Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 44
Erindi í Listasafni Reykjavíkur: Listsköpun Katrínar 28 24. september 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Ingibjörg Hauksdóttir opnar sýningu hjá Sævari Karli á morgun, laugardag. Ingibjörg málar óhlutbundnar myndir, oft smágerð og óráðin munstur á stóra fleti. Sýningunni Ísland, Ítalía og Bandaríkin: Valgerður Hauks- dóttir og Debora Cornell frá Bandaríkjunum hvor með sína innnsetninguna en þeim fylgja hljóðverk eftir Richard Cornell. Paolo Ciampini frá Ítalíu sýnir grafík. NORÐUR OG NIÐUR, farand- sýningu ungra finnskra, sænskra og íslenskra listamanna sem opnar í kjallara Nor- ræna húss- ins í dag. Hagnýtt leikstjórnarnámskeið fyrir grunnskólakennara verður haldið á vegum fræðsludeildar Þjóðleikhússins helgina 16. og 17. október. Leiðbeinandi er Sigrún Valbergsdóttir og er námskeiðið ætlað þeim kennurum sem hafa einhverja reynslu af leiklistarstarfi með grunnskólabörnum. Í fyrirlestri og umræðum verður farið fræðilega í gegnum ferli uppsetningar á leikriti og sérstaklega miðað við þarfir grunnskólans. Staldrað verður við greiningarvinnu og ýmsa verkþætti sem leikstjór- inn ber ábyrgð á og tekur endanlega afstöðu til, svo sem leikmyndavinnu, búningagerð, leikmunagerð, hönnun lýsingar, hárgreiðslu, förðun, leikskrá osfrv. Einnig verður farið í undirbúning og skipulag frá degi til dags. Meginhluti námskeiðsins er verklegur. Þátttakendur verða til skiptis í hlutverkum leikara og leikstjóra. Unnið verður með stutta leikþætti og senur sem þátttakendur verða búnir að kynna sér fyrirfram. Námskeiðið verður frá 10 -16 báða dagana og skil- yrði er að þátttakendur séu með allan tímann. Þátttökufjöldi er takmarkaður og kostnaður verður 10.000 kr. Skráning er hafin (sendið tölvupóst á maria@leikhusid.is eða hringið í Maríu í síma 585 1200) og lýkur 4. október. Kl. 20.00 Allra síðustu sýningar á Paris at Night, sem byggð er á ljóðum Jacques Prévert og tónlist Josephs Kosma, verða um helgina, í kvöld og sunnudagskvöld. Leikarar í sýningunni eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix Bergsson. ! menning@frettabladid.is Leikstjórnarnámskeið fyrir kennara Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Svarta mjólk, leikrit þar sem sem kaldranalegur stórborgarveruleiki og lífið úti á landi í Rússlandi rekast harkalega á. Svört mjólk er heitið á fyrstu frumsýningu leikársins í Þjóðleik- húsinu. Verkið, sem er sýnt á Smíðaverkstæðinu í kvöld, er eftir Vasílij Sígarjov, kornungan rússneskan höfund sem hefur vakið gífurlega athygli í leikhús- lífi Evrópu. Verkið fjallar um ungt par úr stórborginni sem er statt á lestar- stöð í örlitlum smábæ úti á víðátt- um Rússlands. Hann selur brauðristar, hún er komin á steypirinn. Þau geta varla beðið eftir því að komast burt, en lestin lætur bíða eftir sér. Svo birtast þeir, þorpsbúarnir sem telja sig hafa verið svikna í viðskiptum við brauðristasölumanninn. Kald- ranalegur stórborgarveruleikinn og lífið úti á landi rekast harka- lega á. Í hlutverkum unga parsins, Ljovtsiks og Lillu, eru Ólafur Egill Egilsson og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir. Þegar þau eru spurð hvort Svört mjólk sé mjög dramatískt leikrit segja þau að í því sé mikill þungi undir niðri. „Fólk er sorglegt án þess að vita það sjálft,“ segir Ólafur og Arnbjörg bætir við: „Það er mjög mótað af umhverfi og aðstæðum.“ Hvers konar leikrit er þetta? „Leikritið er kannski um sálina og rassgatið og þar er varpað fram ýmsum spurningum. Hvenær deyr í manni sálin? Hvað þarf maður að selja margar ónýtar brauðristar og ganga í ber- högg við það sem maður veit að er satt og rétt, áður en sálin deyr? Þetta par rambar á mörkum þess að vera sálarlaust – en er það þó ekki. Það kostar bara allt pen- inga nú til dags, eins og segir í leikritinu – og þegar allt kostar peninga, þá fer allt að snúast um að ná í þá. Fólk verður að velja sál- ina eða að bjarga á sér rassgatinu. En svo er þetta líka ástarsaga. Ljovtsik og Lilla eru dæmigert nútímapar, þótt þau þurfi að hafa meira fyrir því að eiga í sig og á en gengur og gerist. Leikritið er eins og dæmisaga. Höfundurinn er jafngamall okkur og er að varpa upp gömlu gildun- um í Rússlandi, frá tíma þar sem engir peningar voru til, og þeim nýju, þar sem allt flæðir í pening- um og þjóðfélagið er alger frum- skógur. Fólk er alið upp í svo hörð- um heimi þarna, við svo ofboðs- lega fátækt að það er spurning hversu langt það er til í að ganga til þess að fá það sem það þarf. Þetta par er til í að ganga ansi langt. En það er spurning hvort þau eiga einhverra kosta völ. Þau verða að taka þátt í þjóðfélaginu – en hafa ekkert með það að gera að setja leikreglurnar.“ Kjartan Ragnarsson leikstýrir Svartri mjólk, verki um upplausn- ina og frumskógarlögmálið í Rússlandi á okkar dögum. En hvaða erindi á það við okkur? „Leikrit sem er skrifað af 27 ára strák sem segir af alvöru að manneskjan sé einhvers virði á alltaf erindi við okkur. Þetta er strákur sem elst upp við spillingu, hrun og vonleysi og er í fúlustu al- vöru að leita að einhverjum heil- legum kjarna í manneskjunni. Það er merkilegt. Verkið fjallar um heila heims- álfu sem missir fótanna og er að leita að einhverju siðferði til að standa á. Það kemur okkur mikið við.“ Í einu af aðalhlutverkum sýn- ingarinnar er Tinna Gunnlaugs- dóttir, sem leikur konuna sem endurspeglar hin mannlegu gildi, sem eru undirstaða lífs okkar en er svo djúpt á í þessum heimi, eins og hún segir. „Þessi rótgrónu gildi koma alltaf til með að vera undirstaða mannlegs lífs á meðan græðgi og eigingirni eru það sem unga fólkið í verkinu lifir og hrærist í – og þau hæðast auðvitað að þessum grónu gildum. Í rauninni er höfundurinn að endurspegla mun stærri sögu en hann segir í verkinu. Hann er að gefa okkur innsýn í það hrunda samfélag sem fyrrum Sovétlýð- veldin eru í dag.“ „Og hann nær að fjalla um Guð þannig að ég tek mark á því,“ skýtur Kjartan inn í. „Það má líka segja að þetta verk kallist á við okkar sögu,“ segir Tinna. „Okkur var líka kastað inn í nútímann. Við höfum upplifað tíma þar sem laust sam- an gömlum og nýjum gildum.“ Nú sækið þið bæði um stöðu þjóðleikhússtjóra og eruð meðal þeirra sex sem þjóðleikhúsráð telur hæfa í stöðuna. Hvernig er fyrir ykkur að vinna saman? „Við höfum verið keppinautar áður, til dæmis um verkefni. Leik- arar hafa alla tíð þurft að vinna saman um leið og þeir eiga í sam- keppni,“ segir Tinna. „Við Tinna höfum verið góðir vinir í mörg ár og verðum það al- veg örugglega áfram hvernig sem fer,“ segir Kjartan. „Og hvernig sem fer eigum við líka örugglega eftir að vinna saman,“ bætir Tinna við að lokum. sussa@frettabladid.is • Offering enlightenment, good health, peace • Increased energy and intelligence for success in every profession • Relaxed and creative life • Stress-free individual and crime- free society • Harmonious behavior and fulfilling relationships • Techniques to fulfill desires and enjoy affluence • Maharishi Health Spa programs • Vedic Vibration TechnologySM for disorders • Herbal food supplements • Vedic architecture for health and good fortune • Transcendental Meditation® • All these programs for all—men, ladies, students, working adults, senior citizens Our offers are supported by hundreds of scientific research studies. Maharishi being built in Reykjavík Offered by the Global Country of World Peace: His Highness Dr. Wynne, Raja of Vedic America and His Highness Dr. Dean, Raja of Washington, D.C. PEACE PALACE Hér og nú er hægt að fá upplýsingar um hnattsamstarfið, Friðarhallir rísa nú um allan heim, í höfuðborgum og þúsundum annarra borga. Hýsa heimsins dýpstu þekkingu og æðstu vísindi á öllum sviðum -- þekkingu á grundvallarraunveruleikanum og manninum. og læra að njóta heilsu og lífsgæða. vefsíða: www.MaharishiPeacePalace.org Endilega skoðið meira um þekkinguna í „MaharishiPeacePalace”. Upplýsingasími GCWP á Íslandi 693 73 54 LJOVTSIK OG LILLA Ólafur og Arnbjörg segjast leika fólk sem er sorglegt án þess að vita það sjálft. KJARTAN RAGNARS- SON LEIKSTJÓRI Höfundur sem er í fúl- ustu alvöru að leita að einhverjum heillegum kjarna í manneskjunni á erindi við okkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hvenær deyr í manni sálin? Thorvald Steen í Norræna húsinu Norski rithöfundurinn Thorvald Steen verður með fyrirlestur í Norræna húsinu í dag klukkan 12.00. Pallborðsumræður verða í kjölfarið þar sem taka munu til máls Örnólfur Thorsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Torfi H. Tulinius og Vilborg Davíðsdóttir. Thorvald mun einnig árita bók sína á staðnum. Thorvald Steen er einn virtasti höfundur Norðmanna en skáldsögur hans hingað til hafa allar fjallað um söguleg efni. Þær fyrstu, Don Carlos og Don Giovanni, fjölluðu um Charles Darwin, sú þriðja, Konstantínópel, fjallar um Sigurð Jórsalafara og Undir svikulli sól fjallar um Snorra Sturluson eins og fyrr segir. Hún hlaut afar lofsamlega dóma og hefur þegar verið þýdd á fjölmörg tungumál. Thorvald Steen er fæddur árið 1954 og hefur starfað sem blaða- maður og rithöfundur og var um árabil formaður norska rithöfundasambands- ins. Hann er einnig höfundur ritgerða- safnsins Frá Reykholti til Bosporus sem kom út í fyrra. Nú í haust er væntanleg ný bók frá hans hendi, Úlfaldaský.KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR Tölvu- og myndbandsverk eru meðal verka á ferli hennar. Listfræðingurinn Eva Heislar flytur erindi í Listasafni Reykja- víkur – Hafnarhúsi sunnudaginn 26. september kl. 15.00. Í erindi sínu mun hún fjalla um listsköpun Katrínar Sigurðardóttur síðastlið- inn áratug en verk hennar spanna allt frá tölvu- og myndbandsverk- um til þrívíðra verka og innsetn- inga. Verk hennar fjalla um kort- lagningu mannsins í tíma og rúmi. Sýning á verkum Katrínar stend- ur nú yfir í safninu. Eva Heisler er bandarískur list- fræðingur og gagnrýnandi sem hefur búið og starfað á Íslandi um nokkurt skeið. Eva hefur haldið fyrirlestra og verið gestakennari við Háskóla Íslands og Listahá- skólann en er nú prófessor í ensku og listasögu við Maryland Uni- versity, starfandi í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.