Fréttablaðið - 13.11.2004, Side 68

Fréttablaðið - 13.11.2004, Side 68
56 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Glæsilegir ítalskir leðurhornsófar Sprengitilboð 70.000,- kr. afsláttur Model IS 26. Hornsófi 2 sæti+horn+2 sæti Verð áður 239.000,- stgr. Sprengitilboð aðeins 169.000,- Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-17 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Í tilefni af 25 ára afmæli plötunn- ar The Wall með Pink Floyd mun hljómsveitin Dúndurfréttir flytja verkið í heild á tvennum tónleik- um í Austurbæ. Verða þeir fyrri haldnir mánudaginn 15. nóvem- ber klukkan 20.00 og hinir síðari klukkan 22.30 sama kvöld. Dúndurfréttir hafa á síðustu tíu árum troðið af og til upp á Gauk á Stöng og flutt þar m.a. lög og verk hljómsveitanna Pink Floyd og Led Zeppelin. Er það samdóma álit margra að sjaldan eða aldrei hafi þessi lög snillinga rokksins verið tekin jafn fag- mannlega og vel. Fyrir þremur árum fluttu þeir Dúndurfréttamenn The Wall þrisvar sinnum í í Borgarleik- húsinu fyrir troðfullu húsi. Nú verður leikurinn endurtekinn og engu verður til sparað til að gera þessa hljómleika sem glæsileg- asta. Til dæmis verður boðið upp á fullkomið hljóðkerfi og ljósa- sýningu. Platan The Wall var gefin út árið 1979. Allar götur síðan hefur hún verið talið eitt af meistara- stykkjum rokksögunnar. Roger Waters, forsprakki Pink Floyd, samdi öll lögin og var hugsjóna- maðurinn á bak við verkið. Hefur The Wall til dæmis verið nefnd sem ein besta „concept“-plata allra tíma, en öll lögin á henni tengjast innbyrðis. Náði hún strax miklum vinsældum víða um heim og komst í efsta sætið í mörgum löndum. Eitt af frægustu lögum plöt- unnar er Another Brick in the Wall (Part 2) sem hreif fjöldann allan af unglingum með sér, sérstaklega vegna textabrota á borð „We don’t need no edu- cation“ og „Teacher, leave the kids alone“, þar sem breskt skólakerfi var gagnrýnt harð- lega. Þremur árum eftir útgáfu plötunnar var síðan frumsýnd kvikmyndin The Wall sem var leikstýrð af Alan Parker. Hand- ritshöfundur var Roger Waters. The Wall fjallar um mann að nafni Pink Floyd sem elst upp í stríðshrjáðu Englandi. Eftir að hafa misst föður sinn og verið of- verndaður af móður sinni byggir Floyd upp andlegan vegg á milli sín og umheimsins svo hann geti lifað í heimi sem er laus við öll vandamál. Allir þeir erfiðleikar sem koma upp í lífi hans verða því aðeins enn einn múrsteinninn í sífellt hækkandi vegg hans. freyr@frettabladid.is Veggurinn rís á ný Í tilefni af 25 ára afmæli plötunnar The Wall með Pink Floyd mun hljómsveitin Dúndurfréttir flytja verkið á tvennum tónleikum í Austurbæ. LAGALISTI THE WALL Plata 1: In The Flesh? The Thin Ice Another Brick In The Wall - Part 1 The Happiest Days Of Our Lives Another Brick In The Wall - Part 2 Mother Goodbye Blue Sky Empty Spaces What Shall We Do Now? Young Lust One Of My Turns Don't Leave Me Now Another Brick In The Wall - Part 3 The Last Few Bricks Goodbye Cruel World Plata 2: Hey You Is There Anybody Out There? Nobody Home Vera Bring The Boys Back Home Comfortably Numb The Show Must Go On In The Flesh Run Like Hell Waiting For The Worms Stop The Trial Outside The Wall DÚNDURFRÉTTIR Hljómsveitin Dúndurfréttir er skipuð þeim Matthíasi Matthíassyni, Pétri Erni Guðmundssyni, Ólafi Hólm, Einari Þór Jóhannssyni, Ingimundi Óskarssyni og Haraldi Sveinbjörnssyni. THE WALL Kvikmyndin The Wall kom út árið 1982 og náði strax miklum vinsældum. Jónatan Garðarsson, umsjónarmaður þátt- arins Mósaík, hefur alla tíð verið mikill Pink Floyd-aðdáandi. Hann segist hafa hlustað mikið á The Wall á sínum yngri árum. „Þetta var mikil uppáhaldsplata. Mér fannst gaman að heyra í þessum gömlu kempum koma svona kröftugum til baka,“ segir Jónatan. „Mér fannst hafa dofnað dá- lítið yfir þeim eftir að þeir gáfu út The Dark Side of the Moon þó að mér hafi alltaf fundist Wish You Were Here skemmtileg plata. Það er mikil meining í The Wall, mik- ill áróður gegn bresku menntakerfi og ástandinu sem var í Bretlandi á þessum tíma. Þetta var á tímabilinu þegar Thatcherisminn er að knýja á og mikil póli- tík í tónlist í Bretlandi, sérstaklega með pönkinu og þeirri bylgju sem var þá komin af stað,“ segir hann. The Wall er fræg „concept“-plata þar sem öll lögin tengjast innbyrðis. Jónatan er sammála því að hún sé ein besta plata sinn- ar tegundar sem hefur verið gefin út. „Það hafa verið nokkrar plötur taldar mjög ofar- lega. Sgt. Peppers með Bítlunum hrindir þessu „concept“-æði af stað á sínum tíma. Síðan kom Tommy með The Who sem var annars eðlis, hálfgerð ópera. Á þessum tíma eru margir framsæknir rokkarar að gera „concept“-plötur sem höfðu margar farið fyrir ofan garð og neðan. En þessi plata ríg- heldur alveg. Það sem skiptir kannski máli er sándheimurinn sem þeir bjuggu til. Þeir hafa alltaf verið miklir sándpælarar og náðu því mjög vel á þessari plötu.“ ■ Plata sem rígheldur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.