandi á DVD Það er auðvitað ekki hægt annað en að mæla með nýja Star Wars pakkanum og fjórir tímar af aukaefni ættu að duga til að sannfæra þá sem trúa ekki á máttinn. George Lucas ræðir persónusköpun, hönnun geislasverðanna og fleira spennandi auk þess sem við fáum að fylgjast með æfingum fyrir geislasverðaeinvígi aldarinnar sem verður í Episode III. „I've been waiting for you, Obi-Wan. We meet again, at last. The circle is now complete. When I met you I was but the learner. Now, I am the master.“ - Hinn hrokafulli Svarthöfði átti harma að hefna við gamla lærimeistarann sinn hann Obi-Wan og var hress með að fá að taka í lurginn á þeim gamla með geislasverðinu sínu. BOBA FETT OG STORMTROOPER Það gekk mikið á í myndasöguversluninni Nexus í gær þegar sala hófst á Star Wars DVD-pakkanum. Verslunin er helsta vígi Star Wars-nörda á Íslandi og þangað hópuðust þeir til að láta mynda sig með þessum mögnuðu persón- um. Búningarnir eru nákvæm eftirlíking þeirra sem notaðir voru í Stjörnustríðsmyndunum og það tekur um það bil klukkustund að koma sér í þá. Collateral Internet Movie Database 7.7 /10 Rottentomatoes.com 86% = Fersk Metacritic.com 69 /100 White Chicks Internet Movie Database 4.0 /10 Rottentomatoes.com 13% = Rotin Metacritic.com 36 /100 The Princess Diaries 2 Internet Movie Database 5.4 /10 Rottentomatoes.com 29% = Rotin Metacritic.com 37 /100 Pokémon 5 Internet Movie Database 3.8 /10 Rottentomatoes.com 12% = Rotin FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Klæðskiptingar, Póke- monar og vondur Cruise HVÍTU GELLURNAR Bræðurnir Shawn og Marlon Wayans leika löggur sem dulbúast sem ljóskur til þess að hafa uppi á mannræningjum. Þrátt fyrir grófa drætti tekst þeim nokkuð vel upp með farðann og sokkabuxurnar. TOM CRUISE Er til alls líklegur í hlutverki leigumorðingjans Vincents sem setur tilveru leigubílstjóra á hvolf þegar hann lætur hann keyra sig á milli fórnarlamba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.