Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 43

Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 43
27FÖSTUDAGUR 24. september 2004 Skarphéðinn Steinarson, stjórnar- formaður Norðurljósa, var kjör- inn stjórnarformaður Og fjar- skipta á aðalfundi í gær. Norður- ljós og tengdir aðilar ráða för í fé- laginu eftir kaup á 35 prósenta hlut Kenneth Peterson í félaginu. Landsbankinn minnkaði hlut sinn í félaginu. Sjö prósenta hlut- ur var seldur til eignarhalds- félagsins Riko sem er í eigu Sig- urðar Bollasonar og Magnúsar Ármann. Þeir seldu Baugi hlut sinn í tískukeðjunni Karen Millen fyrir skömmu. Skarphéðinn Steinarson segir róttækrar stefnubreytingar ekki að vænta hjá Og Vodafone. Hann gefur heldur ekkert út á vanga- veltur um sameiningu Norður- ljósa við Og Vodafone. „Við sjáum ýmis tækifæri í samvinnu þessara félaga,“ segir Skarphéðinn. Auk Skarphéðins koma Árni Hauksson, Einar Hálfdánarson og Pálmi Haraldsson inn í stjórnina. Ein stjórnarmaður, Vilhjálmur Þorsteinsson, situr áfram í stjórn- inni. Óskar Magnússon er for- stjóri félagsins, en ekki liggur fyrir hvort breytingar verða gerð- ar í æðstu stjórn félagsins. Hagvísar snúa niður Helstu hagvísar í Bandaríkjunum benda ekki til þess að efnahagslíf- ið sé á leið í uppsveiflu. Sérstök vísitala sem mælir breytingar í öðrum vísitölum lækkaði í ágúst þriðja mánuðinn í röð. Sérfræðingar á markaði í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af þessari þróun og óttast að víxl- verkun verði á milli óhóflegs að- halds heimila og samdráttar hjá fyrirtækjum. Bæði Dow Jones og Nasdaq- vísitölurnar hafa sigið niður á við á síðustu vikum þrátt fyrir að bandaríski Seðlabankinn haldi því fram að efnahagsleg uppsveifla sé í vændum. ■ Norðurljós með lyklavöldin NÝR STJÓRNARFORMAÐUR Skarp- héðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, er nýr stjórnarformaður Og Vodafone. Nýir eigendur tóku við völd- um í félaginu í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Íslendingar vinna lengi Hærra hlutfall karlmanna á aldrinum 55 til 64 ára er á vinnu- markaði á Íslandi en nokkurs staðar annars staðar í OECD- ríkjunum. Um 95 prósent manna í þessum hópi eru þátttakendur í atvinnulífinu hér en næstmest er atvinnuþátttakan í Japan, tæplega 85 prósent. Í vefriti fjármálaráðuneytis- ins í gær kemur fram að ástæð- ur þessa séu hár eftirlaunaald- ur. Hér fer fólk að meðaltali á eftirlaun á aldrinum 66 til 68 ára en víðast annars staðar gera menn það í kringum sextugt eða fyrr. Minnst atvinnuþátttaka í þessum hópi er meðal Belga. Að- eins um þriðjungur karla á aldr- inum 55 til 64 ára tekur þátt í at- vinnulífinu. Á hinum Norðurlöndunum er atvinnuþátttaka þessa hóps einnig minni en á Íslandi. Í Noregi er hún um 75 prósent, í Danmörku tæp sjötíu prósent og í Finnlandi tæp fimmtíu prósent. ■ Nýsköpun verðlaunuð Þrír fræðimenn í Háskóla Íslands, hver á sínu sviði, hlutu í gær verð- laun fyrir sameiginlegt verkefni sem miðar að því að útbúa tæki sem greint getur ýmsa augnsjúk- dóma án þess að nemar séu settir inn í augað. Einar Stefánsson, prófessor í læknadeild, Jón Atli Benediktsson verkfræðiprófessor og Þór Eysteinsson, dósent í lífeðlis- fræði, standa að verkefninu, sem felst í að þróa tækjabúnað sem metur blóðþurrkarsjúkdóm í augnbotnum. Í öðru sæti í hugmyndasam- keppninni „Upp úr skúffunum“ var verkefni á sviði félagsfræði undir stjórn Kristínar Loftsdóttur dósents. Jóhann P. Malmquist, prófess- or í tölvunarfræði, og Guðlaugur Kr. Jörundsson meistaranemi fengu þriðju verðlaun fyrir verk- efni um sjónræna framsetningu á umræðum í vefkerfi. ■ LÖNG STARFSÆVI ÍSLENDINGA Um 95 prósent karlmanna á aldrinum 55 til 64 eru þátttakendur í atvinnulífinu á Íslandi. Þetta hlutfall er miklum mun hærra hér en í öðrum OECD-löndum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.