Fréttablaðið - 13.11.2004, Page 80

Fréttablaðið - 13.11.2004, Page 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FER‹ALEIKURINN ER Á VISIR.IS – TAKTU fiÁTT! Þú gætir unnið ferð til Kaupmannahafnar eða London! IK E 26 43 3 1 1. 20 04 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Einn með öllu! 990,- KÖLD jólaskraut í setti, 28 jólakúlur, 24 snjókorn, jólaskrautslengja. Til í rauðu, gylltu og bláu. BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Ekkert nef Það er nauðsynlegt að hafa nef.Menn sem ekki hafa nef þykja ófríðir, með gat í miðju andlitinu og vekja almennan óhug. Börn fara að gráta. Auðvitað geta slys gerst þannig að fólk missir nefið og er full ástæða til að sýna því fólki samhug. Til eru gervinef. En nef þjóna ekki bara fagurfræði- legum tilgangi heldur eru þau líka býsna nauðsynleg til þess að anda og finna lykt. Þess vegna er talað um að menn hafi nef fyrir ein- hverju. Þá eru menn skynugir á viðfangsefni sitt. Þeir finna lykt- ina. Eins og hundar. Vita hvað er að gerast. ÉG hef tekið eftir því að nokkuð vantar upp á að menn hafi hér á landi svokallað pólitískt nef, sem er sérstök tegund af nefi sem gagnast vel í stjórnmálum. Fólk sem hefur svoleiðis nef veit hvað er í aðsigi og hvernig á að bregð- ast við vandamálum. Gefur hnit- miðaðar yfirlýsingar sem hitta beint í mark og nær að snúa að- stæðum sér, eða flokki sínum, svo ekki sé talað um – í hinum full- komna heimi – þjóð sinni í hag. Það veit hvað fólk vill. Er í tengsl- um við almenning. HÉR á landi vantar til dæmis al- veg nef sem segir ráðherrum að þeir eigi ekki að fylgja tilteknum harðlínumanni, George W. Bush frá Texas, í einu og öllu þegar kemur að utanríkispólitík. Rjúka í stríð þvert ofan í öll prinsipp. Nef vantar einnig sem segir pólitíkus- unum að almenningur er yfirleitt lítið fyrir það að stjórnmálamenn hygli vinum sínum og ættingjum og lyfti þeim til æðstu metorða í gegnum klíkuskap, en slíkt þykir orðið svo sjálfsagður hlutur að ráðherrar verða yfirleitt ofsareið- ir ef bent er á slíkt í umræðuþátt- um. Segja það „ómálefnalegar árásir“ á sig. SVO vantar líka nef sem segir að grunnskólakennarar eigi að hækka í launum og ekkert múður með það. Það er nú eitt málið. Hér á landi höfum við þennan líka reffilega forsætisráðherra sem sýndi stórbrotið dæmi um flott nef á dögunum. Þegar miðlunartil- laga sáttasemjara var lögð fram sagði hann: „Ég er sannfærður um að tillagan verður samþykkt.“ Hún var felld með 93% atkvæða. Og þá sagði hann: „Ja, það er ljóst að deilan er komin í hnút.“ KOM on. Eftir sjö hundruð ára verkfall segir forsætisráðherrann að það sé komið í ljós að deilan sé í hnút. Brokkar þá niður í Alþingi og setur lög sem eru þess eðlis að kennarar eru endanlega farnir yfir um af bræði. Tala um nýjan Gúttóslag og læti. MÁLIÐ er að Halldór og þessir menn eru ekki með neitt nef leng- ur. Bara gat í miðjunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.