Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 41
25FÖSTUDAGUR 24. september 2004 Kvikmyndin ,,Stelpan í næsta húsi” Fyrir nokkrum vikum síðan var kvikmyndin „The Girl Next Door“, sem fjallar um ástir venjulegs unglings og klám- stjörnu, forsýnd í Smárabíói. Þessu tók ég sérstaklega eftir vegna þess að sérstakar minn- ingar eru tengdar þessum ein- staka viðburði. Skólabekk tólf ára gamallar dóttur minnar var boðið á myndina. Miðarnir voru afhentir sem verðlaun fyrir vel unnin störf bekkjarins í þágu barna sem eiga við ýmiss konar þroskavandamál að stríða. Ekki endaði þó sú bíóferð vel. Eftir að tíu mínútur voru liðnar af sýn- ingartíma myndarinnar stóðu kennararnir upp og báðu sýning- arstjóra að slökkva á kvik- myndavélunum. Myndin reynd- ist vera heldur gróf á köflum og þótti ögra allverulega siðferðis- kennd viðstaddra. Börnin voru í mismunandi ástandi er þau gengu út úr salnum, sumum hafði ofboðið og öðrum fannst spennandi að hafa loks séð hluti sem þeim var annars ekki leyft að horfa á heima hjá sér. Það kom upp úr kafinu að myndin var bönnuð börnum innan 17 ára erlendis vegna atriða sem gagn- rýnendum fannst kynferðislega gróf og ekki hæfa börnum á grunnskólastigi. Stöð 2 mætti svo á staðinn og fjallaði um þessa sérstöku bíóferð í frétta- tímanum þetta kvöld. Nú hefur þessi kvikmynd verið tekin til sýninga aftur í Smárabíói og víðar. Það sem mér virðist þó merkilegt er að enn telur Kvikmyndaskoðun mynd- ina vera mynd fyrir alla aldurs- hópa! Hvernig kemst Kvik- myndaskoðun að slíkri niður- stöðu? Hér er augljóslega um kæruleysisleg og ófagleg vinnu- brögð af hálfu Kvikmyndaskoð- unar að ræða. Sú spurning vakn- ar hvort þeir sem eiga að skoða myndirnar skoði þær í raun og veru. Mig hryllir við tilhugsuninni að í kvöld munu foreldrar og börn setjast niður fyrir framan hvíta tjaldið með popp og kók, glöð í bragði og allsendis ómeð- vituð um hvers konar „skemmt- un“ kvikmyndahúsið hefur í boði fyrir þau. Er ekki svolítið hart að fjölskylda sem setur traust sitt í hendur lögverndaðra stofn- ana eins og Kvikmyndaskoðunar sitji uppi eftir sýningu með kyn- lífið í umræðunni og köttinn í sekknum? M e n n t a m á l a r á ð u n e y t i , menntamálaráðuneyti, hvar ert þú? ■ BRÉF TIL BLAÐSINS Sími 533 2000 • Suðurlandsbraut 2 • Sprengisandi • Smáralind Tvær á 2.000* * Tvær stórar pizzur með tveimur áleggstegundum Tilboðið gildir á veitingastöðum Pizza Hut ef keypt er kanna af gosi (1,7 ltr. á 750 kr.) „Mega“-fjölskylduhelgi Pabbar, mömmur, afar, ömmur og að sjálfsögðu öll börnin UMRÆÐAN ÍVAR HALLDÓRSSON SKRIFAR UM BÖRN OG KVIKMYNDIR Þakkir til foreldra Valur Óskarsson, kennari við Rimaskóla í Reykjavík, skrifar: Mig langar til að byrja á því að þakka þeim foreldrum, sem hafa tjáð sig um kjaradeilu grunnskólakennara. Auðvit- að fáum við á baukinn hér og þar, en þannig er það nú í öllum kjaradeilum og þarf því enginn að vera undrandi á því að það hitni aðeins í fólki, þegar skólum er lokað. Mér finnst í raun merkilegt hversu margir virðast vera klárir á því hvað það var sem fékk kennara mest upp á móti síðustu samningum. Við vildum semsagt eins og aðrir fá launahækkun, en ekki mikla fjölgun vinnudaga. Hvaða launþegi vill þannig samninga? Hvað fyndist ykkur um það ef stéttarfélagið ykkar segðist hafa náð samningi um að þið fengjuð 34.000 króna launahækkun á mánuði, en að vísu gegn því að þið ynnuð alltaf 8 tíma annan hvern laugardag. Síðustu samningar okkar grunnskólakennara voru skuggalega líkir þessu, nema það að aukavinnan lenti í júní og ágúst. Auk þess voru sett inn ákvæði, sem gera skólastjórum skylt að binda okkur í rúma 9 klukkutíma á viku nánast eins og beljur á bás við önnur störf en kennslu og svo kemur undirbúningur kennslu þar fyrir utan. Þess voru dæmi í haust að skólastjórar boðuðu menn til vinnu allt að þremur vikum fyrr en áður þekktist og þeir hinir sömu verða svo að vinna fram undir 15. júní. Barátta aftur í aldir Jóhann Elíasson fyrrverandi stýrimaður skrifar: Eftir samninga milli útgerðar og sjó- manna á Sólbaki setti mann hljóðan og ég gat ekki annað en hugsað með mér: Til hvers var barist svona hat- rammlega fyrir „Vökulögunum“ og að gera starfsumhverfi sjómanna eins ör- uggt og hægt var? Ef það er hægt með ákvörðun nokkurra „misvitra“ manna að hnekkja allri þessari baráttu.Hvers vegna segi ég þetta? Jú, á skuttogurum þurfa að vera 15 menn til þess að skip- ið sé löglegt. Það er til þess að menn geti verið á sex tíma vöktum (það er sex tíma á vakt og sex tíma á frívakt). Og svo er náttúrlega öryggisþátturinn, sem því miður hefur ekki verið fjallað um í þessu tiltekna máli, en það er sagt að ekki geti sami maðurinn séð um að stjórna skipinu og um leið séð um að stjórna þeim spilum sem þarf þegar trollið er „tekið og látið fara“ og er þar um leið að taka ábyrgð á lífi og limum þeirra sem eru á dekkinu. Sé það staðreyndin að það eigi að fækka í áhöfn skipsins um þrjá og jafnframt að halda sex tíma vöktum er það ekki hægt á annan máta en það eigi aðeins að vera EINN MAÐUR í brú þegar troll er tekið og látið fara, en þá vantar samt einn mann og þá verður annað hvort vélstjóri eða matsveinn að fara á dekk þegar híft er eða trollið látið fara. En svo er annar möguleiki, en mig grunar að sá möguleiki sé til grundvall- ar þessum samningum, en það er að vera með svokallaða 12 og 6, það er 12 tíma á vakt og 6 tíma á frívakt og þá gengur dæmið upp. Ég veit að núver- andi fyrirkomulag (það er sex og sex) hefur lengi verið þyrnir í augum mar- gra útgerðarmanna og telja þeir að of margir menn séu í áhöfn skipanna, en það er búið að fækka það mikið í áhöfn skipanna að ekki er hægt að fækka meira án þess að brjóta lög eða ganga í berhögg við vinnutímareglur Evrópusambandsins. Fjöldi greina bíður birtingar Mikill fjöldi greina um málefni líðandi stundar bíður birtingar í Fréttablaðinu. Rými blaðsins fyrir þetta efni er tak- markað og af því leiðir að nokkur tími getur liðið áður en aðsend grein birtist í blaðinu. Rétt er að minna á að blaðið birtir að jafnaði ekki langar að- sendar greinar. Æskilegasta lengd að- sendrar greinar er 400 orð og ætti slík grein að jafnaði að geta birst í sömu viku og hún berst ritstjórn. Þegar grein er orðin yfir 700 orð að lengd getur liðið langur tími þar til blaðið hefur tök á að birta hana. Eru höfundar beðnir að hafa þetta í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.