Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 31

Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 31
Jan Troell er einn reynd- asti kvikmyndagerðarmaður Svía. Hann kemur til lands- ins með nýjustu kvik- mynd sína „Guli merkimiðinn“, stutt- mynd þar sem stólpa- grín er gert að Evrópu- sambandinu. Gréta Ólafsdóttir er kunn fyrir heimild- armyndir sínar sem hún hefur gert í félagi við Susan Muska. Þær verða með fyrirlestur á hátíð- inni og sýna mynd sína „Saga Brandon Teena“. Jan Rofekamp flytur fyrirlestur fyrir fagfólk á hátíðinni. Hann er einn reyndasti dreifingaraðili heimildarmynda í ver- öldinni og aðalfram- kvæmdastjóri Films Transit International í Montreal í Kanada. Sólveig Anspach sýn- ir nú mynd sína „Borg- arálfa“ í fyrsta sinn á Íslandi og einnig „Upp með hendur!“ (um frönsk glæpakvendi), auk heimsfrumsýningar á „Í þessu máli“ (Faux) um stóra mál- verkafölsunarmálið. Aukablað vegna Nordisk Panorama kvikmyndahátíðarinnar • Föstudagurinn 24. september 2004 NORDISK PANORAMA I REGNBOGANUM 24.-28. SEPTEMBER , 112 kvikmyndir á 6 dögum fyrir 800 kr! Á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama er hægt að sjá 112 kvikmyndir á sex dögum fyrir aðeins 800 kr. miða. Hátíðin er í tvennu lagi. Annars vegar er um að ræða árlega norræna kepp- ni stutt- og heimildamynda með 64 myndum. (Valið var úr um 450 innsendum verkum). Verðlaun veita Norðurljós, RÚV, Menntamálaráðuneytið og Canal+. Verðlaunamyndirnar verða sýndar miðvikudaginn 29. sept. kl. 10:00 en einnig að hluta á sérstöku útibíói á Miðbakka miðvikudagskvöld kl. 21:00. Alþjóðlegar hliðardagskrár Á hátíðinni eru alþjóðlegar hliðar- dagskrár með um 60 myndum þannig að alls eru sýndar þessa daga rúmlega 112 ræmur. Af dag- skránum má nefna barnamyndir, ís- lenskar heimildamyndir, úrval evr- ópskra stuttmynda frá ESB, sérstaka dagskrá frá Balkanlöndum, „heitar heimildamyndir“ sem hafa vakið sérstaka athygli undanfarið, fjöl- margar nýjar íslenskar myndir, (sumar frumsýndar á hátíðinni) og „bílskúrsbíó“ á vegum Lorts í MÍR- salnum. Einnig verða sérstakar dag- skrár alla daga í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi, undir heitinu „Out of Category“. Ein sú stærsta í Norður-Evrópu Mörg hundruð erlendir gestir hafa skráð sig á hátíðina, enda er hún ein stærsta samkoma sinnar tegundar í N.-Evrópu. Í senn eftirsótt keppni, mikilvæg kaupstefna, markaður, kynn- inga- og samningavettvangur. Fjöldi leikstjóra, framleiðenda, innkaupastjóra og áhrifamanna í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum verða á landinu, sjá kvikmyndir, sækja fyrirlestra og skoða sig um. Haldnir eru fyrirlestrar og margs konar fundir fagfólks. Dagskrárrit hátíðarinnar liggur víða frammi, í strætisvögnum, leigubílum, verslunum og veitingahúsum og verður einnig í Regnboganum ásamt ýmsum upplýsingum um hátíðina. Miðar og skráning Nordisk Panorama er opin almenningi og hægt er að kaupa miða sem veitir aðgang að öllum sýningum í Regnboganum á sérstöku verði, aðeins 800 kr. Einnig er hægt að skrá sig á hátíðina og fá aðgang að öllum sýningum, málþingum, útsýnisferðum og hófum. Skráningargjald fyrir slíka þátttöku er 97 Evrur (um 8.500 kr.). Skráning fer fram á vef hátíðarinnar nordiskpanorama.com. Nýtt og frumlegt Nordisk Panorama sýnir margt það nýjasta og frumlegasta sem er verið að gera í kvikmyndageiranum. Sem dæmi má nefna: Rocket Brothers, dönsk heimildarmynd um hljómsveitina Kashmir. Rubber Soul, hylling til Bítlanna frá Serbíu og Svartfjallalandi. Fyrirtækið (The Corporation), sálgreining á fyrirbærinu fyrirtæki. Jámennirnir (The Yes Men). Tveir prakkarar gera usla í Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Peptalk, Elexir, Home Game, Grubby Girls, - grín og kostuleg efni. Your Were There With Your Friend Frank og Arks, - stuttar og skondnar heimildamyndir. Do You Love Me? og Father to Son, - nánast svívirðilega nærgöngular heimildarmyndir. ...Frægðarfólk á Nordisk Panorama Dagurinn sem ég gleymi aldrei (The Day I’ll Never Forget). Sýnd lau. kl. 22:00 og þri. kl. 20:00. Sérstök styrktarsýning fyrir UNIFEM og UNICEF á sunnudag kl. 11:30. Víðfræg heimildamynd sem fjallar um umskurð kvenna. Myndin hefur fengið fjölda verðlauna víða um heim, m.a. Amnesty International ñ DOEN-verð- launin í Amsterdam. Kim Longinotto hefur gert fjölda heimildamynda, m.a. Dream Girls, Rock Wives, Divorce Iranian Style, Best Friends, Gaea Girls og Runaway. Fyrirtækið (The Corporation). Viðstaddur sýn- inguna kl. 17:30 á sunnudag í Regnboganum verður Bart Simpson hjá Big Picture Media Corporation í Vancouver, Kanada, einn af framleiðendum og dreifingaraðilum myndarinnar. Mun hann ræða um myndina við áhorfendur og svara spurningum. Innri eða dýpri hluti byggingargerðar dýrs eða plöntu - gerð Medúllu (Heims- frumsýning) Heimildamyndin út- skýrir nafnið á plötunni, Medúlla, ferlið á bak við hugmyndir Bjarkar sem urðu að veruleika eftir mörg ævintýri, hún sýnir ferðalög hennar til fjarlægra staða og samvinnu við ótrú- legasta fólk. Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnheiður Gestsdóttir gerði áður Minuscule (2002), heimildamynd um gerð og upp- töku plötu Bjarkar Vespertine, ásamt tónleikaferðum. Með mann á bakinu eftir Jón Gnarr með honum og Jó- hanni G. Jóhannssyni í hlutverkum lýsir samskiptum tveggja manna og er tileinkuð öllum sem hafa borið ein- hvern á bakinu á einn eða annan hátt. Jón Gnarr er þekktur grínisti, leik- ari, höfundur, sjón- varpsmaður og myndlistarmaður. Hann hefur leikið í nokkrum kvikmynd- um en þetta er sú fyrsta sem hann stjórnar. Hann hefur meirapróf á bíl. Utan flokka: Listasafn Reykjavíkur lau. kl. 11:00 og 14:00, sun. kl. 10:00 og 12:30, mán. kl. 11:00 og 14:00, þri. kl. 11:00 og 14:00. Sérstök dagskrá 14 athyglisverðra norrænna kvikmynda þar sem höfund- ar fást við innihald og form með ferskum hætti. Þeir láta reyna þannig á möguleika miðilsins að spurning- ar vakna á borð við þessar: „Hvað gerir myndband að kvikmynd? Og hvað gerir annað myndband að innsetningu?“ M YN D /B AL D U R KR IS TJ ÁN SS O N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.