Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 46
Danni Pollock á afmæli í dag og
ætlar að fagna tímamótunum að
hætti rokkhunda með tónleikum á
Café Rosenberg í kvöld. Það eru fé-
lagar Danna í Smokey Bay Blues
Band, með Mike bróður hans í
broddi fylkingar, sem verða honum
til halds og trausts á sviðinu. „Mað-
ur notar bara tækifærið og slær
upp tónleikum með þessu blús-
dæmi Mikka og félaga. Það koma
þarna vinir og vandamenn og von-
andi einhverjir fleiri og svo
skemmtum við okkur með smá tón-
list.“
Danni hefur verið býsna lengi
að í rokkinu þannig að það er ekki
úr vegi að grennslast fyrir um
hversu gamall kappinn er orðinn.
„Bíddu við,“ segir hann og telur á
fingrum sér. „Ætli ég sé ekki orðinn
46 ára án þess að ég finni nokkuð
fyrir því enda heldur rokk og ról
manni ungum.“
Danni hefur engar áhyggjur af
því að hann muni vanrækja afmæl-
isgesti sína vegna spilamennskunn-
ar. „Ætli ég heilsi bara ekki upp á
liðið með fallegum sólóum í góðum
fíling og svo skálum við inn á milli.
Þetta er bara spurning um góða
skemmtun og hafa afmælispartí.
Við verðum mest í gamla blúsinum
með þéttum ryþma. Það eru góðir
menn með okkur og þetta verður
allt í Pollock-bræðra-stílnum. Við
spilum síðan auðvitað hitt og þetta,
tökum smá kántríblús og Stones
auðvitað. Þeir eru alveg ómiss-
andi.“
Danni segist ekki hafa haldið
upp á afmælið með þessum hætti
síðan hann varð 30 ára. „Það var
fyrir löngu síðan en þá hélt ég
tónleika á einhverjum bar við
Hlemm. Við kölluðum hann alltaf
Krimmakjallarann. Það varð úr
því helvíti gott 200 manna tón-
leikapartí.“
Þessi 46 ára stuðbolti man tím-
ana tvenna í tónlistinni og segir
öfgarnar hafa verið miklu meiri
þegar hann var að byrja í bransan-
um. „Þetta blandast allt saman
núna en svo poppar eitthvað
skemmtilegt upp úr því. Þetta er
miklu breiðari hópur núna og menn
eru að gera allan fjandann þannig
að það getur verið erfitt að koma
auga á perlurnar en þegar sólin
skín rétt á þær glampa þær.“
thorarinn@frettabladid.is
30 24. september 2004 FÖSTUDAGUR
F. SCOTT FITZGERALD
Rithöfundurinn og drykkjumaðurinn
sem skrifaði meðal annars The Great
Gatspy fæddist á þessum degi árið 1896.
Það glitrar enn á perlurnar
DANNI POLLOCK : BLÚSAR Á AFMÆLISDAGINN
„Fyrst tekur þú þér drykk, svo tekur
drykkurinn sér drykk og síðan tekur
drykkurinn þig.“
- F. Scott Fitzgerald átti í nánu sambandi við Bakkus og því vafðist
ekki fyrir honum að lýsa alkóhólisma í einni setningu.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Garðar Cortes óperusöngvari er 64 ára.
Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi
borgarfulltrúi, er 53 ára.
ANDLÁT
Gunnhildur Daníelsdóttir, frá Viðars-
stöðum, lést 13. september. Jarðarförin
hefur farið fram í kyrrþey.
Ágústa Margrét Ólafsdóttir, Úthlíð,
Biskupstungum, lést 20. september.
Finnur Sveinsson lést 20. september.
Sigurður Þormar, Hvassaleiti 71, lést
20. september.
Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir, frá
Þórshamri, lést 22. september.
JARÐARFARIR
10.30 Takako Inaba Jónsson, Brekku-
túni 9, verður jarðsungin frá Hall-
grímskirkju
13.30 Haukur Snorrason (Denni), síð-
ast til heimilis í Meðalholti 7,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni.
13.30 Alda Rannveig Þorsteinsdóttir
verður jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju.
13.30 Jóhanna Ingibjörg Þorsteins-
dóttir, síðast til heimilis á Lindar-
götu 61, verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju.
15.00 Stefanía Stefánsdóttir, áður til
heimilis á Bergþórugötu 33, verð-
ur jarðsungin frá Fossvogskapellu.
DANNI POLLOCK Minnist þess að hafa oft skemmt sér konunglega á afmælum sínum í
æsku. „Maður var alltaf að fá eitthvað dót. Einu sinni fékk ég trommusett sem ég rústaði
á nokkrum dögum. Ég fer stundum illa með hljóðfærin en það kom visst hljóð út úr því.“
24. september 1996
Hrollvekjumeistarinn Stephen King er með af-
kastamestu rithöfundum samtímans en síðustu
þrjá áratugi eða svo hefur hann
dælt út hnausþykkum skáldsögum
og smásagnasöfnum. Á þessum
degi árið 1996 setti hann þó per-
sónulegt met þegar tvær vænar
skáldsögur eftir hann komu út sam-
dægurs.
Þetta voru bækurnar Desperation
og The Regulators. Sú fyrrnefnda
kom út undir nafni Kings en The
Regulators var eignuð Richard
Bachman en hann hafði áður gefið
út bækur undir því dulnefni. Bæk-
urnar tengdust óbeint þar sem
sama ófétið reið húsum í þeim
báðum og nokkrar persónur birtust með ólíkum
hætti í sögunum.
King er vitaskuld ofvirkur rithöfund-
ur og það er ekki peninganna
vegna sem hann gaf þessar tvær
bækur út á sama tíma þar sem
hann hefur fyrir löngu fest sig í
sessi sem einn tekjuhæsti rithöf-
undur heims. Lífið var þó ekki alltaf
dans á rósum hjá kappanum og á
sínum yngri árum bjó hann með
eiginkonu sinni í hjólhýsi á meðan
hann skrifaði bækur sem enginn
vildi gefa út. Það var svo árið 1973
sem hann seldi handritið að Carrie
og í kjölfarið fóru að bækurnar
streyma út og milljónirnar inn.
ÞETTA GERÐIST
STEPHEN KING GAF ÚT TVÆR BÆKUR SAMDÆGURS
MERKISATBURÐIR
1869 Þúsundir viðskiptajöfra
urðu gjaldþrota eftir að
geðshræring greip um sig
á Wall Street eftir að Jay
Gould og James Fisk
reyndu að ná tökum á
gullmarkaðnum.
1934 Babe Ruth lék sinn síðasta
hafnaboltaleik fyrir New
York Yankees.
1955 Dwight Eisenhower, forseti
Bandaríkjanna, fékk hjarta-
áfall þegar hann var í fríi í
Denver.
1968 Fréttaskýringaþátturinn 60
Minutes hóf göngu sína á
sjónvarpsstöðinni CBS.
1976 Patricia Hearst var dæmd í
7 ára fangelsi fyrir þátt
sinn í bankaráni árið 1974.
Jimmy Carter Bandaríkja-
forseti náðaði hana eftir
22 mánuði.
1991 Theodor Seuss Geisel,
betur þekktur sem DR.
Seuss, lést 87 ára að aldri.
King með tvær bækur í einu
sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
mánudaginn 20. september, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 28. september kl. 13.30.
Ingibergur Sigurðsson, Íris Kristjánsdóttir, Anton G. Ingibergsson,
Kristján A. Írisarson, Valgerður Ý. Ásgeirsdóttir, Steinunn Gísladóttir,
Hulda Leifsdóttir, Bjarni Pálsson, Hafdís Leifsdóttir, Sigurbjörn
Sigurðsson og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma,
dóttir og systir,
Helga Leifsdóttir
Trönuhjalla 19, Kópavogi,
Móðir okkar,
Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir
Frá Þórshamri Lindarbraut 13A, Seltjarnarnesi
lést miðvikudaginn 22. september. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhann Geirsson, Þorsteinn Geirsson og Sigurður Grétar Geirsson.
Móðir mín, amma okkar og langamma,
Stefanía Stefánsdóttir
áður til heimilis að Bergþórugötu 33,
sem lést á Hrafnistu 16. september, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu föstudaginn 24. september kl. 15:00.
Sigríður Alexander, Kristinn Guðjónsson, Stefanía Guðjónsdóttir,
Katrín Guðjónsdóttir, Rúnar og Guðbjörg.
Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir, stjúpbróðir, mágur og frændi
Bragi Gunnarsson
áður til heimilis að Bergþórugötu 33,
Lést laugardaginn 18. september.
Gunnar Þorleifsson, Theódóra Sif Pétursdóttir, María Bragadóttir
Sveinn Hallgrímsson, Unnur Lind Gunnarsdóttir, Halldór Haraldsson,
Baldur Gunnarsson, Þórunn Jónsdóttir, Ólöf Petra Gunnarsdóttir,
Fannar Gunnlaugsson, Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Berglaug Dís
Jóhannsdóttir, Sóley Björk, Sindri Freyr, Helena Rán og Eva Dís.
Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
Ásgrímur Jónsson
Móabarði 4, Hafnarfirði
lést á Landspítalanum 22. september.
Kristjana Pétursdóttir, Sveinbjörn Ásgrímsson, Sóley Björk
Ásgrímsdóttir, Sverrir Kr. Bjarnason og Guðrún Jóna Ásgrímsdóttir.