Fréttablaðið - 13.11.2004, Side 64

Fréttablaðið - 13.11.2004, Side 64
13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR ■ TÓNLIST Eiginmaðurinn undi henni ekki frelsis og svipti hana lífinu sjálfu Foreldrar Sæunnar segja verknaðinn ófyrirgefanlegan Hljómsveitin The Doors of the 21st Century gefur á næstunni út DVD-disk með efni frá tónleikum sem hún hélt í Argentínu þann 27. október síðastliðinn. Átta kvikmyndatökuvélar fylgdu meðlimum sveitarinnar eftir til að festa tónleikana á filmu. Í sveitinni eru m.a. hljóm- borðsleikarinn Ray Manzarek og gítarleikarinn Robby Krieger, fyrrum meðlimir The Doors, og Ian Astbury, fyrrverandi söngv- ari rokksveitarinnar The Cult. Hugsanlegt er að ný plata sé væntanleg með sveitinni. Þegar hefur hún samið ný lög á borð við Cops Talk, Street of Crocodiles og The Eagle in the Whirlpool. „Við viljum hafa eitthvað að segja um mannlegt ástand á tutt- ugustu og fyrstu öldinni, alveg eins og The Doors hafði sitthvað að segja um tuttugustu öld á sín- um tíma,“ sagði Manzarek í ný- legu viðtali. The Doors naut gífurlegra vin- sælda á hippatímabilinu með söngvarann og drykkjuboltann Jim Morrison í fararbroddi en eft- ir að Morrison lést í París árið 1971 var sveitin ekki svipur hjá sjón. Stutt er síðan þeir Manzarek og Krieger ákváðu síðan að halda áfram undir nýju nafni. Fengu þeir þá Astbury í lið með sér, en honum þykir svipa mikið til Morrisons þegar hann var upp á sitt besta. ■ Á TÓNLEIKUM Manzarek og Krieger á tónleikum með hinni endurstofn- uðu Doors-sveit fyrir skömmu. DVD-diskur frá Doors

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.