Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2004, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 02.10.2004, Qupperneq 40
28 2. október 2004 LAUGARDAGUR Klapparstígurinn hefuralltaf talist til verslunar-gatna en hefur þó í gegn- um árin sveiflast upp og niður í verslanafjölda. Nú er hann í enn einni uppsveiflunni og má segja að hann sé nýja „hip“ gatan í mið- borg Reykjavíkur. Þarna hefur sprottið upp fjöldinn allur af skemmtilegum litlum verslunum, galleríum og bókabúðum og ein- nig leynast ennþá gömul fyrir- tæki sem hafa verið staðsett þarna í áraraðir. Það fyrirtæki sem hefur verið þarna lengst af þeim og Klapparstígurinn er lík- lega þekktastur fyrir er Rakara- stofan en hún hefur verið í göt- unni öll sín ár, sem eru nú orðin 86 talsins. „Heildarmynd götunnar hefur breyst ansi mikið þó þetta hafi í raun alltaf verið verslunargata. Í fyrstu voru bara heildsölur hér og m.a. var Ásbjörn Ólafsson heild- sali til húsa hér í götunni. Á hverj- um morgni rölti hann yfir götuna á náttsloppnum og fékk rakstur hér á rakarastofunni,“ segir Sigurpáll Grímsson, einn eigenda stofunnar. Sigurpáll segir rakarastofuna vera að sækja í sig veðrið og alltaf að bætast við nýir og nýir fastakúnnar. „Ætli svona gamlar rakarastofur séu ekki bara í tísku núna hjá unga fólkinu.“ Einnig eru mörg fyrirtæki sem rétt hafa fengið smjörþefinn af Klapparstígnum miðað við Rak- arastofuna. Þau eru m.a. græn- metisstaðurinn Garðurinn, lista- verkabúðin Nonnabúð sem hefur m.a. verið vinsæl hjá stjörnum sem heimsækja landið, búðin Ranimosk sem býður upp á notaða muni og íslenska hönnun ásamt innfluttum vörum og fornbókasal- inn Gvendur dúllari sem dregur heiti sitt af förumanni sem var frægur fyrir þá iðju sína að setja puttann í eyrað á sér og söngla eða dúlla. Þegar komið er hinum megin við Grettisgötu eru fleiri nýgræðingar, Bleika dúfan er nýtt bóka- og netkaffi, fataverslunin Spútnik sem er flestum íslenskum ungmennum orðin kunn hefur ný- lega flutt sig á Klapparstíginn sem og fornbókaverslunin Bókin Antikvariat sem hlýtur að fylla alla yndislegri nostalgíu tilfinn- ingu með sterkri lykt af gömlum bókum. Handan við Hverfisgötu er svo nýuppsprottin hárgreiðslu- stofan Gel sem einnig heldur uppi galleríi og einbeitir sér að koma ungum listamönnum á framfæri. Á móti henni er svo annað gallerí og það eina á landinu sem sýnir einungis ljósmyndir. Auk þessara grænjaxla og ald- ursforseta Klapparstígsins má þar einnig finna verslunina Fífu, Gallerí i8, vídeóleigu, skemmti- staði, antíkbúðir, hótel, matsölu- staði, snyrtivöruverslun, heilsu- búð, dúkabúð og eflaust leynist eitthvað fleira í krókum og kimum þessarar fallegu götu. Heildarmynd Klapparstígsins er orðin mjög skemmtileg þar sem þar er að finna gömul og falleg hús sem mörg hver eru friðuð inn- an um yngri og nýtískulegri hús. Reynt hefur þó verið að halda gamla svipnum og sumir hlutar götunnar hafa haldist nánast óbreyttir í áraraðir. Skemmtilegt andrúmsloft og menningarleg stemning eru að verða einkennandi fyrir Klappar- stíginn, sem er jafnvel orðin gata listaspíra og lestrarhesta. Fjölda- margt er í gangi á þessari gömlu verslunargötu enn í dag þrátt fyrir kringlur og annað sem hefur bæst í hópinn síðan í gamla daga og verslunareigendur horfa björtum augum fram á veginn. Það ætti að gleðja sem flesta sem er annt um miðbæinn okkar að hann virðist alls ekki vera á nið- urleið. Laugavegurinn og hliðar- göturnar virðast hlaða á sig gall- eríum, fornbókabúðum, búðum með notaða muni og hönnuðabúð- um sem passa alls ekki eins vel inn í verslunarmiðstöðvarnar. Þetta er það sem gefur Laugaveg- inum þá sérstöðu sem hann þarf til að halda verslunarlífinu gang- andi þar. Því er um að gera að halda þessari uppsveiflu í gangi, leggja leið sína sem oftast í mið- bæinn og greinilega ekki síst á Klapparstíginn. hilda@frettabladid.is Á KLAPPARSTÍG ALLT AÐ GERAST
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.