Fréttablaðið - 13.11.2004, Side 50
38 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR
Ríkasta guðshús landsins
Strandarkirkja í Selvogi stendur látlaus á fáfarinni eyðiströnd; ljós í myrkrinu fyrir sjófarendur rétt utan við hvassar öldur og urrandi brim.
Samfélagið í kring telur örfá sóknarbörn, en margir vilja eiga hlut í paradísinni. Kirkjan er enn ríkasta kirkja landsins af hreinum fjármun-
um enda berast henni milljónir króna í áheitum og gjöfum á ári hverju. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir hitti kirkjunnar menn og sálir í Selvogi.
V ið hvítfyssandi öldugangog ógnandi brim stendurhún tignarleg við skerjótta
suðurströnd Íslands; leiðarljós
þeirra sem um sjávarslóð fara.
Vitni um lífsháska íslenskra sjó-
manna á leið heim frá Noregs-
ströndum með við til húsagerðar
um borð. Við landsteina Íslands
lenda þeir í hafvillu og vita ekki
hvert skipið stefnir. Í örvæntingu
heitir skipstjórinn að allur viður-
inn fari til kirkjubyggingar á
þeim stað sem hann næði landi
heilu og höldnu. Að heitinu unnu
birtist honum sýn í líki ljósengils
framundan stefni skipsins og
verður engillinn stefnumið skip-
stjórans sem hann stýrir eftir þar
til skipið kennir grunns í sandvík
milli sjávarklappa, en þá hvarf
engillinn og birti af degi. Sáu þá
skipsmenn að þeir höfðu verið
leiddir eftir bugðóttu lendingar-
sundi milli boðaskerja á úthafs-
brimsströnd, en þar skammt fyrir
ofan var hin fyrsta Strandar-
kirkja reist úr fórnarviðnum.
Vinsæl til áheita
Frá upphafi hefur Strandarkirkja
verið vinsæl til áheita, en þá heit-
ir fólk á kirkjuna ákveðinni
peningaupphæð ef það fær
áþreifanlegt svar við bænum sín-
um. Mikill straumur fólks er í
Strandarkirkju og hún alltaf opin
um helgar á vorin og haustin, og
alla daga yfir sumartímann.
Messað er í kirkjunni um jól og
páska, að hausti, um miðja vetr-
artíð og á hálfsmánaðar fresti frá
miðjum maí og út ágúst, eða um
tíu messur á ári. Messugestir
koma víða að en gjarnan fólk úr
Selvogi og afkomendur þess.
Sóknarbörnum í Selvogi hefur
farið fjölgandi hin síðari ár og nú
er búið á fjórum bæjum í Strand-
arsókn: Götu, Vogsósum 1 og 2 og
Þorkelsgerði.
Afar skemmtilegt samfélag
hefur myndast í kringum Strand-
arkirkju og er þar starfræktur
pulsuvagn og kaffihúsið T-bær á
sumrin, og listagallerí að Þorkels-
gerði allan ársins hring.
Frá árinu 1996 og til ársins
1998 stóðu yfir miklar endurbæt-
ur á Strandarkirkju og umhverfi
hennar, en 1986 var land kirkj-
unnar girt af og hafin ræktun og
gróðursetning trjáa og blóma. Er
óhætt að nefna nafn Kristófers
Bjarnasonar, fyrrverandi kirkju-
varðar í Strandarkirkju, sem
mannsins á bak við verkin, en
kirkjan ber ævistarfi hans fagurt
vitni, auk þess sem Kristófer hlóð
stein- og sjóvarnargarða í landi
kirkjunnar.
Innbrot í Strandarkirkju hafa
átt sér stað af og til, en munir
alltaf fundist að lokum. Munir í
Strandarkirkju eru margir frá því
um 1865.
Sterkefnuð Strandarkirkja
Strandarkirkja í Selvogi er rík-
asta guðshús lýðveldisins. Kirkj-
an stendur á eyðiströnd, er fræg
fyrir áheit og enn í dag vinsæl til
áheita þegar mannfólkið vill
treysta á miskunnsemi himna-
föðurins í skiptum fyrir peninga-
upphæðir. Á árum áður lánaði
Strandarkirkja öðrum kirkjum
fjármuni úr Hinum almenna
kirkjusjóði, en sjóðurinn var upp-
haflega stofnaður í því augnamiði
að kirkjurnar legðu í hann um-
framfé og veittu síðan lán til
kirkna sem áttu í þyngri skuld-
bindingum.
Ragnhildur Benediksdóttir,
skrifstofustjóri á Biskupsstofu,
segir Hinn almenna kirkjusjóð
hafa verið stofnaðan á þeim tíma
þegar bankar og sparisjóðir voru
ekki starfræktir á jafn almennum
grundvelli og í dag. Því láni
Strandarkirkja engum lengur,
heldur eigi sitt fé sem að mestu
fer í rekstur kirkjunnar sem ný-
lega gekk í gegnum miklar endur-
bætur, auk þess að vera vinsæll
ferðamannastaður sem krefst sí-
aukinna fjármuna.
„Það var fyrir tilstilli Dr. Sig-
urbjörns Einarssonar að Hinn al-
menni kirkjusjóður var stofnaður
í gamla daga, en hann var aldrei
merktur Strandarkirkju einni,“
segir Ragnhildur í ljósi þess að
enn heyrast raddir þess efnis að
Strandarkirkja sé lánastofnun.
„Strandarkirkja átti sterkasta
sjóðinn vegna áheita og veitti því
flest lánin en nú er öll lánastarf-
semi liðin tíð, enda Þjóðkirkjan
ekki lánastofnun né banki, þótt
hún sé styrktarstofnun á sumum
sviðum.“
Ekki almannafé
Síðast var lánað úr Hinum al-
menna kirkjusjóði árið 1988 en
eftir það var hann lagður niður
sem lánasjóður. Fé Strandar-
kirkju er þó enn geymt í Hinum
almenna kirkjusjóði sem er
ávaxtaður á hávaxtabankareikn-
ingi, á hagstæðustu vöxtum á
hverjum tíma. Áheit á árinu 2003
voru 3.468.483 krónur, en algeng-
asta áheitið er fimm þúsund krón-
ur. Í október síðastliðnum voru
áheit á Strandarkirkju sextíu tals-
ins. Áheit eru venjulega fleiri á
sumrin en svo dregur úr þeim er
líða tekur á veturinn.
Áheit og gjafir til Strandar-
kirkju árið 2003 voru 3,4 milljónir
króna. Samtals á hún í Hinum al-
menna kirkjusjóði 18,9 milljónir í
hreinni eign. Auk áheita og gjafa
hefur á Strandarkirkja jarðirnar
Strönd, Hlíð, Stakkavík og
Vogsósa. Aðeins Vogsósar eru í
leigu, fyrir 125 þúsund krónur á
ári. Hinar eru eyðijarðir. Strand-
arkirkja á sömuleiðis Hlíðarvatn
sem er leigt út til silungsveiði
fyrir 423 þúsund krónur á ári.
Deiliskipulag á döfinni
Bundnar eignir Strandarkirkju;
jarðir, sjóvarnargarður, bygging-
ar og tæki, eru metnar á 45,7
milljónir. Eitt sumarhús á vegum
Strandarkirkju er ofan við kirkj-
una og þar dvelja kirkjuverðir
yfir sumartímann. Ragnhildur
segir aðrar sumarhúsabyggingar
ekki leyfðar á jörðum Strandar-
kirkju í dag.
„Það þarf að gera deiliskipulag
fyrir jarðirnar í framtíðinni, enda
skylt að gera slíkt. Það liggur þó
ekkert fyrir hvenær það verður
gert og ég hef engin áform heyrt
um að þarna eigi að koma sumar-
húsabyggð. Á ekki von á því í ná-
inni framtíð.“
Að sögn Ragnhildar eru fjár-
munir Strandarkirkju ekki al-
mannafé. „Kirkjan ein getur ráð-
stafað peningunum og kirkjuráð
hefur yfirumráð yfir öllu sem snert-
ir kirkjuna, en áður var það dóms-
og kirkjumálaráðuneytið. Kirkjuráð
er skipað þriggja manna nefnd sem
sér um rekstur kirkjunnar í sam-
vinnu við sóknarnefnd Strandar-
kirkju. Öll fjárumsýsla fer í bók-
hald og ríkisendurskoðun.“
Þess má geta í lokin að Strandar-
kirkja er skuldlaus með öllu, en á
liðnum árum hefur stórfé verið tek-
ið vegna endurbóta á kirkjunni
sjálfri, þjónustuhúsi, sjóvarnar-
garði, bílastæðum og kirkjugarði. ■
Í SELVOGI Það er gaman að koma í Selvog, jafnt sumar sem vetur, en frá vori og fram á haust er samfélagið kringum Strandarkirkju
lifandi og skemmtilegt. Auk fjöruferðar eftir heilaga stund í kirkjunni geta gestir fengið sér kaffi og tertur í T-bæ, pulsu og list í
pulsuvagninum og skoðað sérkennilega og fagra muni Sigurbjargar Eyjólfsdóttur í bragganum í Þorkelsgerði, en þar er opið á veturna.