Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 31
Jan Troell er einn reynd- asti kvikmyndagerðarmaður Svía. Hann kemur til lands- ins með nýjustu kvik- mynd sína „Guli merkimiðinn“, stutt- mynd þar sem stólpa- grín er gert að Evrópu- sambandinu. Gréta Ólafsdóttir er kunn fyrir heimild- armyndir sínar sem hún hefur gert í félagi við Susan Muska. Þær verða með fyrirlestur á hátíð- inni og sýna mynd sína „Saga Brandon Teena“. Jan Rofekamp flytur fyrirlestur fyrir fagfólk á hátíðinni. Hann er einn reyndasti dreifingaraðili heimildarmynda í ver- öldinni og aðalfram- kvæmdastjóri Films Transit International í Montreal í Kanada. Sólveig Anspach sýn- ir nú mynd sína „Borg- arálfa“ í fyrsta sinn á Íslandi og einnig „Upp með hendur!“ (um frönsk glæpakvendi), auk heimsfrumsýningar á „Í þessu máli“ (Faux) um stóra mál- verkafölsunarmálið. Aukablað vegna Nordisk Panorama kvikmyndahátíðarinnar • Föstudagurinn 24. september 2004 NORDISK PANORAMA I REGNBOGANUM 24.-28. SEPTEMBER , 112 kvikmyndir á 6 dögum fyrir 800 kr! Á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama er hægt að sjá 112 kvikmyndir á sex dögum fyrir aðeins 800 kr. miða. Hátíðin er í tvennu lagi. Annars vegar er um að ræða árlega norræna kepp- ni stutt- og heimildamynda með 64 myndum. (Valið var úr um 450 innsendum verkum). Verðlaun veita Norðurljós, RÚV, Menntamálaráðuneytið og Canal+. Verðlaunamyndirnar verða sýndar miðvikudaginn 29. sept. kl. 10:00 en einnig að hluta á sérstöku útibíói á Miðbakka miðvikudagskvöld kl. 21:00. Alþjóðlegar hliðardagskrár Á hátíðinni eru alþjóðlegar hliðar- dagskrár með um 60 myndum þannig að alls eru sýndar þessa daga rúmlega 112 ræmur. Af dag- skránum má nefna barnamyndir, ís- lenskar heimildamyndir, úrval evr- ópskra stuttmynda frá ESB, sérstaka dagskrá frá Balkanlöndum, „heitar heimildamyndir“ sem hafa vakið sérstaka athygli undanfarið, fjöl- margar nýjar íslenskar myndir, (sumar frumsýndar á hátíðinni) og „bílskúrsbíó“ á vegum Lorts í MÍR- salnum. Einnig verða sérstakar dag- skrár alla daga í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi, undir heitinu „Out of Category“. Ein sú stærsta í Norður-Evrópu Mörg hundruð erlendir gestir hafa skráð sig á hátíðina, enda er hún ein stærsta samkoma sinnar tegundar í N.-Evrópu. Í senn eftirsótt keppni, mikilvæg kaupstefna, markaður, kynn- inga- og samningavettvangur. Fjöldi leikstjóra, framleiðenda, innkaupastjóra og áhrifamanna í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum verða á landinu, sjá kvikmyndir, sækja fyrirlestra og skoða sig um. Haldnir eru fyrirlestrar og margs konar fundir fagfólks. Dagskrárrit hátíðarinnar liggur víða frammi, í strætisvögnum, leigubílum, verslunum og veitingahúsum og verður einnig í Regnboganum ásamt ýmsum upplýsingum um hátíðina. Miðar og skráning Nordisk Panorama er opin almenningi og hægt er að kaupa miða sem veitir aðgang að öllum sýningum í Regnboganum á sérstöku verði, aðeins 800 kr. Einnig er hægt að skrá sig á hátíðina og fá aðgang að öllum sýningum, málþingum, útsýnisferðum og hófum. Skráningargjald fyrir slíka þátttöku er 97 Evrur (um 8.500 kr.). Skráning fer fram á vef hátíðarinnar nordiskpanorama.com. Nýtt og frumlegt Nordisk Panorama sýnir margt það nýjasta og frumlegasta sem er verið að gera í kvikmyndageiranum. Sem dæmi má nefna: Rocket Brothers, dönsk heimildarmynd um hljómsveitina Kashmir. Rubber Soul, hylling til Bítlanna frá Serbíu og Svartfjallalandi. Fyrirtækið (The Corporation), sálgreining á fyrirbærinu fyrirtæki. Jámennirnir (The Yes Men). Tveir prakkarar gera usla í Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Peptalk, Elexir, Home Game, Grubby Girls, - grín og kostuleg efni. Your Were There With Your Friend Frank og Arks, - stuttar og skondnar heimildamyndir. Do You Love Me? og Father to Son, - nánast svívirðilega nærgöngular heimildarmyndir. ...Frægðarfólk á Nordisk Panorama Dagurinn sem ég gleymi aldrei (The Day I’ll Never Forget). Sýnd lau. kl. 22:00 og þri. kl. 20:00. Sérstök styrktarsýning fyrir UNIFEM og UNICEF á sunnudag kl. 11:30. Víðfræg heimildamynd sem fjallar um umskurð kvenna. Myndin hefur fengið fjölda verðlauna víða um heim, m.a. Amnesty International ñ DOEN-verð- launin í Amsterdam. Kim Longinotto hefur gert fjölda heimildamynda, m.a. Dream Girls, Rock Wives, Divorce Iranian Style, Best Friends, Gaea Girls og Runaway. Fyrirtækið (The Corporation). Viðstaddur sýn- inguna kl. 17:30 á sunnudag í Regnboganum verður Bart Simpson hjá Big Picture Media Corporation í Vancouver, Kanada, einn af framleiðendum og dreifingaraðilum myndarinnar. Mun hann ræða um myndina við áhorfendur og svara spurningum. Innri eða dýpri hluti byggingargerðar dýrs eða plöntu - gerð Medúllu (Heims- frumsýning) Heimildamyndin út- skýrir nafnið á plötunni, Medúlla, ferlið á bak við hugmyndir Bjarkar sem urðu að veruleika eftir mörg ævintýri, hún sýnir ferðalög hennar til fjarlægra staða og samvinnu við ótrú- legasta fólk. Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnheiður Gestsdóttir gerði áður Minuscule (2002), heimildamynd um gerð og upp- töku plötu Bjarkar Vespertine, ásamt tónleikaferðum. Með mann á bakinu eftir Jón Gnarr með honum og Jó- hanni G. Jóhannssyni í hlutverkum lýsir samskiptum tveggja manna og er tileinkuð öllum sem hafa borið ein- hvern á bakinu á einn eða annan hátt. Jón Gnarr er þekktur grínisti, leik- ari, höfundur, sjón- varpsmaður og myndlistarmaður. Hann hefur leikið í nokkrum kvikmynd- um en þetta er sú fyrsta sem hann stjórnar. Hann hefur meirapróf á bíl. Utan flokka: Listasafn Reykjavíkur lau. kl. 11:00 og 14:00, sun. kl. 10:00 og 12:30, mán. kl. 11:00 og 14:00, þri. kl. 11:00 og 14:00. Sérstök dagskrá 14 athyglisverðra norrænna kvikmynda þar sem höfund- ar fást við innihald og form með ferskum hætti. Þeir láta reyna þannig á möguleika miðilsins að spurning- ar vakna á borð við þessar: „Hvað gerir myndband að kvikmynd? Og hvað gerir annað myndband að innsetningu?“ M YN D /B AL D U R KR IS TJ ÁN SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.