Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2004, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 24.09.2004, Qupperneq 8
24. september 2004 FÖSTUDAGUR Þing Neytendasamtakanna hefst í dag: Stofnað verði embætti umboðsmanns neytenda ÞING Lögð verður fram ítarleg tillaga í stefnumótun í neytenda- málum næstu tvö árin á þingi Neytendasamtakanna sem hefst á Grand hóteli í dag. Þingið hefst klukkan þrjú síðdegis með ávarpi Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra. Þing Neytendasamtakanna er haldið á tveggja ára fresti og lýkur því á morgun þegar kosið verður í stjórn samtakanna. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, er sjálfkjörinn sem formaður til næstu tveggja ára þar sem ekkert mótframboð barst. Á meðal þess sem rætt verð- ur um á þinginu er stofnun emb- ættis umboðsmanns neytenda. Jóhannes segir að hápunktur þingsins verði á morgun þegar Hagen Jörgensen, umboðsmað- ur neytenda í Danmörku, flytji erindi um það hvers vegna neyt- endur þurfi sjálfstætt embætti umboðsmanns neytenda. ■ Ég bið ykkur um að sýna miskunn Eiginkona breska gíslsins Kenneth Bigley sárbænir mannræningja um að sleppa honum. Bróðir hans segir Bandaríkjamenn hafa stofnað lífi hans í hættu með því að neita að sleppa íröskum kvenföngum úr fangelsi. ÍRAK, AP Ættingjar Kenneth Bigley, breska gíslsins sem haldið er föngnum í Írak, róa nú lífróður í von um að sjá hann aftur heilan á húfi. Kona hans grátbændi mannræningjana um að hlífa hon- um og senda hann aftur til sín og bróðir hans skammaði Banda- ríkjamenn fyrir að grafa undan möguleikum á að bjarga lífi hans. „Við höfum verið gift í sjö ár og ég elska hann mjög heitt. Ég vil ekkert frekar en að hitta hann á ný. Ég bið ykk- ur um að sýna miskunn. Ég sár- bæni ykkur að sleppa Ken svo ég fái að sjá hann aftur,“ sagði Sombat Bigley, eiginkona síðasta eftirlifandi gíslsins af þremur sem rænt var á dögunum. „Ken, eiginmaður minn, er venjulegur, harðduglegur fjölskyldumaður sem vildi hjálpa írösku þjóðinni. Sem ástrík eiginkona hans sár- bæni ég ykkur enn og aftur um að sýna honum miskunn,“ sagði Sombat. Hryðjuverkamenn í hreyfingu Abu Musab al-Zarqawi rændu Bigley og tveimur Bandaríkja- mönnum sem hafa þegar verið myrtir. Þeir kröfðust þess að öll- um kvenföngum í haldi Banda- ríkjamanna yrði sleppt úr haldi en þeirri kröfu hafa Bandaríkja- menn hafnað. Þeir segja aðeins tvær konur í haldi, en báðar tengdust áætlunum Íraka um að koma sér upp gjöreyðingarvopn- um og fengu þær viðurnefnin doktor Sýkill og frú Miltisbrand- ur. „Við höfum ekki verið í samn- ingaviðræðum og við munum ekki semja við hryðjuverkamenn um lausn gíslanna,“ sagði Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, í gær. Daginn áður höfðu íraskir embættismenn sagt að annarri konunni yrði sleppt úr haldi en Bandaríkjamenn höfnuðu því og æðri ráðamenn í Írak einnig. Bróðir gíslsins, Paul Bigley, sakar bandarísk yfirvöld um að skemma fyrir möguleikanum á að endurheimta Bigley heilan á húfi með því að neita að sleppa konun- um tveimur úr haldi. „Það var smá vonarglæta við endann á stórum, löngum, myrkum, skítug- um og köldum göngunum. Nú hef- ur sú von verið eyðilögð,“ sagði hann eftir að bandarísk yfirvöld neituðu að verða við kröfum hryðjuverkamannanna. Sjálfur bað Kenneth Bigley um aðstoð Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, í myndbandi sem var dreift á netinu í fyrra- kvöld. „Þetta er hugsanlega síð- asta tækifæri mitt. Ég vil ekki deyja,“ sagði hann. Bandarísku gíslarnir voru báð- ir skornir á háls. Lík þeirra hafa fundist og var aftaka annars mynduð og sýnd á netinu. ■ ,, Við munum ekki semja við hryðju- verkamenn. JÓHANNES GUNNARSSON Formaður Neytendasamtakanna er sjálf- kjörinn til næstu tveggja ára. EIGINKONA BRESKA GÍSLSINS Sombat Bigley sárbændi hryðjuverkamenn um að sleppa eiginmanni sínum úr haldi heilum á húfi. BIÐUR UM HJÁLP Kenneth Bigley grátbað Tony Blair um hjálp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.