Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 25.09.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR STÓRLEIKUR Í BIKARNUM FH-ingar, nýkrýndir Íslandsmeistarar í fót- bolta, mæta KA í undanúrslitum Visa-bik- arkeppni karla í dag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 14. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VEÐRIÐ BETRA EFTIR HÁDEGI Það verður hvasst og úrkomusamt í morgun- sárið sunnan og vestan til en lægir svo, síst reyndar suðaustan til. Víða skaplegt í kvöld. Sjá síðu 6 25. september 2004 – 262. tölublað – 4. árgangur JÖKLARNIR BRÁÐNA Á næstu 100 til 200 árum er talið að jöklar landsins dragist saman og hverfi. Líklegt er að Snæfellsjök- ull hverfi fyrst. Sjá síðu 10 MEIRIHLUTI RÍKISSTJÓRNAR ER- LENDIS Guðni Ágústsson er starfandi for- sætisráðherra í forföllum þeirra Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar, staðgengils hans í ríkisstjórn- inni. Sjá síðu 2 KENNARAR GAGNRÝNDIR Engar undanþágur hafa verið veittar í yfirstand- andi kennaraverkfalli. Neyðarástand hjá for- eldrum fatlaðra barna. Sjá síðu 4 FJÖLDI ÚTLENDINGA SEXFALD- AST Fjöldi útlendinga sem afplána refsi- dóma í íslenskum fangelsum hefur sexfald- ast á síðustu fjórum árum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil fjölgun dóma vegna fíkni- efnabrota. Sjá síðu 6 25-49 ára Me›allestur 72% 50% Fréttablaðið Morgunblaðið Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups ágúst '04 Kvikmyndir 40 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 36 Sjónvarp 44 Strákarnir okkar: ● á kr-vellinum Bíódagur SÍÐA 46 ▲ ● bílar Hannes Emilsson: ▲ Sáluhjálparar eða loddarar? STJÓRNMÁL Björn Bjarnason dóms- málaráðherra fór hörðum orðum um Hæstarétt í ræðu á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um eftirlit með störfum stjórnvalda. Björn fjallaði um hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýslu- dómstól og tiltók þrjá dóma þar sem honum þótti Hæstiréttur hafa gert afdrifarík mistök. Björn sagði fyllilega réttmætt að velta fyrir sér hvort setja þyrfti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæsta- réttar áberandi og sumir alvar- legri en aðrir. „Sumum þeirra hefur ríkis- stjórnin meira að segja neyðst til að bregðast við með því að leita eftir sérstakri lagasetningu til að draga úr fordæmisgildi dóma, þegar þeir hafa gengið þvert á allt, sem viðtekið hefur verið í stjórnsýslurétti eftir hefðbundum lögskýringaraðferðum.“ Einn dómanna sem Björn tiltók var á þá leið að ólöglegt hefði ver- ið að flytja starfsemi Landmæl- inga Íslands til Akraness, svokall- aður Stjörnugríssdómur sem var á þá leið að umfjöllun starfs- manna umhverfisráðuneytis hefði gert ráðherra vanhæfan til að úr- skurða í málinu var annar og sá þriðji var á þá leið að minnisblað ríkisstjórnarinnar til nefndar sem fjallaði um öryrkjadóm væri opin- bert plagg. Um þann dóm sagði Björn meðal annars: „Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað van- þekking á störfum og starfshátt- um stjórnvalda getur brenglað all- ar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar af- leiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta.“ Atli Gíslason, hæstaréttarlög- maður og varaþingmaður Vinstri grænna, segir viðbrögð Björns harkalegri en dómarnir gefi til- efni til. „Sérstaklega umfjöllun um Stjörnugríssdóm sem ég met að sé alveg hárétt niðurstaða hjá Hæstarétti og byggi á fullkom- lega réttu mati á vanhæfisreglum á grundvelli bréfs sem var undir- ritað fyrir hönd ráðherra. Hin tvö málin voru umdeild,“ sagði Atli og bætti við: „Það virtist koma fund- armönnum á óvart hvað hann var hatrammur í umtali um þessa dóma.“ brynjolfur@frettabladid.is SÍÐUR 26 ▲ Ástir unglinga SÍÐUR 30 & 31 ▲ VIÐSKIPTI Lög um að þrengja að hlutverki starfandi stjórnarfor- manna fela í sér takmörkun á rétti hluthafa til að haga málum með þeim hætti sem þeir telja best til árangurs fallin. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu sem lögmenn unnu fyrir KB banka. Gunnar Jónsson, aðalhöfundur skýrslunnar, segir að tillagan sé ekki til þess fallin að efla hags- muni hluthafa og markaðarins, heldur þvert á móti. „Meðan stjórnin er innan al- mennra reglna sem ágæt reynsla er komin á er ekki ástæða fyrir stjórnvöld að hafa skoðun á því hvernig menn skipta með sér verkum.“ Í skýrslunni er bent á að for- dæmi fyrir slíkum reglum séu fá og það fordæmi sem sé notað beint sé frá Danmörku og sett í kjölfar mikils hneykslismáls og gjaldþrots. „Það varð mikil tauga- veiklun út af því máli og það er tæpast heppileg fyrirmynd.“ Gunnar telur að tillögurnar muni ekki hafa áhrif á fyrirkomu- lag í KB banka og bankinn fari í einu og öllu að leiðbeinandi regl- um um góða stjórnarhætti. Sjá bls. 20. Tillaga viðskiptaráðneytisins um að þrengja heimildir hlutafélaga gagnrýnd: Lög myndu takmarka rétt hluthafa Vigdís Finnbogadóttir: Konur þurfa jafn há laun STJÓRNMÁL Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sagði á norrænni jafnréttisráðstefnu í gær að jafnrétti kynjanna væri ekki jafnrétti í raun nema konum væru greidd jafn há laun og körlum fyrir sömu störf. Vigdís og Tarja Halonen, forseti Finnlands, voru á meðal frummælenda á ráðstefnu sem haldin var í Borgarleikhúsinu í gær til að minnast þess að þrjátíu ár eru liðin frá því að norrænt sam- starf á sviði jafnréttismála hófst. Vigdís varpaði fram þeirri spurningu í ræðu sinni hvers vegna konur einar ræddu um stöðu sína. „Af hverju eru konur ávallt sendar á fundi þar sem ræða á stöðu kvenna í samfélaginu?“ spurði for- setinn fyrrverandi. Spurningin virt- ist tímabær. Konur voru í yfirgnæf- andi meirihluta á ráðstefnunni. ■ FORSETAR HEILSAST Tvær fárra kvenna í heiminum sem þjóðkjörnar hafa verið forsetar; Vigdís Finnbogadóttir og Tarja Halonen, forseti Finnlands, hittust á norrænni jafnréttisráðstefnu í Borgarleikhúsinu í gær. Landlæknir hefur opinberlega varað við fjórum erlendum gúrúum á síðastliðnum þremur árum og kallar slíka starfsemi „óprúttna fjárplógsstarfsemi“. Á unglingsárunum er stutt í rómantík og næstu stóru ást. Fréttablaðið spjall- ar við unglinga um stefnumót og ástir. Aukablað um alþjóðlega hjartadaginn fylgir Fréttablaðinu í dag Hjálpin fylgir Fréttablaðinu í dag.Á mótorhjóli um Flórída Í MIÐJU BLAÐSINS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Ráðherra gagnrýnir Hæstarétt harðlega Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir Hæstarétt hafa gert nokkur afdrifarík mistök í dóm- um sínum. Harkalegri viðbrögð en búast mátti við segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.