Fréttablaðið - 30.09.2004, Side 37

Fréttablaðið - 30.09.2004, Side 37
Lítil forsíðufrétt í Fréttablaðinu 14. september vakti athygli mína. Sagt var frá stjórnarfrumvarpi í Tyrklandi sem kveður á um að framhjáhald verði refsivert. Mannréttinda- og kvennasamtök eru sögð óánægð með þá löggjöf, sem og Evrópusambandið. Hér er ekki öll sagan sögð. Réttlætis- og þróunarflokkur Erdogans forsæt- isráðherra vill á margvíslegan hátt liðka fyrir inngöngu landsins í ESB, þar sem frammistaða tyrk- neskra stjórnvalda í mannrétt- indamálum hefur þó lengi verið gagnrýnisefni. Meðal endurbóta í lagafrumvarpi stjórnvalda eru harðari ákvæði gegn nauðgun og kynferðislegri misneytingu. En nú gerist það, að um leið og slík lög eru færð til nútímahorfs, stefna „ýmis önnur fyrirmæli frumvarpsins hættulega langt til baka, þar sem reynt er að lögleiða trúaratriði og siðvenjur sem end- urspegla íhaldssamar rætur stjórnarflokksins í islömskum sið fremur en nútímaleg viðhorf í ESB til mannréttinda“ (New York Times, leiðari 12/9). Hér ber að hafa í huga, að þrátt fyrir á marg- an hátt nútímalegt yfirbragð Rétt- lætis- og þróunarflokksins (AK), sem aðeins er nokkurra ára, var hann upphaflega kynntur til sög- unnar sem róttækur, íslamskur flokkur, þótt hinn vinsæli trúmað- ur Erdogan neitaði því raunar, að AK væri flokkur bókstafstrúar-ís- lamista. Flokkurinn hlaut 34,2% atkvæða í þingkosningunum 2002, en vegna kosningareglna og tvístrings smáflokka aflaði það honum 66% þingsætanna. Það sem er aðfinnsluvert í þessum nýju lagabálkum er ekki einungis, að framhjáhald verður gert að glæp, heldur verður líka beitt refsingum gegn frjálsvilj- ugu kynlífi táninga á aldrinum 15- 18 ára, ekki verður bannað með lögum að ganga úr skugga um hvort ungar konur séu hreinar meyjar, og það sem er þó sýnu verst: fyrir s.k. „sæmdardráp“ kvenna innan ættar gerandans verður ekki refsað svo sem rétt- mætt væri. Þar verður að vísu ákvæði sem bannar að refsing verði milduð þegar um er að ræða „dráp í nafni siðvenjulaga“, en að sögn tyrkneskra lögfræðinga sem fást við mannréttindamál verður þetta orðalag líklega túlkað þannig, að það eigi við um blóð- hefndavíg á milli ætta, ekki endi- lega um það þegar kvæntur mað- ur telur sig vanvirtan vegna hegð- unar eiginkonu sinnar. Því er hætt við, að ýmsir dómarar geti áfram séð í gegnum fingur sér við þá sem sekir gerast um „sæmdar- morð“. Hin nýju refsiákvæði vegna framhjáhalds og kynlífs unglinga gætu ennfremur orðið til þess að dómari telji „brotlegan aðila“ hafa „ögrað“ t.d. eigin- manni eða föður, en slík „ögrun“ er ósjaldan talin tilefni til refsi- lækkunar. Nýleg skýrsla Amnesty Inter- national áætlar að þriðjungur tyrkneskra kvenna verði fyrir heimilisofbeldi þar sem þær eru „lamdar, nauðgað og í einhverjum tilvikum drepnar eða neyddar til sjálfsvígs“. Leiðarahöfundur N.Y. Times hvetur Erdogan forsætisráðherra til að fresta því nýja refsilaga- frumvarpi, sem til stóð að leggja fram í þessari viku, þar til um- ræddum ákvæðum hefur verið breytt – ella sé hann að fá and- stæðingum aðildar Tyrklands að ESB vopn í hendur, þegar það mál kemur til skoðunar fyrir áramót- in. Hér er því mikið í húfi fyrir alla aðila. Í þessu og fleiri atrið- um á Réttlætisflokkurinn eftir að velja á milli þess að gera Tyrk- land að nútímalegu lýðræðisríki sem virðir grundvallarmannrétt- indi eða að burðast með það lík í lestinni sem er arfleifð frum- stæðra siða og kvennakúgunar. ■ FIMMTUDAGUR 30. september 2004 Nýleg skýrsla Amnesty Inter- national áætlar að þriðjung- ur tyrkneskra kvenna verði fyrir heimilisofbeldi þar sem þær eru „lamdar, nauðgað og í einhverjum tilvikum drepnar eða neyddar til sjálfsvígs“. JÓN VALUR JENSSON GUÐFRÆÐINGUR UMRÆÐAN MANNRÉTTINDI Í TYRKLANDI ,, Framhjáhald refsivert í Tyrklandi?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.