Fréttablaðið - 30.09.2004, Side 46

Fréttablaðið - 30.09.2004, Side 46
38 30. september 2004 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Íslands- og bikarmeistarar KR-inga í 3. flokki karla eiga merkilegt tímabil að baki. Það er ekki nóg með að þeir séu eini flokkur þessa sigursæla félags í karla- og kvennaflokki til þess að vinna stóran bikar í sumar heldur kláruðu þeir sumarið á eins glæsi- legan hátt og hugsast getur með fullt hús og 103 mörk í plús í markatölu sinni. KR-ingar sigruðu í öllum 16 leikjum sínum á Íslandsmótinu og í öllum fjórum bikarleikjunum. Þeir skoruðu 117 mörk á Íslands- mótinu og í bikarkeppninni en fengu aðeins 14 á sig. Liðið er óvenju vel mannað og örugglega eitt efnilegasta lið sem KR hefur átt. Fimm leikmanna liðsins léku með U17-landsliðinu sem lék til úr- slita á Norðurlandamótinu í sumar. KR vann Fjölni 1-0 í úrslitaleik Ís- landsmótsins. Skúli Jónsson skor- aði sigurmarkið á 34. mínútu með skoti af stuttu færi eftir horn- spyrnu. Þjálfari KR-liðsins er Pétur Pétursson og hann var sáttur með strákana sína. Einstakt sumar „Þetta var einstakt sumar og það er alveg ótrúlegt að ná að vinna alla leiki sína með markatölunni 117-14. Stundum myndast frá- bærir árgangar hjá félögum og þetta er einn af þeim. Þessir strákar eru afskaplega duglegir að æfa og einstaklega ljúfir og þægi- legir að eiga við,“ segir Pétur, sem þjálfaði strákana ásamt Birni Rafnssyni en þeir léku einmitt saman í sókn KR-liðsins á sínum tíma. „Styrk liðsins tel ég vera að þessir strákar eru allir góðir vinir og það er góð samstaða í hópnum. Síðan hafa þeir fengið góðan undir- búning í gegnum tíðina og eru mjög góðir fótboltamenn. Ég tel að margir þessara stráka séu hugsan- lega tilbúnir inn í meistaraflokk KR, jafnvel á næsta ári eða eftir tvö ár. Mér finnst þeir vera það teknískir og skilja fótboltann það vel. Þessir strákar þurfa að fá tækifæri næstu árin og ég vonast eftir að þeir fái þau,“ segir Pétur en stærsti hluti liðsins er að ganga upp úr 3. flokknum í haust. „Ég er alveg fullviss um það að KR-ingarnir uppi í stúku munu skemmta sér mjög vel að horfa á þessa stráka þegar það kemur að þeim að spila fyrir félagið. Við þjálfarar, og þá undanskil ég mig ekki, erum svolítið hræddir við að gefa þessum ungu strákum tæki- færi en þegar þeir fá að koma inn þá standa þeir sig alltaf. Bestu liðin sem koma upp á Íslandi sem og annars staðar eru liðin sem blanda saman rótgrónum leik- mönnum við unga stráka og það eru skemmtilegustu liðin sem maður horfir á í fótbolta,“ segir Pétur, sem leggur greinilega mikla áherslu á að strákarnir hans fái tækifæri í meistaraflokki félags- ins í næstu framtíð og hann líkir þessum árgangi við 1969-árgang- inn í félaginu sem innihélt leik- menn eins og Rúnar Kristinsson, Heimi Guðjónsson, Hilmar Björns- son og marga fleiri. Minnir á 69-kynslóðina „Ég sé alveg tíu til ellefu leikmenn í þessum hópi sem geta farið alla leið upp í meistaraflokk. Þetta minnir mig á 69-kynslóðina sem kom upp hjá KR með Rúnar og Heimi í fararbroddi,“ segir Pétur en þeir Rúnar og Heimir voru ekki mikið eldri en hans strákar þegar þeir fengu sín tækfæri. Grímur Björn Grímsson gekk til liðs við KR frá Fram fyrir tímabilið og náði þeim einstaka árangri að verða Íslandsmeistari í 3. flokki þriðja árið í röð. Grímur varð Ís- landsmeistari í 3. flokki með Fram bæði sumarið 2002 þegar hann var enn í 4. flokki og svo í fyrra þegar hann var á yngra ári í flokknum. KR vann Grindavík 4-1 í undan- úrslitum en Fjölnir vann 3-2 sigur á Val sem varð reyndar dýr- keyptur því tveir leikmanna liðs- ins fengu að líta rauða spjaldið og voru því í leikbanni í úrslitaleikn- um. Brynjar Orri Bjarnason skor- aði tvö mörk fyrir KR gegn Grindavík en hin mörkin skoruðu Björn Ívar Björnsson og Ásgeir Örn Ólafsson. Atli Jónasson er fyrirliði og markvörður liðsins og hann á að baki frábært tímabil. „Atli er einn efnilegasti markvörður Íslands, hann hefur mjög skemmtilegt hug- arfar og er orðinn vítaskytta liðs- ins líka,“ segir Pétur, sem segir að eftir að Atli hafi fengið að taka eitt víti hafi ekki verið hægt að taka vítaskyttuhlutverkið af honum aftur. Það er gaman að hlusta á jafn reyndan knattspyrnumann og Pétur tala um strákana sína því þar er maður með mikla reynslu og þekkingu.Það er því full ástæða fyrir Magnús Gylfason, nýráðinn þjálfara meistaraflokks KR, að skoða þessa stráka vel því eitt af því mikilvægasta til að ná burt þeim doða sem var yfir meistara- flokksliði KR í sumar er að fá unga og fríska stráka inn og það er greinilega að koma upp nóg af þeim í Vesturbænum. ooj@frettabladid.is UPPSKERA SUMARSINS 3. flokkur vann alla leiki og alla titla í boði í sumar. Hér eru þeir samankomnir með bikara sem þeir unnu undir stjórn þeirra Péturs Péturssonar og Björns Rafnssonar. Hér er liðið fyrir framan stúkuna á KR-vellinum þar sem Pétur þjálfari telur að þeir eigi eftir að skemmta stuðningsmönnum KR í framtíðinni. Munu skemmta KR-ingum 3. flokkur KR vann tvöfaldan sigur og lauk fullkomnu tímabili með því að vinna Fjölni 1-0 í úrslitaleik Íslandsmótsins. KR-ingar unnu alla 20 leiki sína í sumar og skoruðu 117 mörk í þeim. ÓDÝRAR GÆÐA ÞAK- SKRÚFUR Ál Ryðfríar Galvaniseraðar Heitgalvaniseraðar Söðulskinnur í úrvali Stórhöfða 33 Sími: 577 4100 ATLI FYRIRLIÐI MEÐ BIKARINN Atli Jónasson er fyrirliði og markvörður liðsins og hann á að baki frábært tímabil. Hér tekur hann við bikarnum í sumar. Æfingabúðir Toronto hefjast á þriðjudaginn og Sam Mitchell er nýr þjálfari liðsins: Vongóður um að Carter verði áfram KÖRFUBOLTI Vince Carter, leikmaður Toronto Raptors í NBA-deildinni, lýsti því yfir fyrr í haust að hann vildi segja skilið við liðið eftir sex tímabil með liðinu. Raptors hefur ekki komist í úr- slitakeppnina síðustu tvö ár og fékk nýlega þriðja þjálfarann á jafn mörgum árum. Sá heitir Sam Mitchell og er vongóður um að geta snúið dæminu við í Toronto. Hann er sannfærður um að Vince Carter verði með í vetur, þrátt fyrir að kappinn hafi óskað eftir því að vera skipt til annars liðs. „Þetta á ekki að vera neitt mál,“ sagði Mitchell. „Vince hefur átt í útistöðum við Raptors og við gerum okkur grein fyrir því. En við viljum öll að hann gefi nýjum stjórnarháttum tækifæri þegar æfingabúðirnar hefjast á þriðju- daginn.“ Vince Carter á fjögur ár eftir af samningi sínum við Toronto Raptors. Hann er frægastur fyrir háloftaflug sín en hefur misst töluvert af sprengikrafti sínum vegna meiðsla í hnjám. Carter vildi að Julius Erving yrði ráðinn sem framkvæmda- stjóri Raptors en þegar forráða- menn liðsins hunsuðu óskir hans og réðu Rob Babcock, áður hjá Minnesota Timberwolves, óskaði Carter eftir að vera skipt. „Við sögðum að við myndum hugsa okkur um ef liðið fengi gott tilboð. Það hefur enn ekki gerst,“ sagði Mitchell. Æfingabúðir Raptors-liðsins hefjast á þriðjudaginn í næstu viku. ■ HVAÐ VERÐUR UM CARTER Vince Carter vill ólmur fara frá Toronto sem er að fara á ný í gegnum uppbyggingarfasa. Carter vill spila með betra liði. Jónas Grani ekki með FH-ingum í Þýskalandi: Fékk botn- langakast FÓTBOLTI Margur sparkáhugamað- urinn hefur eflaust undrað sig á því að Jónas Grani Garðarsson fór ekki með liði FH til Þýskalands til að leika seinni leikinn í Evrópu- keppni félagsliða við Aachen. Jónas fékk botnlangakast og þurfti því að fara í uppskurð. „Nóttina fyrir brottför var ég mjög slappur, taldi fyrst að um magakveisu væri að ræða en kom svo á daginn,“ sagði Jónas í samtali við Íþróttadeild Frétta- blaðsins. Læknir liðsins kveikti strax á perunni og sagði einkennin senni- lega vera eymsli í botnlanga. „Ég fékk svo kast sem varð til þess að ég fór í aðgerð. Ég verð frá í 2-3 vikur,“ sagði Jónas Grani sem hefur skorað eitt mark í fimm evrópuleikjum FH-inga til þess á tímabilinu. Það mark skoraði hann í fyrri leiknum gegn skoska liðinu Dunfermline. ■ MEÐ ÍSLANDSBIKARINN Jónas Grani Garðarsson, leikmaður FH, mun ekki leika með liðinu í Þýskalandi í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.