Fréttablaðið - 13.11.2004, Side 72

Fréttablaðið - 13.11.2004, Side 72
13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Þeir Gunnar Gunnarsson orgel- leikari og Sigurður Flosason saxó- fónleikari hafa sent frá sér geisla- diskinn Draumalandið, þar sem þeir flytja alþekkt íslensk ættjarð- arlög með afar nýstárlegum hætti. „Þetta eru allt saman lög sem eru okkur kær,“ segir Sigurður. „Við viljum ekki meiða þau neitt, en við viljum teygja á þeim og sjá hvað þau þola.“ Blaðamaður taldi víst að þarna væri djass á ferðinni, enda þeir Gunnar og Sigurður báðir verið viðriðnir djassinn, en það aftaka þeir félagar með öllu. „Nei, þetta er óneitanlega spuni, en þetta er ekki djass í hefðbundnum skilningi þess orðs,“ segir Gunnar. Sigurður bætir því við að þótt þeir séu báðir með djassbakgrunn séu þeir líka klassískt menntaðir og hafi auk þess kynnst popptón- list og komið víða við í tónlistar- flutningi. „Við erum bara að nýta allt þetta og hella þessu öllu í einn pott og hræra í og sjá hvað kemur út. Það eina sem við gerum aldrei er að djassa lögin upp og setja þau í einhverja sveiflu.“ Meðal laga á disknum má nefna „Land míns föður“ eftir Þórarinn Guðmundsson og „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Emil Thoroddsen, að ógleymdum þjóð- söng Íslendinga eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. „Hann er reyndar eina lagið sem er flutt algerlega á hefðbund- inn máta. Okkur fannst við hæfi að enda plötuna á því. Það ætti eng- inn að fá áfall út af því.“ Þeir félagar segja orgel og saxófón reyndar eiga meira sam- eiginlegt en virðast kann við fyrstu sýn. Bæði hljóðfærin eru í raun blásturshljóðfæri, þótt org- anistinn noti puttana til að blása með, ef svo má að orði komast, en saxófónleikarinn munninn. „Spunaveiran á sér líka ból- festu í báðum hljóðfærunum,“ segir Sigurður. „Já, spunahefðin hefur í raun- inni alltaf lifað með orgelinu þótt hún hafi tapast hjá öðrum hljóð- færum,“ bætir Gunnar við. Þeir Gunnar og Sigurður halda tónleika í Laugarneskirkju í dag, en þar var diskurinn einmitt tek- inn upp. Á morgun verða þeir svo komnir til Akureyrar þar sem þeir ætla að halda tónleika í Akureyr- arkirkju klukkan 16. Í framhaldinu ætla þeir að ferðast meira um landið með ætt- jarðarlögin og halda tónleika í Borgarfirði, Reykjanesbæ, Fjarðabyggð, á Egilsstöðum og Stokkseyri. ■ Spuni en ekki djass ■ TÓNLEIKAR LAUGARDAGUR 13/11 15:15 TÓNLEIKAR - NÝ ENDURREISN MÁLÞING CHICAGO eftir Kender, Ebb og Fosse kl 20 - Tvær sýningar eftir SUNNUDAGUR 14/11 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren kl 14 HÉRI HÉRASON eftir Coline Serreau kl 20 GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee kl 20 SVIK eftir Harold Pinter kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI - Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingar að eigin vali Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Rakarinn morðóði Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is sun. 14. nóv. kl. 20 Allra síðasta sýning. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla stúlkan með eldspýturnar lau. 13. nóv. kl. 14 - sun. 14. nóv. kl. 14 - lau. 20. nóv. kl. 14 sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14 Misstu ekki af SWEENEY TODD! Einhver magnaðasta sýning sem sést hefur á íslensku leiksviði Aðeins EIN sýning eftir! Sun. 14. nóv. kl. 16 Sun. 21. nóv. kl. 16 (SÍÐASTA SÝNING) lau. 13. nóv. kl. 20. nokkur sæti laus. fös. 19. nóv. kl. 20. laus sæti. lau. 20. nóv. kl. 20. laus sæti. Lau. 13.11 20.00 Örfá sæti Fös. 19.11 20.00 Örfá sæti Fös. 26.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 27.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 4.12 20.00 Laus sæti SÝNINGUM LÝKUR Í DESEMBER KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is Stuðboltinn Herbert Guðmundsson ásamt Stuðbandalaginu í kvöld GUNNAR GUNNARSSON OG SIGURÐUR FLOSASON Flytja alkunn íslensk ættjarðar- lög í nýstárlegum útsetningum fyrir orgel og saxófón. Tónleikar þeirra í Laugarneskirkju hefjast klukkan 16 í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.