Fréttablaðið - 30.09.2004, Síða 47

Fréttablaðið - 30.09.2004, Síða 47
FIMMTUDAGUR 30. september 2004 39 Kringlunni www.sonycenter.is Sími 588 7669 Nú fylgja borð með 32” tækjunum okkar, vaxtalaust! *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Athugið að borðin fylgja einungis KV-32CS70, KV-32CS76, KV-32FQ86, KV-32XL90 Vinningshafi í Walkman SMS leiknum okkar var Hjalti Helgason. KV-32XL90 PICTURE POWER Advanced 100Hz Digital Motion Stafræn myndleiðrétting (DNR) Innbyggður Memorystick lesari Forritanleg fjarstýring fylgir Verð 215.940 krónur eða 17.995 krónur á mánuði* KV-32CS76 100 Hz Digital Plus Digital Comb filter Stafræn myndleiðrétting (DNR) Mynd í mynd Forritanleg fjarstýring fylgir Verð143.940 krónur eða 11.995 krónur á mánuði* KV-32CS70 32" FD Trinitron myndlampi 100 Hz Virtual Dolby Surround BBE Fjarstýring Verð 119.940 krónur eða 9.995 krónur á mánuði* ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Kobe Bryantsagði til fyrrver- andi félaga síns, Shaquille O’Neal, þegar lögregla yfir- heyrði hann á síð- asta ári. Bryant var ákærður fyrir nauðgun en ákæran var óvænt felld niður fyrir skömmu. Eftir að yfir- heyrslum lauk, gaf Bryant sig á tal við rannsóknarfulltrúa lögreglunnar. Þar á meðal var Doug Winters sem full- yrðir að Kobe hafi kjaftað frá O’Neal, þáverandi félaga sínum hjá Lakers. „Bryant sagði einn samherja sína hafa ítrekað lent í sömu stöðu en ávallt borgað konunum til að þegja. Hann nefndi svo Shaq á nafn og sagði hann hafa borgað konum allt að milljón dollara,“ sagði Winters. Þessi ummæli erugjörsamlega út í hött,“ sagði Perry Rogers, umboðs- maður O’Neal. „Þetta er aumkunar- verð tilraun mann- eskju, sem er full ör- væntingar, til að bægja sviðsljósinu af sér. Þetta er ekki einu sinni svara virði,“ sagði umboðsmaðurinn. Þess má geta að Shaquille O’Neal gifti sig fyrir tveimur árum og hefur aldrei komist í kast við lögin vegna kynferð- isafbrota. M i ð v ö r ð u r i n nGilberto Silva meiddist á baki í leik á dögunum og leikur ekki með Arsenal næsta mán- uðinn. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, sagði líklegt að gömul meiðsli hefðu tekið sig upp að nýju. „Þetta eru undarleg meiðsli sem ungir leikmenn upplifa því miður alltof oft,“ sagði Wenger. Arsenal leikur gegn Panathinaikos í Meistaradeild Evrópu 20. október næstkomandi. Gilberto missir að öllum líkindum af leiknum. Mauricio Tar-icco, varnar- maður Tottenham, var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir gróft brot í leik gegn Chelsea. Leik- urinn var í apríl í síð- asta tímabili en Taricco tekur bannið út í næstu þremur leikjum liðsins. Taricco braut harkalega á Damian Duff, leikmanni Chelsea, og var vikið af velli. Hann tekur út bannið í leikjum Tottenham við Everton, Portsmouth og Bolton. Mark Hughes,knattspyrnu- stjóri Blackburn, sannfærði Yori Djorkaeff um að leika með liðinu í vetur. „Hann er frá- bær leikmaður og hentar okkur mjög vel,“ sagði Hughes. Djorkaeff, sem æfði með Fulham fyrr í vikunni, var ánægður með að samkomulag hefði nást við Blackburn. „Ég hef saknað fótboltans á Englandi og hlakka til að komast í gang aftur. Ég er fullviss um að ég geti styrkt liðið,“ sagið Djorka- eff. Valur og Grass-hoppers frá Sviss mætast í 2. umferð EHF-keppn- innar í handknatt- leik. Valsmenn ákváðu að selja heimaleikinn og verða því báðar viðureignirnar í Sviss aðra helgi. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 8. október og er seinni leikurinn daginn eftir. Fyrirfram eru Valsmenn sigur- stranglegri en Grasshoppers, sem eru í 2. deild í Sviss, munu vafalaust bíta frá sér í leikjunum tveimur. E iður Smáriþyrstir í betri árangur með Chelsea. Þetta segir hann í ítar- legu viðtali á heimasíðu félags- ins. „Það er fúlt að vera alltaf einu skrefi frá titli en ná ekki alla leið. Það hefur oft vantað herslumuninn,“ sagði Eiður Smári. Pilturinn sagðist vilja bæta árangurinn frá fyrri árum. „Það gildir einu hvort það sé enska deildin eða Meistaradeildin. Ef ég fengi að velja, ynnum við báðar keppnirnar.“ Chelsea fær Liverpool í heimsókn á sunnudaginn. FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH í fót- bolta mæta þýska liðinu Alemania Aachen, ytra, í dag í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða. Þetta er seinni leikur liðanna en í þeim fyrri fengu FH-ingar slæman skell, töpuðu 1-5 á Laugardalsv- vellinum og möguleikar þeirra á því að komast áfram því afar tak- markaðir, svo ekki sé meira sagt. Fréttablaðið heyrði hljóðið í fyrirliða Íslandsmeistaranna, Heimi Guðjónssyni. „Við höfum það gott hérna úti, það er tuttugu stiga hiti og allar aðstæður hinar bestu,“ segir Heimir og segir aðspurður að stemningin í hópnum sé góð. „Þetta er nánast örugglega síðasti leikurinn okkar á þessu keppnis- tímabili. Vissulega má maður aldrei afskrifa neitt í boltanum en það verður að segjast eins og er að möguleikarnir á að komast áfram eru afar litlir.“ Heimir segir stöðu mála þó ekki koma í veg fyrir að hans menn mæta til leiks af fullum krafti „enda viljum við enda þetta tímabil á eins jákvæðum nótum og mögu- legt er.“ Hann segir leikskipulagið koma til með að breytast frá því í fyrri leiknum. „Við komum til með að vera varnarsinnaðri, sjáum hvað setur og það væri ekki verra ef þeir kæmu verulega góð- ir með sig til leiks. Stefnan er að halda hreinu og sjá hvaða mögu- leikar koma upp,“ segir Heimir sem er ekki búinn að gera upp við sig hvort hann ætli að leggja skóna á hilluna eður ei. „Ég er ekki búinn að ákveða mig, nú kemur smá frí eftir langt, strangt og gott tímabil og manni veitir ekkert af því. Síðan tek ég ákvörðun í framhaldinu,“ sagði Heimir Guðjónsson og vonandi fyrir FH-inga og íslenska boltann munum við sjá hann innanvallar á næsta sumri - það er nóg eftir í kallinum. ■ AÐ SPILA SÍÐASTA LEIKINN? Heimir Guðjónsson er ekki búinn að ákveða það hvort hann spili með FH-liðinu á næsta ári en síðasti leikur liðsins árið 2004 er í kvöld. FH mætir Alemania Aachen í Þýskalandi í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu: Stefna á að halda markinu hreinu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.