Fréttablaðið - 13.11.2004, Síða 67

Fréttablaðið - 13.11.2004, Síða 67
„Ég anda, ég sef, ég míg...tónlist!“ -Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens TIL HAMINGJU!!! VINSÆLASTA ÍSLENSKA HEIMILDAMYNDIN! Þórunn: Ég er mjög hrifin af svona hugsanalausu kroti og mismunandi skrift. Ófullkom- ið, hrátt og persónulegt. Ljóð eða hugsanir sem málverk og textinn gefur málverkinu nýja vídd. Mér finnst gaman að sjá listaverk þar sem texti er líka notaður til tjáningar, þetta er eiginlega grafísk hönnun, þar sem textinn og útlitið spila saman. Gunnar: Já, það má kannski dunda sér við að lesa þennan texta. Liturinn er alls ekkert ljótur og hugmyndin er góð en verkið í heild sinni finnst mér ekki fallegt. Frekar furðulegt listaverk með þessum bekk fyrir framan og svona. Já, falleinkunn segi ég. Sigrún: Mér finnst þetta vera jarðbundin mynd, djúpir litir og virkar dáldið hrjúf. Ljósi og bleiki liturinn sem kemur inn á myndflötinn skapar mildar andstæður, minnir mig á haustlauf í skógi. Textinn og nafnið neðst á myndinni vek- ur skemmtilegar spurningar. Gæti vel hugsað mér þessa í stofuna. Hafdís: Þessi finnst mér minnst spennandi. Þetta eru þó fallegir litir og það brýtur upp einfaldleikann að hafa þessar pensilstrokur þarna hægra megin og þessa einu fyrir miðju vinstra megin en ég er ekki viss um að það geri eitthvað fyrir myndina. Það virðist líka eitthvað vera límt á myndina, ef það á að vera þarna þá finnst mér það skemma fyrir. Nafnið á verk- inu er líka afgerandi og ég fer ósjálfrátt að leita að holunum sem verið er að fylla upp í. Það finnst mér skemma fyrir. Ég myndi ekki vilja þessa upp á vegg. Einar: Ég fíla þessa. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað sem ég myndi hafa heima hjá mér en ég væri til í að hafa hana á skrifstofunni þar sem maður þarf eitthvað lifandi og hvetjandi. Mér finnst full mikið að gerast í henni en samt er eitthvað smart við hana. gráu víðáttu í kringum mig. Hlý form og litir höfða til mín, mjóar línur áÝmilli trufla mýktina. Þessa vil ég hafa fyrir ofan sjón- varpið til að gleyma mér í. Hafdís: Þessa gæti ég vel hugs- að mér að eiga. Skemmtileg mynd og fallegir litir. Mér finnst eini gallinn við hana vera að hún er aðeins of mikið eins og ljós- mynd. Einar: Það má nú engu muna að þetta séu hringirnir úr merkinu á fyrirtækinu mínu. Þetta er áhugaverð pæling en alls ekki eitthvað sem ég myndi fíla inni hjá mér. Þetta er full djörf lita- notkun fyrir minn smekk. Steingrímur Eyfjörð Filling the holes STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ 2004 Filling the holes Blönduð tækni Hafin er samkeppni um bestu sög- una frá Hróarskelduhátíðinni sem er haldin árlega í Danmörku. Þar koma fram margar af frægustu hljómsveitum heims í fjögurra daga tónlistarveislu. Sigurvegari keppninar, sem verður krýndur í desember, fær að launum miða fyrir tvo á Hró- arskeldu á næsta ári. Í gegnum árin hafa fjölmargir Íslendingar kíkt á hátíðina og vafalítið lent í mörgum ævintýrum sem þeir geta nú deilt með öðrum Íslend- ingum. Að sögn skipuleggjandans, Tómasar Young, sem sjálfur hefur farið síðastliðin fimm skipti á hátíðina, er þegar búið að senda inn nokkrar sögur. „Þetta lítur vel út og verður örugglega skemmti- legt,“ sagði hann í spjalli við Fréttablaðið. Sagan sem vinnur verður birt á íslenskri heimasíðu Hróarskeldu, www.roskilde-festival.is. Senda skal söguna á roskilde@roskilde- festival.is. Þess má geta að miðasala á Hróarskeldu á næsta ári hefst 1. desember hjá Stúdentaferðum. ■ Samkeppni um bestu Hróarskeldusöguna ■ TÓNLIST HRÓARSKELDA Margar af frægustu hljómsveitum heims hafa troðið upp á Hróarskeldu í gegnum árin. M YN D B Ö S

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.