Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 78
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Ólafur Örn Haraldsson. Um 42 prósent. Greiða hlutfall af launum sín- um til flokksins. 66 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Gabríela Friðriksdóttir listakona vinnur nú hörðum höndum að því að gera verk fyrir Tvíæringinn í Feneyjum sem haldinn verður í byrjun júní á næsta ári. Í verkinu fléttar Gabríela saman mörg list- form, þar á meðal tónlist, mynd- bönd og skúlptúr. „Ég ætla að reyna að gera kvartett af myndböndum við tón- verk sem ég móta síðan skúlptúr utan um. Hugmyndin er að þetta verði eins og að ganga inn í heila eða hjarta af manni,“ útskýrir Gabríela, sem fékk hugmyndina að verkinu í janúar og hefur síðan verið að reyna að sannfæra sjálfa sig um ágæti verksins. „Ég samdi lítið píanóstef sem ég fæ síðan fjóra listamenn til að vinna með og bý til myndband við hvert lag.“ Listamennirnir sem Gabríela hef- ur fengið til liðs við sig eru Daní- el Ágúst Haraldsson, Jónas Sen, Borgar Þór Magnason kontra- bassaleikari og Björk Guðmunds- dóttir. Gabríela hefur undanfarið ver- ið að skjóta myndband við lag Bjarkar í Laxnesi í Mosfellsdal en þar fer Erna Ómarsdóttir dansari með aðalhlutverkið. „Við Björk erum að gera tilraun og við vitum ekki hvernig hún endar,“ segir Gabríela. „Myndbandið er við lag- ið Where Is the Line? sem er á nýjustu plötu Bjarkar.“ Myndband Gabríelu er fram- hald af verkinu Kaþarsis sem hún gerði fyrir nokkru. „Kaþarsis merkir í raun hreinsun, þegar þú hefur ofgnótt tilfinninga og þarft að losa þig við þær. Lagið hennar Bjarkar fjallar eiginlega um það sama og þegar við vorum búnar að ræða hugmyndina komumst við að því að við gætum báðar not- að það,“ segir Gabríela en ef vel tekst til má búast við að það verði notað til spilunar á sjónvarps- stöðvum. Gabríela tekur þó skýrt fram að verkið sé á viðkvæmu stigi. „Það gæti því allt breyst eins og oft vill verða með listaverk,“ seg- ir Gabríela. „Þetta er að minnsta kosti grunnurinn.“ kristjan@frettabladid.is GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR: UNDIRBÝR SIG FYRIR TVÍÆRINGINN Í FENEYJUM Notar Björk í skúlptúr 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 … fær íslenskuneminn og ljóð- skáldið Haukur Ingvarsson fyrir að kunna að þegja yfir leyndar- málum og eigin draumum, en hann segist hafa farið eins leynt með það og sjálfsfróun að hann væri skáld. HRÓSIÐ Lárétt: 1 ávaxtadrykkur, 5 kyrr, 6 skóli, 7 byrði, 8 lín, 9 köst, 10 nes, 12 samtök bifreiðaeigenda, 13 lærði, 15 sérhljóðar, 16 karlfuglar, 18 drykkjurútur. Lóðrétt: 1 ræður yfir, 2 bætti við, 3 tímamælir, 4 launauppbót, 6 nafn, 8 hik, 11 ættingjar, 14 sær, 17 kyrrð. LAUSN: Lárétt: 1djús,5rór, 6ma,7ok,8tau, 9vörp,10tá,12fíb,13nam,15aæ, 16arar, 18róni. Lóðrétt: 1drottnar, 2jók,3úr, 4kaup- bæti,6maría,8töf, 11áar, 14mar, 17 ró. Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Eskifjörður SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Davíð Oddsson utanríkisráðherra verður einn gesta í þættinum Laugardagskvöld með Gísla Mart- eini í Sjónvarpinu í kvöld. Þáttur- inn var tekinn upp á miðvikudag- inn og það er óhætt að segja að það hafi verið líf í tuskunum í sjón- varpssal en utanríkisráðherrann fór á kostum. Davíð rak meðal annars sjúkra- sögu sína en eins og alþjóð veit hefur hann glímt við erfið veikindi í sumar. Davíð sló þó hvergi af gríninu þó málið væri alvarlegt og sagði veikindasögurnar með slík- um tilþrifum að tökulið þáttarins og aðrir gestir áttu í mestu vand- ræðum með að halda niðri í sér hlátrinum. Þáttastjórnandinn, Gísli Marteinn, naut þeirra for- réttinda að vera sá eini sem gat leyft sér að skella upp úr án þess að trufla upptökuna. Allt gekk þetta þó upp og við- stöddum tókst að bæla niður hláturinn að minnsta kosti þannig að gamanmál Davíðs settu upp- töku þáttarins ekki út af laginu. Það er óhætt að segja að utanríkis- ráðherrann muni sýna á sér sínar bestu hliðar í kvöld en það er vandfundið það fólk sem er fyndn- ara en Davíð á góðum degi. ■ Davíð lék við hvern sinn fingur DAVÍÐ ODDSSON Lýsti alvarlegum veik- indum sínum á léttu nótunum við upptök- ur þáttar Gísla Marteins Baldurssonar. Ráð- herrann fór á slíkum kostum að viðstaddir áttu bágt með að hemja hláturinn. BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Björk tók síðasta myndband sitt upp hér á landi. Svo gæti farið að næsta myndband verði líka gert hér. GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR Ætlar að nota íslenska listamenn við verk sitt fyrir Tvíæringinn í Feneyjum. Björk: Að inntaka fegrun- arlyfja fari að virka, ég missi 5 kíló og fái aftur orku unglingsins... Nei auð- vitað er ég ekki svo hé- gómleg... Að rigningunni sloti, ég eigi fyrir skattinum og geti keypt mér bíl án þess að fara á hausinn... nei peningar eru ekki allt... Að Hinn útvaldi, Moulin Rouge, söngleikurinn í Finnlandi og veiðispólan hans Gunna slái í gegn og Sellófon verði heimsfrægt... nei hvaða heimtufrekja er þetta... er ekki bara hægt að fá þrjár óskir í staðinn? Bíðið! ég er með það... að mér og fjölskyldu minni auðnist að hafa jafn gaman að lífinu hér eftir og hingað til og fáum að enda sem krumpuð hlæjandi gamalmenni við hestaheilsu sem halda uppi massífu félagsstarfi á Hrafnistu. Edda: Draumurinn er að komast í dýlllllega KONU- FERÐ til London núna í nóvember.... það er víst aðalfjörið í dag!! Það eru ALLIR að tala um þessar ferðir - oh my god hvað ég hlakka til! Ég er að hugsa um að hringja í Tony og Cherie .. þið vitið ....Blair hjónin ..... og spurja hvort þau vilji að ég komi með harðfisk fyrir strákana litlu.. já, já... Annars er líka smá draumur að hitta geðugan mann sem er ennþá með sínar eigin tenn- ur.. eða þannig... Guðrún Ásmundsdóttir: Að deyja með svo ofsalegum heiðri og sæmd að gata verði nefnd í höfuðið á mér. Ég hef verið að kanna stöðuna og mér er sagt að til sé Guðrúnargata í Norðurmýrinni, ég spurði hvort ekki væri hægt að bæta smávegis við það götuheiti og nefna hana GUÐRÚNAR ASMUNDSDÓTTUR STRÆTI. Svarið var óvingjarnlegt. Þeir sögðu að gatan væri nefnd eftir eigi minni mann- eskju en Guðrúnu Ósvífursdóttur. Ég sagðist hafa átt alveg jafn marga kærasta og nafna mín og verið þeim verst - o.s.frv. En þeir voru gallharðir og sögðust ekki ansa kellingu útí bæ - þeir skiptu sko ekki um nein nöfn í bili, nema á borgarstjóra - svo ég er að kanna málið úti á lands- byggðinni. Unnur Ösp: Draumurinn er að sá dagur renni upp að við getum lifað í um- hverfi þar sem ást og friður umkringir okkur og menn hugsi um að gleðja hvern annan frekar en að keppast hver við annan. Við þurfum líklega að bíða lengi eftir þessum degi en þangað til reynir maður bara að knúsa fólkið sitt og vini og halda áfram að láta sig dreyma... Guðlaug: Er í útlöndum og gat ekki svarað. | 5STELPUR SPURÐAR | Hver er draumurinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.