Fréttablaðið - 02.10.2004, Side 40

Fréttablaðið - 02.10.2004, Side 40
28 2. október 2004 LAUGARDAGUR Klapparstígurinn hefuralltaf talist til verslunar-gatna en hefur þó í gegn- um árin sveiflast upp og niður í verslanafjölda. Nú er hann í enn einni uppsveiflunni og má segja að hann sé nýja „hip“ gatan í mið- borg Reykjavíkur. Þarna hefur sprottið upp fjöldinn allur af skemmtilegum litlum verslunum, galleríum og bókabúðum og ein- nig leynast ennþá gömul fyrir- tæki sem hafa verið staðsett þarna í áraraðir. Það fyrirtæki sem hefur verið þarna lengst af þeim og Klapparstígurinn er lík- lega þekktastur fyrir er Rakara- stofan en hún hefur verið í göt- unni öll sín ár, sem eru nú orðin 86 talsins. „Heildarmynd götunnar hefur breyst ansi mikið þó þetta hafi í raun alltaf verið verslunargata. Í fyrstu voru bara heildsölur hér og m.a. var Ásbjörn Ólafsson heild- sali til húsa hér í götunni. Á hverj- um morgni rölti hann yfir götuna á náttsloppnum og fékk rakstur hér á rakarastofunni,“ segir Sigurpáll Grímsson, einn eigenda stofunnar. Sigurpáll segir rakarastofuna vera að sækja í sig veðrið og alltaf að bætast við nýir og nýir fastakúnnar. „Ætli svona gamlar rakarastofur séu ekki bara í tísku núna hjá unga fólkinu.“ Einnig eru mörg fyrirtæki sem rétt hafa fengið smjörþefinn af Klapparstígnum miðað við Rak- arastofuna. Þau eru m.a. græn- metisstaðurinn Garðurinn, lista- verkabúðin Nonnabúð sem hefur m.a. verið vinsæl hjá stjörnum sem heimsækja landið, búðin Ranimosk sem býður upp á notaða muni og íslenska hönnun ásamt innfluttum vörum og fornbókasal- inn Gvendur dúllari sem dregur heiti sitt af förumanni sem var frægur fyrir þá iðju sína að setja puttann í eyrað á sér og söngla eða dúlla. Þegar komið er hinum megin við Grettisgötu eru fleiri nýgræðingar, Bleika dúfan er nýtt bóka- og netkaffi, fataverslunin Spútnik sem er flestum íslenskum ungmennum orðin kunn hefur ný- lega flutt sig á Klapparstíginn sem og fornbókaverslunin Bókin Antikvariat sem hlýtur að fylla alla yndislegri nostalgíu tilfinn- ingu með sterkri lykt af gömlum bókum. Handan við Hverfisgötu er svo nýuppsprottin hárgreiðslu- stofan Gel sem einnig heldur uppi galleríi og einbeitir sér að koma ungum listamönnum á framfæri. Á móti henni er svo annað gallerí og það eina á landinu sem sýnir einungis ljósmyndir. Auk þessara grænjaxla og ald- ursforseta Klapparstígsins má þar einnig finna verslunina Fífu, Gallerí i8, vídeóleigu, skemmti- staði, antíkbúðir, hótel, matsölu- staði, snyrtivöruverslun, heilsu- búð, dúkabúð og eflaust leynist eitthvað fleira í krókum og kimum þessarar fallegu götu. Heildarmynd Klapparstígsins er orðin mjög skemmtileg þar sem þar er að finna gömul og falleg hús sem mörg hver eru friðuð inn- an um yngri og nýtískulegri hús. Reynt hefur þó verið að halda gamla svipnum og sumir hlutar götunnar hafa haldist nánast óbreyttir í áraraðir. Skemmtilegt andrúmsloft og menningarleg stemning eru að verða einkennandi fyrir Klappar- stíginn, sem er jafnvel orðin gata listaspíra og lestrarhesta. Fjölda- margt er í gangi á þessari gömlu verslunargötu enn í dag þrátt fyrir kringlur og annað sem hefur bæst í hópinn síðan í gamla daga og verslunareigendur horfa björtum augum fram á veginn. Það ætti að gleðja sem flesta sem er annt um miðbæinn okkar að hann virðist alls ekki vera á nið- urleið. Laugavegurinn og hliðar- göturnar virðast hlaða á sig gall- eríum, fornbókabúðum, búðum með notaða muni og hönnuðabúð- um sem passa alls ekki eins vel inn í verslunarmiðstöðvarnar. Þetta er það sem gefur Laugaveg- inum þá sérstöðu sem hann þarf til að halda verslunarlífinu gang- andi þar. Því er um að gera að halda þessari uppsveiflu í gangi, leggja leið sína sem oftast í mið- bæinn og greinilega ekki síst á Klapparstíginn. hilda@frettabladid.is Á KLAPPARSTÍG ALLT AÐ GERAST

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.