Fréttablaðið - 20.11.2004, Page 6

Fréttablaðið - 20.11.2004, Page 6
6 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur: Varar við uppsöfnun mengunarefna UMHVERFISMÁL Send var út viðvör- un vegna uppsöfnunar mengunar- efna í Reykjavík í gær. Það var Umhverfis- og heil- brigðisstofa Reykjavíkur sem benti á að vegna logns og frost- hörku ætti sér stað meiri uppsöfn- un mengunarefna í Reykjavík þessa dagana en venjulega. „Fólki sem er með öndunar- færaörðugleika og öðrum sem telja sig verða fyrir óþægindum af þessum sökum er ráðlagt að halda sig sem mest innandyra í dag,“ sagði í tilkynningu frá stofn- uninni. „Þá eru ökumenn beðnir að draga úr akstri eins og kostur er og minnt er á að bíll í lausa- gangi mengar. Útlit er fyrir að veðurfar haldist óbreytt fram á morgundaginn og því ekki reikn- að með að mengunarefnin í lofti minnki fyrr en með morgundegin- um. Ekki er um hættuástand að ræða fyrir fullfrískt fólk.“ - jss Árleg hækkun skatta á meðalfjölskyldu 25 þúsund Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir skattahækkanir borgarinnar fjölskyldufjandsamlegar. Þær séu heldur ekki í anda kosningaloforða Reykjavíkurlistans. Forseti borgarstjórnar segir hækkanirnar skárri kost en skuldaaukningu eða niðurskurð á þjónustu. SKATTAR Skattahækkanir Reykja- víkurlistans munu auka skatt- greiðslur dæmigerðrar reyk- vískrar fjölskyldu um 25 þúsund krónur á ári. Þetta er mat Kjart- ans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 2,6 prósenta hækk- un útsvars og 7,8 prósenta hækk- un fasteignaskatts. Útsvarið verð- ur þá komið í hámark samkvæmt lögum sem er 13,03 prósent. Kjartan sagði í umræðum í borgarstjórn í vikunni að eftir því sem skattar hækkuðu þyrfti fólk að vinna meira til að halda sömu lífs- kjörum. Þar af leiðandi gæfist minni tími til fjölskyldulífs. Skattahækkanir R-listans væru því beinlínis fjölskyldufjandsam- legar. Þá rifjaði Kjartan upp kosn- ingaloforð borgarfulltrúa R-list- ans um að skattar yrðu ekki hækkaðar undir þeirra stjórn. Fyrir kosningar árið 1998 hafi frambjóðendur hans meira að segja lofað að lækka þá. Hækkun fasteignaskatts er tímaskekkja miðað við þróun á fasteignamarkaði að mati Kjartans. „Á síðustu árum hefur húsnæðisverð í borginni hækkað mikið og það hefur skilað sér í hærri greiðslum fasteignaskatts í borgarsjóð,“ sagði hann. „Þetta hefur leitt til þess að fasteigna- skattar Reykvíkinga hafa hækkað gífurlega á síðustu árum og það er því tímaskekkja að ætla sér einnig að hækka skattprósentuna eins og R-listinn gerir nú.“ Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að fyrir kosningar 1998 hafi R-listinn gefið loforð um að holræsagjöld myndu lækka og staðið hafi verið við það. Hins vegar hafi engin lof- orð verið gefin um þetta í kosn- ingunum árið 2002. Hvorki um hækkun né lækkun. „Við töldum skynsamlegast að hækka þessi gjöld nú til að standa undir út- gjöldum sem eru að bætast á okk- ur í stað þess að skera niður þjón- ustu eða auka skuldir,“ segir Árni. Varðandi hækkun fasteignaskatts segir Árni að skatturinn hafi lækkað mjög á undanförnum árum vegna hækkunar fasteigna- mats. Þess vegna hefðu tekjur borgarsjóðs af fasteignaskatti minnkað á ákveðnu tímabili en nú sé verið að leiðrétta það. ghg@frettabladid.is Kísiliðja: Óska eftir aðgerðum IÐNAÐUR Verkalýðsfélag Húsavík- ur hefur óskað eftir mótvægis- aðgerðum af hálfu stjórnvalda vegna lokunar Kísiliðjunnar við Mývatn um næstu mánaðamót. Í ályktun frá félaginu segir að fyrir liggi að lokunin muni hafa gríðarleg áhrif á samfélag- ið í Mývatnssveit og nærliggj- andi byggðir. Ljóst sé að tugir manna muni missa vinnuna 1. desember. Því skorar félagið á ráðamenn að opna augun fyrir vandanum sem blasi við en undrast um leið að ekki hafi ver- ið gerð áætlun til að mæta honum. - ghg VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða erlenda hljómsveit heldur tón-leika hér á landi á sunnudag? 2Í hvaða bæjarfélagi á að stofnaíþróttaakademíu? 3Hvar eru lífsgæðin best samkvæmtThe Economist? Svörin eru á bls. 66 edda.is „Aðdáunarvert framtak“ 30% afsláttur 1. sæti Ævisögur og endurminningar Félagsvísindastofnun 1. – 15. nóv. „Hressilegt andsvar við þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af arabískum konum undangengin ár og um leið aðdáunarvert framtak í þá átt að reyna að stemma stigu við fordómum og arabahatri.“ - Sigríður Albertsdóttir, DV „ ... prýðilega góð bók, bæði skemmtileg og fræðandi.“ - Guðrún Margrét Guðmundsóttir, Mbl. Rússnesk stjórnvöld: Hefja sölu hluta Yukos RÚSSLAND, AP Rússnesk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um nauðungarsölu á hlut Yukos í stærstu fram- l e i ð s l u d e i l d fyr ir tækis ins , Yugansknefte- gaz. Söluverðið rennur í ríkissjóð upp í greiðslu skatta sem skattayf irvöld segja fyrirtækið og forsvarsmenn þeirra hafa svikist um að borga. Steven Thede, starfandi for- stjóri Yukos, kallaði ákvörðunina þjófnað skipulagðan af stjórn- völdum til að jafna um þá vegna pólitískra mála. Hann sagði ólög- legt samkvæmt rússneskum lög- um að byrja á sölu nauðsynlegra hluta fyrirtækisins, samanber framleiðsludeildina. ■ LEIKSKÓLAR Hækkun leikskóla- gjalda í Reykjavík er óréttlát í ljósi þess að henni er ekki ætlað að mæta auknum útgjöldum. Þetta segir Dögg Proppé Hugosdóttir, varaformaður Félags ungs fólks í Vinstri grænum. Hækka á leikskólagjöld hjá námsmönnum um 42 prósent, eða um tæpar 10.000 krónur á mánuði, ef aðeins annað foreldrið er í námi. Í grein sem Dögg ritar á heima- síðu félagsins segir að forsvars- menn Leikskóla Reykjavíkur beri það fyrir sig að hækkunin sé vegna þess að námsmenn séu nú betur staddir en þeir voru þegar núver- andi gjaldskrá var ákveðin. Sér- staklega vegna afnáms tekjuteng- ingar maka hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Dögg spyr hvaða námsmaður hafi fengið 10.000 króna kjarabæt- ur frá lánasjóðnum í einu lagi og hvort það sé ómögulegt að náms- menn fái að njóta þeirra kjarabóta sem þeir fái. Hún segir að hækk- unin gangi gegn kosningaloforðum Vinstri grænna í síðustu alþingis- kosningum um frían leikskóla og því hljóti flokkurinn að hafa verið beygður til að sætta sig við hækk- unina í borginni. - ghg FROSTSTILLUR Í frosti eins og var í gær voru ökumenn beðnir um að draga úr akstri eins og þeir gætu og minntir á að bíll í lausagangi mengar. Félag ungs fólks í Vinstri grænum: Óréttlát hækkun leikskólagjalda LEIKSKÓLAGJÖLD HÆKKA Varaformaður Félags ungs fólks í Vinstri grænum segir hækkunina ganga gegn kosninga- loforðum flokksins. SKATTAHÆKKANIR SVEITAR- FÉLAGA FRÁ 1998 TIL 2005. Reykjavíkurborg 1,79% Seltjarnarneskaupstaður 1,22% Garðabær 1,22% Akureyrarkaupstaður 1,19% Mosfellsbær 1,15% Hafnarfjarðarkaupstaður 0,99% Kópavogsbær 0,95% KJARTAN MAGNÚSSON Borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins seg- ir skattahækkanir R- listans fjölskyldu- fjandsamlegar. FASTEIGNASKATTAR HÆKKA Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja að hækkun fasteignaskatta nú sé tímaskekkja vegna þess að fasteignaverð hafi hækkað gríðarlega á undanförnum árum sem hafi leitt til mikillar hækkunar á tekjum fyrir borgarsjóð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HÖFUÐSTÖÐVAR YUKOS Skattayfirvöld birtu fyrirtækinu 400 milljarða króna skattareikning. Hrútafjörður: Fé fórst í eldsvoða ELDSVOÐI Tugir fjár drápust þegar eldur kom upp í hlöðu við bæinn Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í gærkvöld. Fjárhús var í enda hlöðunnar og þar var um hundrað fjár þegar eldurinn kom upp. Heimamönnum tókst að bjarga einhverju af fénu en nokkur fjöldi kinda fórst í eldinum. Slökkvilið frá Búðardal, Borð- eyri og Hvammstanga var kallað á vettvang og fólk á næstu bæjum kom einnig á staðinn til að hjálpa til við slökkvistarfið. Um 20 stiga frost var og ár í nágrenninu því ísilagðar. Það gerði erfitt fyrir með að ná í vatn og þurftu menn að brjóta ísinn til að verða ekki uppiskroppa með vatn. -bþg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.