Fréttablaðið - 13.11.2004, Side 34

Fréttablaðið - 13.11.2004, Side 34
Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrver- andi fræðslustjóri, er 72 ára í dag og ákaflega upptekin á afmælis- daginn sinn jafnt sem flesta aðra daga. Hún fékk fólk í mat í gær- kvöld í tilefni afmælisins, fer nú í morgunsárið á kjördæmaþing Framsóknarflokksins og síðdegis fer hún á tónleika hjá kvenna- sveitinni í Langholtskirkju. Í kvöld fer hún svo í sjötugsafmæli hjá vinkonu sinni og í fyrramálið fær hún ættingja til sín í árdegis- verð. Þá verður kannski hin raun- verulega afmælisveisla. „Þetta er svolítið skrítið til frásagnar því að venjulega er ég heima á af- mælinu mínu. Það er svona þegar mikið er að gera,“ segir hún og hlær. Áslaug hætti að vinna fyrir tveimur árum og hefur síðan verið að sinna ýmsum hugðarefn- um sínum, fór m.a. í ferðalag til Hawaii þegar hún hætti að vinna og svo til Grikklands í sumar. „Stuttu eftir að ég kom heim veiktist maðurinn minn og lést viku síðar úr krabbameini svo að ég er að jafna mig eftir það. Það er því gott að hafa mikið að gera og dreifa huganum. Það er besta ráð við öllu að hafa nóg að starfa,“ segir hún. Áslaug hefur verið ákaflega virk og áberandi í þjóðfélaginu, síðustu áratugina fyrst og fremst sem fræðslustjóri í Reykjavík. Hún starfaði sem kennari, yfir- kennari og skólastjóri í Fossvogs- skóla í tíu ár eða þar til hún varð fræðslustjóri í Reykjavík 1982. Henni finnst kennaraverkfallið hræðilegt. „Það ætti aldrei að koma til verkfalls heldur ætti að vera nefnd sem ákveður kennara- launin og þau ættu að vera góð því að það er svo mikilvægt að kennarar séu ánægðir í starfi. Það smitast til barnanna ef kenn- arar hafa áhyggjur af framfærslu sinni,“ segir hún. Áslaug greip síðast í kennslu sem forfallakennari í Áslands- skóla í Hafnarfirði þegar hún kom þar inn sem skólastjóri fyrir þremur árum. Henni finnst óskaplega gaman að kenna og segist sakna stundum kennslunn- ar. „Mér finnst kennsla alltaf vera skemmtilegasta starf sem ég get hugsað mér,“ segir hún. ghs@frettabladid.is 34 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR ROBERT LOUIS STEVENSON Höfundur Gulleyjunnar fæddist á þessum degi árið 1850 fyrir 154 árum síðan. ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR, FYRRVERANDI FRÆÐSLUSTJÓRI: 72 ÁRA Í DAG „Vinur er gjöf sem þú gefur sjálfum þér.“ - Það vafðist ekki fyrir Robert Louis Stevenson að maður getur valið sér vini en ekki ættingja. timamot@frettabladid.is ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR „Það er svo mikilvægt að kennarar séu ánægðir í starfi. Það smitast til barnanna ef kennarar hafa áhyggjur af framfærslu sinni,“ segir hún. Óttinn við kommúnista í Banda- ríkjunum náði töluverðum hæð- um þennan dag árið 1953 þeg- ar frú Thomas J. White, sem átti sæti í námsgagnanefnd í Indi- ana-ríki, krafðist þess að hvergi yrði minnst á Hróa hött í náms- bókum. Hún taldi slíkt vera hreinan kommúnistaáróður „vegna þess að hann stal frá ríkum og gaf til fátækra. Það er einmitt stefna kommúnista“. Viðbrögð ráðamanna í Indiana við þessari kröfu urðu reyndar frekar dræm. Ríkisstjórinn lét þetta mál sig engu varða, en yfirmaður menntamála hafði fyrir því að endurlesa bókina áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti að banna hana. Þó fannst honum að kommúnistar væru farnir að „vinna að því að snúa út úr merkingu sögunnar um Hróa hött.“ Í Sovétríkjunum skemmtu menn sér konunglega yfir þess- ari uppákomu, en þáverandi fógeti í bænum Nottingham gat ekki leynt hneykslan sinni: „Hrói höttur er enginn kommúnisti,“ hrópaði hann. Frú White svaraði hins vegar allri gagnrýni á hugmyndir sínar fullum hálsi. 13. NÓVEMBER 1953 Kröfur komu fram um að banna umfjöllun um Hróa hött í bandarískum náms- bókum. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1956 Hæstiréttur Bandaríkjanna ógildir lög um aðskilnað kynþátta í almenningsvögnum. 1940 Frumsýnd er í New York teiknimyndin Fantasía, sem kom úr smiðju Walts Disney. 1961 Vladimir Jefimovitsj Semitsjastrí tekur við sem yfir- maður sovésku leyniþjónustunn- ar KGB. 1974 Karen Silkwood ferst í bíl- slysi í miðri baráttu sinni við við að upplýsa geislamengun í kjarn- orkuveri í Oklahoma, þar sem hún starfaði. 1990 Bandaríski forritarinn Tim Berners-Lee skrifar fyrstu vefsíð- una. „Ég er viss um að vikan hérna á Íslandi eigi eftir að breyta lífi mínu,“ segir Sebastian Boyle listamaður sem hefur verið að setja upp sýningu fjölskyldu sinnar í Hafnarborg alla vikuna, en sýningin opnar í dag kl. 15. Hann vill ekkert segja til um hvað það er sem muni valda þessum straumhvörfum, er í raun ekki viss um það sjálfur, en staðhæfir að það tengist ekki listinni. „Ég kom hingað á þriðjudag og á leiðinni las ég stjörnuspána mína í blaðinu og sá að föstudagurinn og laugardagurinn ættu að vera sérstakir dagar,“ segir hann kankvís og útskýrir svo að sýningin hefði alls ekk- ert átt að vera í Hafnarborg heldur hefði það komið upp fyrir algera tilviljun fyrir tveimur vikum síðan þegar Sebastian kom hingað til að taka sýninguna niður á Akureyri. „Ég kom hingað einn í þetta sinn, en vanalega komum við öll fjögur að setja upp sýninguna. Mér finnst það fínt þar sem ég er einn um að taka ákvarðanir án þess að þurfa að þræta við neinn,“ segir Sebastian og hlær. Hann segist vera mjög hrifinn af sýningaraðstöðunni í Hafnarborg og þá sérstaklega vegna þess að þar eru einnig haldnir tónleikar. „Ég var hérna á tónleikum um daginn og það minnti mig á sýningu sem við settum upp sem lítill strákur við svipaðar aðstæður, en þetta setur listina í alveg nýtt samhengi,“ segir Sebastian. VIKAN SEM VAR SEBASTIAN BOYLE SETTI UPP SÝNINGU FJÖLSKYLDU SINNAR Í HAFNARBORG Í VIKUNNI Dvölin mun valda straumhvörfum Vildi banna Hróa hött lést á Landspítalanum Hringbraut aðfaranótt 11. nóvember. Jarðarförin verður föstudaginn 19. nóvember kl. 13 í Dómkirkjunni. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir okkar, Bjarni Ólafsson Alda Magnúsdóttir Ólafur Árni Bjarnason Ivette Bjarnason Erna Björg Bjarnadóttir Markús Bjarnason Andri Freyr Halldórsson Michelle Frandsen Ólafsson Ástríður Jósefína Ólafsdóttir Bjarni Jósef Ólafsson Frank Niculás Ólafsson Leander Magnús Ólafsson Haukur Ólafsson Hrefna Ólafsdóttir. AFMÆLI Sigurlína Davíðsdóttir háskólakennari er 62 ára. Grétar Scheving, Giljaseli 3, er 60 ára. Maríanna Friðjónsdóttir upptökustjóri er 51 árs. Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir er 48 ára. Þorgeir Örlygsson prófessor er 52 ára. ANDLÁT Ólafur Kjartansson, Eyvindarholti, Vest- ur-Eyjafjöllum, lést miðvikudaginn 10. nóvember JARÐARFARIR 14.00 Friðrik Bjarnason bóndi, Hraun- bóli, Brunasandi, verður jarðsung- inn frá Prestbakkakirkju á Síðu. 14.00 Guðmundur Sigfússon, Kol- beinsá, Hrútafirði, verður jarð- sunginn frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði. 14.00 Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, Mývatnssveit, verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju. 14.00 Jóhanna Antonsdóttir frá Skeiði, Hlíðarvegi 45, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju. 14.00 Jón Kristinn Kristinsson, Eystra- Íragerði, Stokkseyri, verður jarð- sunginn frá Stokkseyrarkirkju. Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000 Kennsla er skemmtilegasta starfið [ BLAÐBERI VIKUNNAR ] SARA ÓSK RÚNARSDÓTTIR Hvað heitir blaðberinn? Sara Ósk Rúnarsdóttir. Hvað ertu búin að bera út lengi? Um það bil átta mánuði. Hvað ertu með í vasanum? Síma og kort. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Vera með vinum mínum. Hvert er þitt mottó? Veit ekki alveg í augnablikinu ;)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.