Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2004, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 30.09.2004, Qupperneq 26
Varalitir, gloss og allt sem gerir varirnar ómótstæðilegar er málið í kuldanum í vetur. Ef þú ert ekki vön að nota svo- leiðis, vendu þig þá á það því það er flott – og frekar sexí! [ NÝTT ] Skólavörðustíg 21 • Sími 551 4050 • Raykjavík Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Kjólar, dress og dragtir Fyrir hátíðir haustsins Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. kl. 10-16T Í S K U V E R S L U N Ný sending GALLABUXUR FRÁ PAS GALLABUXUR FRÁ INTOWN NÝ SENDING Buxur, pils, jakkar SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 HAUST Í SKARTHÚSINU Ný sendin af alpahúfum, prjónuðum sjölum og vettlingum. Sendum í póstkröfu PONCHO Nú hafa bæði New York og London látið ljós sitt skína í tískuheiminum með veglegum tískusýningum. Góð regla er að geyma það besta þangað til síðast og það er einmitt það sem áhorfendur á tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu hafa komist að. Ítalía er án vafa vagga tískuiðnaðarins og mun drottna á markaðinum um ókomin ár. Tískuvikan þar í landi hófst 25. september síðastliðinn og stendur til 3. október. Reyndar hefur tískuvikan verið framlengd á síðustu árum vegna fjölda tískusýninga og viðburða þannig að aldrei er að vita hvenær botninn verður sleginn í hana í ár. Margir af bestu hönnuðum heims hafa nú þegar sýnt föt sín á sýningunni og einnig hafa nokkrir nýliðar látið ljós sitt skína. Í vikunni eiga sér stað yfir hundrað tískusýningar sem hafa allar sinn eigin stíl og karakter. Litir, aft- urhvarf og fágaður stíll er það sem mun ein- kenna vortískuna og sumartískuna sam- kvæmt fyrirsætunum á pöllunum í Mílanó og er hver flíkin annarri fallegri. ■ Dorothy Perkins verslunarkeðjan leggur áher- slu á fjölbreyttan kvenlegan fatnað fyrir kon- ur. Í síðustu viku opnaði Dorothy Perkins verslun í Smáralindinni og er hún kærkomin viðbót í verslunarflóruna. Í Dorothy Perkins eru ávallt nokkrar tískulínur í boði, oftast frá mismunandi tímabilum, og í hverjum mán- uði er bætt við vöruúrvalið svo það nýjasta og ferskasta er alltaf í fyrirrúmi. Verslunin hef- ur einnig lagt áherslu á að reyna að höfða til breiðs hóps kvenna, en fyrir utan hefðbundn- ar tískuflíkur á meðalkonuna býður Dorothy Perkins upp á flíkur fyrir lágvaxnar konur, há- vaxnar konur og einnig er gott úrval af óléttu- fatnaði, skóm, undirfötum og fylgihlutum. Dorothy Perkins er bresk verslanakeðja með tæplega 600 verslanir starfræktar víðs vegar um heiminn, en fyrirtækið var stofnað árið 1919 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. ■ Dorothy Perkins: Fjölbreytt og kvenleg föt Sigríður Héðinsdóttir, verslunarstjóri Dorothy Perkins, ánægð með verslunina. Tískuvikan í Mílanó: Punkturinn yfir i-ið Gul díva frá Lorenzo Riva. La Perla sýndi fágaða og kvenlega tísku í hefðbundn- um litum. Suðræn senjóríta í kjól frá Alviero Mart- ini. Grænt, grænt, grænt frá Dirk Bikkemberg. Giorgio Armani var í austurlenskri stemningu og hreif áhorfendur með öðruvísi hönnun. Emporio Armani klikkar ekki á einfald- leika og litasamspili. Agatha Ruiz de la Prada er óhrædd við að blanda litum og sérstökum efnum saman. Angelo Marani er með glæsileika á hreinu og sýndi það með þessum gullfallega kjól. Næstum því fljótandi kjóll í kynæsandi litum frá Clips. Skærbleikt á brúnum líkama frá Emilio Pucci – gæti það verið betra? Max-Mara ilmurinn Ilmvatn frá Max-Mara var kynnt til sögunnar í síðustu viku. Aðdáendur fatnaður frá ítalska merkinu bregð- ast eflaust glaðir við – hver vill ekki eiga ilmvatn í stíl við fötin? Framleiðend- urnir segja einnig að tak- markið hafi verið að gera ilmvatn sem yrði eins hlýtt og notalegt og kasmírkápa, sem er eitt aðals- merki Max-Mara. Bjartur blómailm- ur er ágætis lýsing á ilmvatninu. Ilmurinn er byggður á nýstárlegum grunni sykurreyrs og blandaður mörgum andstæðum tónum. Engi- fer, sápuviður, sítróna, hvítar liljur og moskus er á meðal innihaldsins. Í kjölfar ilmvatnsins verða samsvar- andi líkamsvörur kynntar. ■ Pin Up-nærfötin vöktu mikla athygli og eru einkar eggjandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.