Fréttablaðið - 13.11.2004, Page 48
36 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR
Þú ert ekki óvön stjórnmálum. Er
það samt ekki yfirþyrmandi að
taka við starfi borgarstjóra?
Það er ekki yfirþyrmandi. Ég
þekki borgarmálin út og inn enda
hef ég setið í borgarstjórn í tíu ár,
þannig að ég veit að hverju ég
geng og kvíði ekki fyrir því að
takast á við þetta verkefni.
Það hefur reynt mjög á sam-
starfið innan Reykjavíkurlistans
undanfarna daga vegna mála Þór-
ólfs Árnason-
ar. Mátti ekki
litlu muna að
það slitnaði
upp úr sam-
starfinu?
Nei, það
var ekki
þannig. Það
lítur kannski
þannig út en
Reykjavíkur-
listinn er
býsna sterkur og hefur staðið af
sér brotsjó. Ekki bara núna heldur
oft áður. Það er það sterkur sam-
starfsvilji hjá borgarfulltrúunum
og þó að það hafi reynt á þá var
samstarfið ekki í hættu.
Allir borgarfulltrúar Reykja-
víkurlistans nema Árni Þór Sig-
urðsson lýstu yfir stuðningi við
Þórólf Árnason þrátt fyrir aðild
hans að verðsamráði olíufélag-
anna. Bendir þetta ekki til þess að
Vinstri grænir geri meiri siðferðis-
kröfur til sinna fulltrúa en hinir
flokkarnir innan Reykjavíkurlist-
ans?
Ég ætla ekki að gerast dómari í
því. Það er hins vegar þannig að
niðurstaða samkeppnisráðs um
verðsamráð olíufélaganna er eitt
þúsund blaðsíður. Þegar umræðan
hófst höfðu mjög fáir lesið hana og
rýnt í efnisatriðin. Við treystum
Þórólfi en það komu upp sjónar-
mið um að atriði í þessari skýrslu
orkuðu tvímælis og að hún væri
mun alvarlegri en frumskýrslan
hafði gefið til kynna. Þegar við
borgarfulltrúarnir fórum í gegn-
um þessi atriði
með Þórólfi
komumst við að
þeirri niður-
stöðu að það
yrði erfitt fyrir
Þórólf að starfa
með þetta
hangandi yfir
sér. Þá tók hann
þá afstöðu
vegna skýrsl-
unnar og um-
ræðunnar í þjóðfélaginu að það
væri best fyrir sig og Reykjavík-
urlistann að hann segði af sér. Það
þykir mér mjög virðingarvert.
Voruð þið þá kannski of fljót á
ykkur að lýsa yfir stuðningi við
Þórólf fyrst þið voruð ekki búin að
lesa skýrsluna?
Það held ég ekki. Það er erfitt
að segja hvað er rétt og hvað
rangt í þessari atburðarás. Sagan
verður að dæma það.
Finnst þér þú hafa fengið næg-
ar upplýsingar um stöðu Þórólfs
og þátt hans í samráði olíufélag-
anna þegar hann tók við starfi
borgarstjóra í fyrra?
Já.
Nú virðist tillaga um þig hafa
komið seint fram í viðræðum
flokkanna um arftaka Þórólfs. Þið
virtust ekki geta sameinast um
oddvita flokkanna eða Dag B.
Eggertsson. Þú ert ekki oddviti
þíns flokks innan Reykjavíkurlist-
ans. Verður þess vegna ekki erfitt
fyrir þig að sinna leiðtogahlut-
verki í borginni?
Það verður að koma í ljós.
Þessi hópur hefur starfað saman í
gegnum tíðina og við höfum skipt
með okkur verkum. Ég reikna
ekki með að það verði nein breyt-
ing á því. Stefán Jón mun til dæm-
is fara fyrir skólamálum, Björk
fyrir velferðarmálunum og svo
framvegis.
Ég hef fengið umboð frá stuðn-
ingsfólki listans í tveimur stórum
og erfiðum prófkjörum. Í stóra
prófkjörinu 1998 lenti ég í þriðja
sæti, sem kom mjög á óvart þá. Í
prófkjörinu 2002 fékk ég svo flest
atkvæði samtals. Ég hef aldrei
verið upptekin af tali um oddvita
og á kjörtímabilinu 1994 til 1998
og 1998 til 2002 var aldrei talað
um oddvita flokkanna. Kannski af
því að það voru allt konur sem
voru þá í forsvari.
Nú er ekki langt í næstu kosn-
ingar, tæp tvö ár. Er þetta ekki of
skammur tími fyrir þig að sanna
þig í starfinu?
Átján mánuðir? Tvær með-
göngur? Ég veit það ekki og það
verður að koma í ljós. En það er
ekki eins og ég sé að ganga inn í
ný verkefni. Ég þekki þetta og ég
hef reynslu úr stórum málaflokk-
um eins og skipulagsmálum.
Ætlar þú að sækjast eftir því að
leiða Reykjavíkurlistann í næstu
kosningum, það er að segja ef
hann fer fram?
Tíminn verður að leiða það í
ljós hvort Reykjavíkurlistinn
heldur áfram. Það er hins vegar
allt of snemmt að svara því hvort
ég sækist eftir leiðtogahlutverk-
inu í næstu kosningum. Það er
ýmislegt sem getur komið upp.
Það gerðist margt í þessari viku
þegar Þórólfur sagði af sér þannig
að það getur mjög margt gerst á
átján mánuðum.
Nú hafa mörg deilumál komið
upp innan Reykjavíkurlistans á
síðustu misserum. Fráfarandi
borgarstjóri hefur sjálfur nefnt
deilur um framtíð Austurbæjar-
bíós og stjórnkerfisbreytingar. Er
trúnaðurinn milli borgarfulltrú-
anna ekki orðinn lítill?
Nei. Það er mjög eðlilegt í
svona samstarfi að fólk takist á og
hafi mismunandi skoðanir. Það
hefur oft hvesst á milli okkar í
Reykjavíkurlistanum. Við erum
hins vegar mjög hreinskiptin í
samræðum hvert við annað og
getum talað út um hlutina, rifist
og tekist á en komist síðan að
niðurstöðu sem allir geta sætt sig
við. Það er fyrst og fremst vegna
þess að borgarfulltrúar listans
bera mikla virðingu hver fyrir
öðrum og svo er okkur hlýtt
hverju til annars.
Eru ekki litlar líkur á því að
Reykjavíkurlistinn bjóði fram sem
slíkur í næstu kosningum? Sér-
staklega með hliðsjón af ummæl-
um sem hafa fallið undanfarið,
meðal annars hjá formanni Ungra
jafnaðarmanna sem sagði að
staða Samfylkingar innan listans
væri óþolandi og ummælum for-
manns framsóknarfélagsins í
norðurkjördæmi sem vill að Fram-
sóknarflokkurinn fari fram undir
eigin nafni?
Við erum vön þessu í Reykja-
víkurlistanum. Það hefur alltaf
verið til fólk sem hefur haft skoð-
un á því hvernig við ættum að
haga okkar málum. Það verður
bara að koma í
ljós. Við höf-
um í tvígang
farið í gegn-
um viðræður
um samstarf
og ég á von á
því að flokk-
arnir reyni að
ná samstöðu
fyrir næstu
k o s n i n g a r .
Svo verður
bara að koma í
ljós hvort það tekst eða ekki.
Þú hefur verið formaður skipu-
lagsnefndar. Þar eru nokkur um-
deild mál til umfjöllunar eins og
mislæg gatnamót Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar. Það
virðist sem fjöldi borgarbúa vilji
mislæg gatnamót þarna en
Reykjavíkurlistinn hefur hafnað
þeirri lausn.
Við teljum að tillaga okkar um
fjölgun akreina sé jafn góð og
hugmyndir sjálfstæðismanna um
mislæg gatnamót. Það er margt
sem mælir gegn hefðbundnum
mislægum gatnamótum, meðal
annars plássleysi. Okkar lausn
tryggir jafn mikil afköst á gatna-
mótunum, jafn mikið umferðar-
öryggi og ég held að hún sé heppi-
legri fyrir gangandi vegfarendur.
Er eitthvað að frétta af skipu-
lagsmálum í
Vatnsmýrinni?
Ég vona að
það geti orðið
eitt af mínum
síðustu verkum
sem formaður
s k i p u l a g s -
nefndar að
setja af stað
skipulagsvinnu
í Vatnsmýrinni.
Það verður far-
ið í hugmynda-
samkeppni og svo verður svæðið
skipulagt. Vonandi tekst mér að
gera þetta að mínu síðasta verki
sem formaður skipulagsnefndar.
Nú standa yfir mjög viðamikl-
ar stjórnkerfisbreytingar og það
má greina óöryggi hjá starfsfólki
borgarinnar um framtíð þess. Er
ekki erfitt að taka við starfi borg-
arstjóra undir þessum kringum-
stæðum?
Það hefur verið vandað mjög
Reykjavíkurlistinn
hefur staðið af sér brotsjó
Steinunn Valdís Óskarsdóttir tekur við starfi
borgarstjóra um næstu mánaðamót. Eftir
erfiða viku hjá borgarfulltrúum Reykjavíkur-
listans vegna aðildar Þórólfs Árnasonar að
verðsamráði olíufélaganna náðist samstaða
um að Steinunn tæki við starfinu. Guðmundur
Hörður Guðmundsson ræddi við hana.
Það hefur oft hvesst
á milli okkar í
Reykjavíkurlistanum. Við
erum hins vegar mjög hrein-
skiptin í samræðum hvert
við annað og getum talað út
um hlutina, rifist og tekist á.
,,
Við treystum Þórólfi
en það komu upp
sjónarmið um að atriði í
þessari skýrslu orkuðu tví-
mælis og að hún væri mun
alvarlegri en frumskýrslan
hafði gefið til kynna.
,,
Steinunn Valdís í hnotskurn
NAFN: Steinunn Valdís
Óskarsdóttir.
MAKI: Ólafur Haraldsson,
hönnuður.
BÖRN: Kristrún Vala
Ólafsdóttir, 5 ára.
FÆDD: 1965 í Reykjavík.
MENNTUN: Stúdent frá
Menntaskólanum við
Sund. Sagnfræðingur frá
Háskóla Íslands.
STARFSFERILL: Formaður
Stúdentaráðs HÍ 1991 til
1992. Starfskona á Rann-
sóknarstofu í kvenna-
fræðum 1992. Borgar-
fulltrúi frá árinu 1994.
Starfskona Kvenfélaga-
sambands Íslands 1993
til 1995.